Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 57

Sagnir - 01.10.1983, Page 57
sé að alhæfa nokkuð í því sambandi. Ef t.d. tekið er mið af riti hans Jafnrœði ogþekking verður greinilega vart við það sjónarmið, að samfélag manna sé ávallt að þróast til meiri fullkomnunar. Hina sögulegu þróun stjórna telur hann að megi t.a.m. rekja til þess valds sem faðirinn hafi haft í öndverðu yfir barn- inu en smám saman hafi þetta vald teygt sig út yfir alla afkomendur og tengdamenn. Vegna vanans og af þörfinni á því að stjórna hafi síðan komið fram löghelgaður réttur og hafi slíkt fyrirkomulag kallast „patriölsk stjórn.“ Hinn löghelgi réttur átti að hafa grundvallast á vana og þörfinni á því að stjórna en valdið og hyggindin myndað síðan aðra stjórnarlögun.l) í framhaldi af þessu reynir hann enn frekar að rekja sig eftir hinni sögulegu þróun og hvernig hin mismunandi stjórnarform leiddu hvert af öðru: einveldi, harðstjórn, lögbundið ein- veldi, þingbundið einveldi en síðast þjóð- veldi sem hann taldi vera eitt hið síðasta stig í þessari þróun stjórnarforma: Jón Ólafsson var einn af fyrslu stjórnmálafröm- uðum hér á landi sem reyndi að fjalla um stjórn- og stjórnskipunarmál með sérstöku tilliti til þeirra hugmynda sem ofarlega voru á baugi í hinum engilsaxneska heimi. Það er auðvitað, að þar sem þjóðin er því vaxin, þá er þjóðveldi á hyggilegum grund- velli manninum samboðnast stjórnarform, eða ið sannasta stjórnarform eftir hugsjón- inni.2> En hvaða hugsjón er það sem Jón er hér að tala um? Það má nokkuð glöggt lesa af framhaldinu að hin mismunandi stjórnar- form eru ávallt á leið til meiri fullkomnunar og ekki er fráleitt að ætla að þingræðishug- sjónin sé það mark og mið sem samtíminn stefnir að. Hins vegar má reikna með að hugsjón þjóðveldisins eigi að einhverju leyti að vera í fyrirrúmi því að þeir sem voru uppteknir af baráttu í anda þjóðernisstefnu töldu oft að þar hafi ríkt jafnræði og frelsi. Innan þess stjórnarfars hlítti fólk t.d. sömu réttarreglum og lögum og gerði út um mál sín á þingum eða samkomum frjálsra manna sem ekki bjuggu við ríkisvald eða embættismannalið.3* Rit Jóns virðist taka nokkuð mið af anda þjóðveldisfyrirkomulagsins því hann bendir á að eftir eðli sínu séu þjóðveldin hin yngstu stjórnarform þó sögulega megi segja að hin þingbundna konungsstjórn sé yngst. Eðli þjóðveldisins hafi t.d. falið margt það í sér sem stjórnskipulag samtímans gæti haft gagn af, en spurning samtímans hlyti þó að fela í sér hvort þjóðin sjálf hefði ein æðsta stjórnvaldið eða hvort það ætti að skipta þessu valdi milli einvalds og þjóðfull- trúa eins og raunin hafi orðið.4) Hér virðist sem sagt á ferðinni lýðræðishugmynd Jóns og hvort möguleiki muni vera að lýðræðið sem slíkt nái fram að ganga eða ekki. Þessar vangaveltur hans leiða síðan til þess að hann fer að fjalla um vald og valdhafa í rás sögunnar, en þær hugmyndir finnast einnig í riti J.S. Mill Um frelsið. Mill bendir t.d. á að eitt megineinkenni sögunnar hafi alltaf verið baráttan milli frelsis og valds og reynir hann síðan að lýsa því hvernig þessi barátta hefur gengið fyrir sig.5) Þetta kemur einnig fram hjá Jóni því hann vill reyna að skýra hvernig valdið hafi smám saman leitt til hinna mismunandi stjórnarhátta. í þessari umfjöllun virðist mega greina ákveðin 55

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.