Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 21

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 21
BJARNABORG Börn að leik í húsasundi. Hermileikir allskonar voru algengir, ekki síöur en nú á dögum. Börnin brugðu á leik hvar og hvenær sem aðstæður leyfðu, og notuðu þá hluti sem hendi voru næstir, því leikföng keypt ibúðum voru ekki á allra færi. sumri var farið í skemmtiferð á vegum stúkunnar, gangandi í stór- um hóp. Vanalega var ekki farið langt í ferðalög í þá daga, en það kom fyrir á haustin að Bjarnaborg- arkrakkarnir fóru upp í Öskjuhlíð að tína ber. Þá höfðu þau með sér mjólk og nesti og borðuðu berin jafnóðum. Magdalenu og Margréti þótti líka gaman að hjóla, en ekkert barnanna í Bjarnaborg átti hjól. Valdi rakari á Vitastígnum leigði út hjól hálftíma í senn fyrir 25 aura. Þetta þótti þeim óskaplega gaman á sumarkvöldum, og gátu hjólað inn undir Rauðará eða niður að höfn. Ef komið var of seint til baka þurftu þau að borga tíu aura sekt. Á þrettándanum var fastur siður hjá Maríu og Erlendi í risinu að bjóða nokkrum krökkum upp til sín að spila púkk. Þá var boðið upp á kókó, ástarpunga og eplaskífur. Þetta voru sælustundir fyrir krakk- ana og söfnuðu þau alltaf glerbrot- um fyrir Maríu til að nota í púkkið. Margt gerðist líka í portinu utan við Bjarnaborg. Guðbjörg í næsta stigagangi bakaði oft skonsur sem þóttu mjög góðar. Þá leyfði hún börnunum sem voru að leik í portinu að smakka. Þau flykktust til hennar því þetta þótti þeim bestu skonsur í heimi. Björn hét kvæðamaður mikill, sem bjó í Bjarnaborg. Hann sat löngum úti á tröppum og kvað og skrifaði Jón Leifs mikið upp eftir honum. Krökkunum fannst þetta skrítinn söngur og hlustuðu af at- hygii. María ísleifsdóttir, eða Massa gamla eins og hún var iðulega köll- uð, var kerling forn sem bjó í húsinu. Hún var tæplega áttræð og flestir krakkarnir voru hræddir við hana. Hún var krypplingur með bæklaðan fót, „ægilega grimm“ og lifði af að sPá í spil, Það kom margt fólk til hennar, nokkuð sem þær systur andruðust, því annan eins óþrifnað höfðu þær aldrei séð og hjá henni. ^lassa gamla bjó í herbergi á neðri hæðinni. Hún byrgði alveg glugg- ar>n hjá sér svo engin skíma komst inn og það var varla líft inni hjá henni. í herberginu var flet með pokum, dóti og drasli, sem hún svaf á. Til að hita sér kaffi og þessháttar var hún með þríkveikjuolíuvél og lét hana kynda svo mikið að allt fylltist af ósi. Þegar hún var alveg komin að því að kafna, opnaði hún fram á ganginn. Þá steig reykurinn um allt hús, og urðu þær Magdalena og Margrét oft að opna út á svalirnar á efri hæðinni til að hleypa stækjunni út. Mamma þeirra fékk einu sinni einkennilegan hósta sem var þá bara reykeitrun frá Mössu gömlu. Krakkarnir voru oft að hrekkja hana kerlingargreyið, bönkuðu á hurðina og hlupu svo burtu. Margrét stóð í þeirri meiningu þegar hún var lítil, að ef Mössu tækist að tæla hana inn, kæmist hún aldrei út aftur. Bjarnaborg - Barnaborg Bæjarmyndin hefur mikið breyst á þeim rúmlega 80 árum síðan Bjarnaborg var byggð í útjaðri bæj- arins með útsýn yfir sundin. Nú hímir hún hnípin við hlið stein- steyptra nágranna sem tímans tönn fær ekki unnið á. En þó fötin séu slitin og líkaminn farinn að hrörna, dylst engum reisn þessa gamla húss. Þegar litið er um öxl í sögu Bjarnaborgar beinast augun fyrst að hinum gífurlega fólksfjölda sem hún rúmaði á öðrum og þriðja tug aldarinnar, þegar allt að helmingur íbúanna voru börn. Barnaborg var í rauninni réttnefni þessa aldna húss. Bjarna snikkara hefur varla grunað hversu margir Reykvíkingar áttu eftir að hrósa happi yfir að komast þangað í húsaskjól, á meðan hús- næðiseklan var sem mest á gelgju- skeiði Reykjavíkur. Húsið er nú farið að láta mikið á sjá eins og aðrir höfðingjar á sama aldri. Er það dæmt til að hrörna og falla eða fær það andlitslyftingu og ný skartklæði? SAGNIR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.