Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 61

Sagnir - 01.10.1983, Side 61
sendu og kallar stefnumið tímans mætti auðveldlega túlka sem einhvers konar markhyggju. En um leið reynir hann að skýra söguna út frá þeim gildum og viðmið- um sem hann telur að mest einkenni samtíð sína þ.e. lýðræði, frelsi og mannréttindi. Þessi aðferð í sagnfræðilegum skýringum er oftast kennd við Whigga-flokkinn enska en grundvöllurinn í þeim skýringum felst í því að fjalla um liðna sögu með beinni skír- skotun til nútímans. Slík sagnfræði getur virst alveg óaðfinnanleg ef ályktanir eru metnar af varúð. Hins vegar hindra þessar skýringar oft raunverulegan söguskilning vegna þess hve tilvísunin til samtímans verður afgerandi.24* Dæmigerð Whigga- túlkun á sögunni er t.d. að draga beina línu í gegnum ákveðna mikilsverða atburði í sögunni og fullyrða að þeir séu bein orsök t.a.m. nútíma lýðræðis. Ef viðkomandi er ekki þeim mun varkárari í skýringum sínum á hann það gjarnan á hættu að gleyma, að þessar tilteknu línur eru hans eigin uppfinn- ing og hann fer jafnvel að ímynda sér að orsakaskýringanna sé að leita í þessum til- teknu línum.25) Jóni Ólafssyni hættir til að falla í þessa gryfju. Hann reynir t.d. lítið að skýra hvers vegna menn fóru að berjast fyrir andlegu frelsi í upphafi 16. aldar eða hvers vegna baráttan fyrir persónufrelsi varð svo afgerandi undir lok 18. aldar. Skýringar þessar virðast hins vegar miða að því að beina athyglinni að nútímanum og mikil- vægi hans. Ef til vill stafar þetta af einhverri ofurtrú hans á frelsishugsjóninni og þess vegna vega sagnfræðilegar skýringar ekki eins þungt, eða öllu heldur liggja þær í mjög svo huglægum þáttum. Hvað sem því líður virðist sem Jón álíti að markmiðin sem menn fara að setja sér vegna æðri hugsjóna komi fram á nýöld, og þá sem eðlilegt framhald af kristindómnum og kristilegum viðhorfum. Þessi markmið verða síðan mun mikilvægari þegar komið París ífebrúar 1848. Lúðvíki Filipussi hefur verið steypt afstóli og vígreifur múgurinn flykkist að hásœt- inu, sem konungurinn vermdi áður. Baráttan fyrir pólitísku frelsi fékk svörun t byltingunum 1848þegar konungar neyddust til að gefa þegnum sínum ákveðin grundvallarlög. 59

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.