Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 84
einmitt þess háttar breytingaskeið, því eru
þau bæði forvitnileg og tímafrek til rann-
sókna.
Nú liggur fyrir að miðla rannsókn minni
til þeirra, sem lifðu þessar breytingar og
hinna, sem fæddust í það umhverfi, sem
stríðið mótaði. Mér finnst þetta verkefni vel
þess virði að vinna það. Ég hef haft áhuga á
síðari heimsstyrjöldinni síðan ég man eftir
mér.
Ólík viðhorf
— Nú ertu að skrifa um samskipti íslend-
inga við aðrar þjóðir. Líta útlendingar
ekki oft öðru vísi á hlutina en við eigum að
venjast úr okkar sögubókum?
— Jú, mikil ósköp. Það er oft skemmtilegt
að kynnast ólíkum viðhorfum til sömu hlut-
anna.
Samkvæmt ýmsum íslenskum bókum
mætti til dæmis halda, að önnur hver kona
hafi verið í „ástandinu“ og hinar látið sig
dreyma um að komast í það. í breskum og
bandarískum gögnum er hins vegar dregin
upp allt önnur mynd af þessu. Par kemur
fram, að íslenskar konur hafi yfirleitt ekki
viljað líta við hermönnum og sýnt þeim
kulda og hroka.
Annað sem kemur í hugann er það við-
horf ýmissa íslendinga, að þjóðin hafi verið
saklaus og óspillt, áður en landið var her-
numið. Bretar og Bandaríkjamenn virðast
hins vegar aldrei hafa séð þessa hlið á þjóð-
inni. í þeirra gögnum er íslendingum iðu-
lega lýst sem mestu viðsjálsgripum í við-
Úr síðari heimsstyrjöld. Loftvarnarbyrgi við
Lœkjargötu, á svipuðum slóðum og útitaflið er
nú.
skiptum og lauslátum í siðferðisefnum.
Breskir prelátar höfðu jafnvel áhyggjur af
því, að fjöllyndar ungmeyjar á íslandi
kynnu að draga saklausa drengi í hernum á
tálar. Það yrði að koma í veg fyrir þetta,
því annars sneru þessir ungu menn heim
spilltir á sál og líkama. Breskar dyggðir
voru taldar í hættu hér á þessu synduga
landi.
— Hvað tekur við hjá þér þegar styrjald-
arsögunni sleppir?
— Á döfinni hjá mér er annað mikið verk-
efni þar sem er ævisaga Thors Thors. Við
það verkefni nýt ég m.a. dagbóka Thors,
sem eru mjög merkilegar heimildir. Ég er
líka með á prjónum rit um íslensk utanrík-
ismál frá stríðslokum og fram til 1951 og hef
lagt nokkur drög að því.
t
82