Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 47

Sagnir - 01.10.1983, Síða 47
„Ef þeir menn verða sæhafa í Noreg, er verið hafa til Grænlands eða fara í landaleit- an, eða slítur þá út frá íslandi, þá er þeir vildu færa skip sín milti hafna, þá eru þeir eigi skyldir að gjalda landaura“ (12. gr.). Af sáttmálanum sést að íslendingar voru mikið í förum þegar hann var gerður. í Gamla sáttmála eru engin sambærileg ákvæði við 4. 7. og 12. gr. Ólafssáttmála, heldur kölluðu íslendingar 1262 konung til þess að stilla til friðar, tryggja samgöngur við Noreg, fornan rétt sinn og íslenska lög- sögu. Þrisvar er vikið að gæslu friðarins í Gamla sáttmála, svo brennandi var það vandamál á 13. öld. Á 11. öld virðist hins vegar einkum hafa knúið Islendinga til samninga við Noregs konung siglingar þeirra erlendis og réttur þeirra þar. Þeim hafa einkum verið mikilvæg ákvæðin um takmörkun herskyldu, frjálsa heimferð úr Noregi, höldsréttur og ákveðið landaura- gjald í stað geðþóttaákvarðana áður. „Svo er mælt að fornum rétti", segir í Frostaþingslögum eldri, „ef menn fara fyrir bann landa á meðal að óleyfi konungs, þá er stýrimaður sekur XL marka við konung, en háseti hver iij mörkum."32' - Hér var um miklar fjárhæðir að ræða og höfundur Egils sögu segir að farbann hafi verið um 935 „til allra landa úr Noregi, og komu það sumar engi skip til íslands og engi tíðindi úr Nor- egi “33) jy[ær sögulegum tíma eru frásagnir um farbönn nafnanna Ólafs Tryggvasonar og Ólafs digra, en þeir beittu þeim sem póli- tísku tæki gegn íslendingum.34' . Með Ólafssáttmála voru íslendingar að tryggja sér rétt í norska ríkinu án þess að gerast þegnar þess. Þá urðu Norðmenn for- réttindafólk á íslandi, en íslendingar urðu að þola þungar kvaðir í Noregi, skattgjald og herskyldu. Sáttmálinn sýnir að fslend- ingar áttu mikið undir norska konungsvald- inu en lögðu kapp á að halda sjálfstæði sínu, og þeir hafa sætt lagi og samið við Ólaf digra, þegar hann munaði um mannsliðið. Að sögn Snorra sendu þeir honum höfðing- legar gjafir í stað þegnskyldueiða eftir sendiför Þórarins Nefjólfssonar. Með gjaf- irnar hefur líklega farið nefnd manna til samninga um sambúð landanna. Þótt þar hafi ekki verið stórhöfðingjar í för, þeir þorðu víst ekki, hafa sendimennirnir verið snjallir í samningum. Sáttmálanum lýkur á því að undanþiggja landleitarmenn landauragjaldi. Rann- sóknir á landfundasögum íslendinga telja að Vínlandsferðirnar hafi verið farnar á öðrum áratug 11. aldar.35' Menn sem fundu ómælislönd hljóta að hafa leitað til þjóð- höfðingja með tilmælum um styrk til þess að nýta þau. íslendingar voru framtakssamt fólk um þessar mundir. Þeir höfðu heilsað nýjum sið árekstralítið, og lögðu kapp á að tryggja sér frið með stofnun fimmtardóms og samningi við Ólaf digra. Landafundirnir hafa eflaust greitt fyrir sáttmála þeirra við konung; hvorugur vissi, hvað framtíðin bar í skauti sér, en íslendingar höfðu opnað leiðir að nýjum auðlindum, sem Þorfinnur karlsefni hefur getað greint frá, ef hann hefur verið með í för. Utanferðir íslendinga til þess að endur- nýja sáttmálann sýna að þeir töldu sér hann hagstæðan. Fyrri svardagarnir til staðfest- ingar honum voru unnir af ísleifi biskupi og mönnum með honum, og hefur það gerst í vígsluför hans um 1055. Þá réð herkóngur- inn Haraldur harðráði Noregi og sóttist mjög eftir mannafla. Hann leyfði fátækum íslendingum að flytjast til Noregs lausum við landauragjald.36) Um hans daga hefur eflaust reynt á ákvæði samningsins um her- skyldu og siglingafrelsi.371 íslendingar hafa eflaust reynt að gera biskupsefni sín sem best úr garði, þegar þau fóru til vígslu og gistu stórfursta kristninn- ar. Þau hafa siglt með föruneyti, sem falið var að sinna ýmsum erindum á leiðinni. Gissur ísleifsson og meðreiðarsveinar hans voru á ferð á dögum Ólafs kyrra (1066-93). Hann efldi kaupstaði og hagsýslu, og Gissur var einnig hagsýnn maður og skipulags- meistari og lét skrásetja og staðfesta samn- inginn forna. Texti sáttmálans í Konungsbók er tví- svarinn en ekki frumrit og vafasamt að hann 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.