Sagnir - 01.10.1983, Side 77
Sigurður Nordal, Gylfi P. Gíslason, Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson voru meðal þeirra sem
undirrituðu áskorun til Alþingis um að stofna ekki lýðveldi meðan Danmörk vœri hernumin afnasistum.
stutt lögskilnaðarmenn að nokkru leyti
(fjölmargir kratar skrifuðu t.d. undir
áskoranir lögskilnaðarmanna)þó ekki verði
sagt að flokkurinn hafi lagt mikla áherslu á
þetta mál. Enda verður að taka skýrt fram
að lögskilnaðarmenn voru ekki andvígir
stofnun íslensks lýðveldis, vildu aðeins
fresta henni.
Svo vikið sé að röksemdum lögskilnað-
armanna í sjálfstæðismálinu. í því efni
verður stuðst við greinar í bæklingi þeirra
sem áður er nefndur, auk þess sem vitnað
verður til greina sem birtust í tímaritinu
Helgafell um þetta efni.
túlkun Bjarna Benediktssonar sem hélt því
fram að íslendingar gætu rift samningnum
þar sem Danir fullnægðu ekki skilmálum
hans. Jón sagði hins vegar að neyðarástand
meinaði Dönum að fullnægja skyldum
sínum og samkvæmt þjóðarétti teldist það
ekki saknæmt af hálfu Dana þegar svo stæði
á.5>
Túlkun Jóns var studd af öllum þeim sem
fylgdu lögskilnaði á annað borð. Þeir sáu
þá hættu fólgna í einhliða riftun laganna að
Danir yrðu hinir þverustu í viðskiptum við
íslendinga í framtíðinni. T.d. benti Ingimar
Jónsson skólastjóri á að erfitt kynni að
reynast að semja við Dani um afhendingu
menningarminja ýmiskonar eins og kom
reyndar á daginn varðandi handritin.6)
Það verður víst seint komist að endan-
legri niðurstöðu um lagalegu hlið þessa
máls, enda vissu lögskilnaðarmenn að laga-
flækjur dygðu skammt. Þeir skutu því fleiri
stoðum undir málstað sinn.
Hin siðferðilega hlið
Það var áberandi í málflutningi lögskiln-
aðarmanna að Danir, dönsk yfirvöld og
danska pressan væru jákvæð gagnvart hug-
myndum um íslenskt lýðveldi, að því til-
skildu að íslendingar færu að lögum. Ef við
riftum sambandslögunum einhliða myndi
það kalla á önnur og verri viðhorf frá hendi
Dana. Þeir myndu líta á slíkt sem fjand-
skaparyfirlýsingu og stefnt yrði í voða
75
Sambandslögin - lykillinn að
lýðveldi íslendinga
Einn veigamesti þátturinn í rökum lög-
skilnaðarmanna var sá að sambandslögin
frá 1918 tryggðu íslendingum rétt til að
stofna lýðveldi, þegar þau gengju úr gildi.
Þau væru uppsegjanleg 25 árum eftir gildis-
töku þeirra (eftir árslok 1940) og skyldi
samið um endurskoðun laganna að þeim
tíma liðnum. Ef ekki yrði komist að sam-
komulagi að 3 árum liðnum frá uppsögn
samningsins gæti Alþingi fellt hann einhliða
úr gildi.4'
Lögskilnaðarmenn bentu á að sakir her-
náms Danmerkur gætu Danir ekki samið
um endurskoðun sambandslaganna. Því
væri það brot á lögunum að fella þau úr
gildi. Jón Ólafsson lögfræðingur deildi á