Sagnir - 01.10.1983, Síða 63
Hugleiðingar um landhelgis-
samninginn 1901
Talsvert hefur verið ritað um fiskveiðideilu
íslendinga og Breta í lok síðustu aldar og
samning Dana og Breta um veiðar „utan
landhelgi í hafinu umhverfis Færeyjar og
ísland". Samningur þessi var undirritaður í
Lundúnum 24. júní 1901 og birtur hérlendis
með konunglegri auglýsingu 28. mars 1903.
Með samningnum 1901 var endir bundinn
á fiskveiðideilu íslendinga og Breta sem
staðið hafði frá miðjum síðasta áratugi 19.
aldar og varð einna hörðust árin 1896 og
1897, er Bretar sendu skólaflotadeild á
íslandsmið, m.a. til að fylgjast með
atburðum á miðunum, leita að samnings-
grundvelli sem leitt gæti til bráðabirgðasam-
komulags og til að sýna veldi Bretlands á
höfunum.1
Athuganir á samskiptum íslands og Bret-
lands undanfarnar aldir hafa verið næsta
snar og áhugaverður þáttur í íslenskum
sagnfræðirannsóknum síðari ára.2 Hvað
samskipti þjóðanna vegna fiskveiða áhrærir
hefur Björn Þorsteinsson öðrum fremur
lagt grundvöll að umræðu og frekari rann-
sóknum á einstökum þáttum þessarar
sögu.3
Fyrri rit um fiskveiðideilu íslendinga og
Breta 1896 og 1897 og landhelgissamning-
inn 1901 einkenndust af býsna þjóðernis-
sinnuðum viðhorfum.4 Gunnlaugur Þórðar-
son sagði t.d. landhelgissamninginn 1901
„allt að því nauðungarsamning“, sem ætti
sér að forsendu „eins konar nauðungarlög-
gjöf“, sem „Bretar með nauðung og svikum
þvinguðu Alþingi til að koma á.“5 Hér á
Gunnlaugur væntanlega við að Bretar hafi
„þvingað Alþingi" með herskipavaldi til að
milda lög um bann við botnvörpuveiðum
sem sett voru 1894, jafnframt því að svíkja
gefin fyrirheit um friðun afmarkaðs hluta
Faxaflóa (8 mílur til hafs frá Reykjavík),
þegar landhelgissamningurinn var gerður.
Röksemdafærslan að baki þessara og svip-
aðra fullyrðinga á sér þó litla stoð í veruleik-
anum, eins og ég ræddi nokkuð í ritgerð í
tímaritinu Sögu 1980. Landhelgissamning-
urinn 1901 hefur verið nefndur „svínakjöts-
samningurinn" eða „flesksamningurinn",
og því verið haldið fram að Bretar hafi
knúið Dani til samninga með efnahags-
þvingunum.6 Því hefur enn verið haldið á
lofti að samningurinn hafi verið gerður í
trássi við vitund og vilja íslenskra þingm-
anna og er erfitt að mæla gegn þeirri rök-
semd.7 Á hinn bóginn var Alþingi fullkunn-
ugt um tilvist samningsins þegar árið 1901
og a.m.k. einn þingmaður fagnaði honum í
þingræðu það ár, þegar samþykkt voru lög
61
k