Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 59

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 59
Pað er nokkuð athyglisvert í þessu sam- bandi, hvernig Jón tengir frelsishugtakið mannréttindum eða hinum helga rétti ein- staklingsins, en það virðist í fullu samræmi við hinar upphaflegu kenningar eins og þær voru settar fram hjá ensku heimspeking- unum Thomas Hobbes og John Locke.n) En það er fleira sem kemur til. Með tilkomu kristindómsins verður til nýtt afl sem leggur til nýtt siðferðilegt gildismat í allri frelsis- viðleitni mannsins. Virðingarskortur forn- manna fyrir mannlegu eðli og réttindum hverfur vegna nýrra grundvallarviðhorfa sbr.: Pað er kristindómurinn - ekki stólskreddur misjafns prestalýðs, heldr andi „kærleikans trúarbragða," sem hefir endrfætt frelsisástina og tengt hana mannúðinni og mannástinni, gjört vorra tíma frelsisást göfgari og helgari, en innar heiðnu fornaldar.12* Með öðrum orðum öðlast frelsishugtakið nýtt innihald með kristindómnum og bendir Jón á, að þó margir af skapendum nýrrar heimspeki og feður mannréttinda hafi hafnað kristilegri kirkjutrú þá hafi þeir samt starfað í anda siðalögmáls Krists. Þetta stafi einfaldlega af því, að menn séu ávallt háðir samtíð sinni og þar af leiðandi hafi kristin- dómurinn alltaf áhrif, bæði beint og óbeint á skoðanir og viðhorf manna.13) En ef frelsishugtakið er athugað nánar hjá Jóni, kemur í ljós að hann virðist líka geta skilgreint það út frá viðhorfi sínu til mannkynsins í heild, en einnig með skil- greiningu á afstöðu sinni til stjórnmála- flokka samtímans, enda virðist þetta hvoru tveggja fara saman að hans áliti. Hér er því um afgerandi þátt að ræða í stjórnmálahugs- un hans. Stjórnmálum og stjórnmálahug- myndum samtímans skiptir hann í tvo and- stæða póla sem hann telur að afstaða manna hljóti að taka mið af, þ.e. þá sem aðhyllast frelsi og framfarir annars vegar, en kyrr- stöðu og ófrelsi hins vegar. Hann fullyrðir t.d. að stefna anda mannsins hljóti alltaf að beinast í tvær áttir þ.e. fram eða aftur. Þess vegna megi flokka menn eftir því hvorri stefnunni andi þeirra hneigist að, þ.e. að kyrrstöðu annars vegar og framförum hins vegar.l4) Hann lítur á þetta sem nokkurs konar lögmál og öll afstaða hans í stjórn- málalegu tilliti tekur mið af þessu viðhorfi bæði fyrr og síðar. Á árinu 1875 skrifaði hann t.d. greinaflokk í blað sitt Göngu- Hrólf og reynir þar að skilgreina tvær meg- instjórnmálastefnur sem hann taldi ríkjandi á þessum tíma þ.e. íhaldsflokka og fram- faraflokka. Pólitískur tilgangur hans er að skilgreina það sem kalla mætti eðli framfara- flokka en sú skilgreining er mjög vel studd heimspekilegum rökum sem telja verður sjaldgæft á hans tíma sbr.: Þeir (reform-mennirnir) hirða nl. eigi um að færa neinn hlut aftr í það ásigkomulag, sem hann hefir verið í, en þeir vilja færa þá aftr til ins upprunalega hugsíns (idearinnar). Þeir, eins og allir, játa, að hvern hlut má hugsa í einhverri þeirri mind, sem sé sú fullkomn- asta, er hlutrinn getr haft, og kallast það hug- sjón þess hlutar (ideal af hlutnum). Þessi mind er sú réttasta, náttúrlegasta, uppruna- legasta, og hana vilja reform-mennirnir reina að nálgast eða ná henni svo sem verðr og færa alt aftr í þessa upprunamind. Þetta er að þeirra áliti in eina sanna framför. Þessir menn vilja ávalt framkvæma eitthvað verulegt, pósitívt.15) Hér virðist sem Jón sé búinn að leggja heimspekilegan grunn að því sem kalla mætti eðli framfaraflokka, en röksemda- færslan virðist í nánum tengslum við kjarna- atriði það sem Aristoteles setti fram á sínum tíma og kvað á um eðli hlutarins, sbr.: „Markmið hlutarins er hið góða og leiðir í ljós bestu eiginleikana.“16) Ef til vill er hér einnig komin sterk röksemd hjá honum fyrir frelsishugsjón samtímans, svo og röksemd fyrir því sem hann kallar kyrr- stöðuviðhorf einstaklinga og þjóða. Þessi stöðnunarviðhorf einstaklinga og þjóða álítur hann vera runnin frá hinum austlægu löndum þvíhann segirt.d. í upphafi greinar sinnar í Göngu-Hrólfi að Forn-Egyptar og Kínverjar hafi staðið í stað í andlegu tilliti allt fram á þennan dag.17) Þetta virðist hann 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.