Sagnir - 01.10.1983, Side 51
Var börnum rænt? Ekki kemur það skýrt
fram. í Lönguréttarbót er talað um að út-
lendingum séu gefin eða seld börn en ekki
er þar beinlínis getið um barnarán. Ætlast
er til að gefandi eða seljandi barns sé
dæmdur skv. Jónsbók, líklega með því að
„binda síðan á bak honum barn og láta
sjálfan bera brott . . ,“13
Hvað var gert við börnin?
Ljóst er að Englendingar höfðu áhuga á
því að fá börn frá íslandi til þjónustustarfa,
sumir íslendinganna 49 sem voru í Bristól
árið 1484 kunna að hafa flust þangað börn
að aldri. En af hverju sóttust Englendingar
eftir börnum? Var ekki nægjanlegt að fá
fullvaxna útlendinga til starfa? Heimild frá
árinu 1536 veitir etv. vísbendingu um þetta,
maður nokkur í Yarmouth fór þess á leit að
verða forsjármaður 11 ára íslensks pilts og
meistari hans í sjómennsku næstu 13 árin.14
Sagt er að alsiða hafi verið á Englandi og
víðar fyrir iðnbyltingu að börn færu að
heiman sjö til átta ára gömul og þjónuðu
öðrum fjölskyldum og var mjög haldið til
vinnu. Um 13 ára aldur voru þau svo stund-
um send til nýrrar fjölskyldu og tekin þar í
læri með formlegum hætti.15 Pau nefndust
þá „apprentices“ en þetta námskerfi nefnd-
ist „apprenticeship" og er lýst svo:
Apprentices, therefore, and many other
servants. were workers who were also
children, extra sons or extra daughters (for
girls could be apprenticed too), clothed and
educated as well as fed, obliged to obedience
and forbidden to marry, often unpaid and
dependent until after the age of twenty-one.
Lægsti aldur iærlinga var 11 ár og námstím-
inn varaði oftast sjö ár. Lærlingarnir gátu
verið tveir til þrír hjá meistara (smiði, bak-
ara, kaupmanni . . .) og lærðir sveinar etv.
tveir til þrír líka. Auk þess gátu verið tvær
þjónustustúlkur hjá meistaranum.16
Eftir svartadauða um 1350 var vinnuafls-
skortur í enskum sveitum og var þá brugðið
á það ráð árið 1388 að banna 12 ára börnum
og eldri í sveitum að fara í læri í bæjum.
Árið 1406 var skipað svo fyrir að enginn
mætti senda barn í læri eða í annað starf í bæ
eða borg nema hann ætti 20 skildinga land.
Þessu var fylgt vel eftir og voru borgirnar
Lynn og Yarmouth td. ekki þegnar undan
þeirri kvöð að hlíta þessu fyrr en árið 1523.
Höfðu borgarar þá margoft beðið að þessu
yrði a.flétt. Hins vegar gátu börn sjálf gert
samninga án samþykkis eða vitundar for-
eldra og mátti ekki rifta slíkum samningi
nema meistari leyfði. Allir námssamningar
urðu að fá staðfestingu bæjaryfirvalda og
lærlingarnir skyldu skráðir í bæjarbækur en
það vildi verða misbrestasamt.17
Maðurinn í Yarmouth sem sótti um leyfi
að verða forsjármaður íslenska piltsins 11
ára og meistari hans í 13 ár hefur þá etv.
verið að leita opinberrar staðfestingar.
Námstíminn, 13 ár, virðist langur en margar
hliðstæður voru til og var jafnvel reynt að
koma á sem reglu að menn hættu ekki námi
fyrr en þeir væru orðnir 24 ára.
Hið sérkennilega enska námskerfi og
vinnuaflsskortur á Englandi á 15. öld gætu
þá etv. að einhverju leyti skýrt eftirsókn
Englendinga eftir íslenskum börnum.
Dýrir hundar en börn í kaupbæti
Lærlingar voru ódýrt vinnuafl og á því var
skortur á Englandi eftir tilskipunina 1406.
En var ekki einmitt skortur vinnuafls á ís-
landi eftir pláguna miklu (svarta dauða)?
Hverjir gáfu eða seldu börn sín helst?
Á frægu hnattlíkani Behaims frá 1492 stend-
ur ma. um Islendinga:18
Hjá þeim er siður að selja hunda dýrt en börn
sín gefa menn kaupmönnum og fela guði á
vald svo að þeir fái brauð handa þeim sem
eftir eru.
Það eru hinir fátæku sem gefa börn sín skv.
þessu. Peerse sem mun hafa verið á íslandi
um 1555 og Blefken sem kom víst árið 1564
segja sömu sögu um hunda og börn en geta
ekki um neyð gefenda.19 Þrástagast var á
því, þar sem sagt var frá íslandi, að hundar
væru seldir en börn gefin.20
Það er heldur líklegt að Englendingar
hafi verið hættir að greiða fyrir börn þegar
kom fram um 1500 og eitthvað hefur senni-
49