Sagnir - 01.10.1983, Page 68
Sumarliði R. ísleifsson:
Afdrifarík mistök eða eðlileg
ráðstöfun?
Um lokun íslandsbanka árið 1930
í þessum greinarstubb er ætlunin að gera
grein fyrir lokun íslandsbanka á árinu 1930,
deilum um framhald bankastarfseminnar
og hvernig beri að meta lokun bankans.
Áður en það verður gert, er nauðsynlegt að
gera í stuttu máli grein fyrir sögu bankans
og erfiðleikum hans á 3. áratugnum.
Lokun bankans var mikið deiluefni á
sínum tíma og skiptust þing og þjóð í and-
stæðar fylkingar í málinu. Deilunum fylgdi
mikil harka og var það í fullu samræmi við
stjórnmálabaráttuna að öðru leyti á þessum
tíma. Geta má þess að það mál sem kom
næst íslandsbanka sem helsta bitbein
stjórnmálamanna og almennings á árinu
1930, var geðheilbrigði dómsmálaráðherr-
ans Jónasar Jónssonar, eða „stóra bomban"
sem margir kannast við.
Menn hafa komist að ólíkum niðurstöð-
um um það hvernig meta eigi lokun bank-
ans. Þegar hún átti sér stað, voru sjónarmið-
in allt frá því að hún væri mjög alvarleg
mistök, til þess að lokun bankans væri hags-
rnunum þjóðarinnar til hins mesta fram-
dráttar. í seinni tíð hefur þessu ýmist verið
svarað á þann hátt að lokunin væri eðlileg
afleiðing af efnahagsörðugleikum 3. áratug-
arins og mistökum forráðamanna bankans,
eða þarna hafi verið um mistök að ræða.
66
Ólafur Björnsson prófessor tekur undir
seinni afstöðuna í sögu íslandsbanka og
Útvegsbankans, sem út kom 1981.
í greininni verður lögð áhersla á að svara
þessum spurningum. Rétt er þó að geta þess
að það sem hér birtist er hluti stærra verks
og því kunna ýmsar fullyrðingar sem hér
koma fram að þykja lítt rökstuddar. En það
verður að hafa það.
Ágrip af sögu bankans til 1930
Islandsbanki starfaði í 26 ár eða frá 1904-
1930. Á þeim tíma urðu miklar breytingar í
íslensku þjóðlífi, bæði stjórnmálalegar og
efnahagslegar. Frá aldamótum og fram til
fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað hröð
atvinnuuppbygging, togaraútgerð hófst og
náði þroska. Stórrekstur varð í fyrsta sinn
til í íslenskri sögu. Fjármagn íslandsbanka,
sem nánast eingöngu var erlent, skipti
miklu máli í þessari uppbyggingu og bank-
inn átti verulegan þátt í að fjármagna togara-
kaupin, en þau voru mest á árunum 1905-
1912.
Staða bankans var í aðalatriðum góð til ,
loka fyrri heimsstyrjaldarinnar en í lok
hennar lentu útflutningsatvinnuvegirnir í
miklum erfiðleikum og þar af leiðandi einn-
ig íslandsbanki. Þessir erfiðleikar voru