Sagnir - 01.10.1983, Síða 72
hálfu stuðningsmanna bankans. Hún fór
fram á þann hátt að þess var farið á leit við
sparifjáreigendur í bankanum að þeir
breyttu innistæðum sínum, a.m.k. að hluta,
í hlutafé. í þriðja lagi þurfti að leita mála-
miðlunar innan Framsóknarflokksins, til að
koma í veg fyrir klofning hans. Sú leit virð-
ist hafa gengið treglega. Því til stuðnings
má benda á að þann 22. febrúar neitaði fjár-
málaráðherra, Einar Arnórsson, að hafa
lofað nokkru um hlutafjárframlög af hálfu
ríkisins, en á slíku vilyrði byggðist hluta-
fjársöfnunin.
Pann 27. febrúar tók „litla íhaldið", eins
og Héðinn Valdimarsson kallaði 6-menn-
ingana í Framsókn, af skarið, með frum-
varpi Ásgeirs Ásgeirssonar um endurreisn
íslandsbanka. Er trúlegt, að meiri hluti
Framsóknarflokksins hafi þar með staðið
frammi fyrir þeim valkosti, að gangast inná
málamiðlun, eða láta stjórnina falla að
öðrum kosti. Málamiðlun varð niðurstaðan
og í samræmi við það lét fjármálaráðherra
semja frumvarp um stofnun Útvegsbankans
Sveinn Björnsson var sendiherra í Danmörku árið
1930 og hafði aðalforgöngu um að ná samningum
við aðallánadrottna íslandsbanka erlendis.
h/f og bætti því framan við áðurgreint frum-
varp um skiptameðferð á íslandsbanka. í
því formi var frumvarpið endanlega sam-
þykkt þann 7. mars gegn atkvæðum Alþýðu-
flokksins.
Lögin um Útvegsbanka íslands h/f voru
að verulegu leyti byggð á frumvarpi Ásgeirs
Ásgeirssonar og samningsumleitunum
Sveins Björnssonar. Helstu ákvæði laganna
voru: Bankinn skyldi vera hlutafélagsbanki
og átti hlutafé að nema 2,5 milljónum
króna. Þar af skyldi ríkissjóður leggja fram
1,5 milljónir en 1 milljón kr. skyldi safna
innanlands. Á hluthafafundum skyldu
engar takmarkanir vera á atkvæðisrétti, aö
því er varðaði hlutafé ríkissjóðs.
Síðan voru ákvæði um að íslandsbanki
skyldi renna inní Útvegsbankann og hætta
að vera til sem sjálfstæð stofnun, að full-
nægðum ákveðnum skilyrðum. Væri þeim
hins vegar ekki fullnægt átti að taka bank-
ann til skipta, samkvæmt upphaflega frum-
varpinu. Helstu skilyrðin voru: Ríkissjóður
lofaði að leggja fram sem forgangshlutafé í
íslandsbanka, 3 milljónir króna og átti þetta
fé að greiðast af skuld bankans við ríkissjóð
vegna „enska lánsins.“ Gegn þessu varð að
leggja fram a.m.k. 1,5 milljónir kr með
hlutafjársöfnun innanlands og hagstæðir
samningar urðu að nást við aðallánadrottna
erlendis.4'
Lögin gengu að því leyti lengra en frum-
varp Ásgeirs, að gert var ráð fyrir að
íslandsbanki yrði lagður niður og eignir
hans og skuldir rynnu til Útvegsbankans.
Hér var því um nýja stofnun að ræða. í
frumvarpi Ásgeirs var hins vegar gert ráð
fyrir að íslandsbanki héldi áfram starfsemi
sinni, en breytti um nafn í árslok 1930, í
Verslunar- og Útvegsbanka fslands. Auk
þess gerði frumvarp Ásgeirs ráð fyrir að
gömlu hlutabréfin yrðu niðurskrifuð sam-
kvæmt mati, en með lögunum var ákveðið,
að þau skyldu afskrifuð sem töpuð.5)
Með þessum ákvæðum hefur verið reynt
að koma til móts við hörðustu andstæðinga
bankans, bæði í Framsóknarflokknum og
Alþýðuflokknum. Stuðningur krata fékkst
70