Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 42
mdd/^i ikiqi Anmnr. macicmimm aðeins hafa verið tímabundin styggð. Enda var Hitler enn aðeins að smala „týndum sauðurrT inn í Þýskaland. Hann boðaði enga heimsbyltingu nasista. Kröfur hans hljóðuðu aðeins upp á þann sjálf- sagða rétt að þýsku þjóðarbrotin ættu að tilheyra Þýskalandi. Ásetn- ingur hans átti ekkert skylt við heimsbyltingarboðskap kommún- ista. En hvað lá raunverulega til grundvallar þægð Morgunblads- ins gagnvart Hitlers-Þýskalandi? Hagsmunir íslands í veði Það kom nokkuð glöggt fram I Morgunblaöinu á þessum árum að forðast bæri að gefa Þjóðverjum nokkra átyllu til viðskiptalegra þvingana vegna fjandsamlegra skrifa. Stuttu eftir valdatöku Hitlers bar nokkuð á óspektum kommún- ista við þýsk kaupskip í íslenskum höfnum. Reyntvarað rífa niðurfána stjórnarinnar, hakakrossfánann. Fljótlega linnti óspektum þessum en meðan á þeim stóð gagnrýndi Morgunbladiö þær harðlega. Taldi blaðið að þarna væri að óþörfu verið að ögra Þjóðverjum. Gætti hræðslu um að þeir kynnu að grípa til ein- hverra hefndaraðgerða, td. við- skiptaþvingana. Á sama hátt taldi blaðið það hættulegt hagsmunum íslands, ef dagblöðin kynnu sérekki hóf í níðskrifum um Þýskaland. Hvort önnur blöð sinntu þessu skal ekki fullyrt en Morgunbladiö fylgdi þessari línu allvel. Á það sérstak- lega við um seinasta hluta tímabils- ins, þegar Tékkóslóvakíudeilan stóð sem hæst. Greinar um viðskiptamálin voru ekki margar en í ársbyrjun 1936 var lítillega fjallað um mikilvægi þeirra í grein er nefndist „Þýskalandsvið- skiptin". Var hún skrifuð í tilefni samningaumleitana Jóhanns Þ. Jósefssonar alþingismanns í Þýskalandi. Sagði þarma.: Þeim mun meiri markaði sem við missum, þeim mun meira áríð- andi verður það, að halda þeim sem eftir eru með öllum mögu- legum ráðum. Þjóðverjar hafa nú t.d. verið aðalkaupendur að síld- arafurðum okkar undanfarin ár. Þar hefir verið besti markaðurinn fyrir síldarlýsið, síldarmjölið, og ekki síst fyrir fiskimjölið okkar. Það má segja, að þessi markaður í Þýskalandi fyrir íslenskar afurðir er orðinn þjóðinni alveg ómiss- andi.21 Sagt var að togaraútgerðin hefði einnig notið góðs af Þýskalands- markaðnum. Sömu sögu mætti segja af landbúnaðinum, hefði td. talsvert af ull selst þangað. í lok greinarinnar var enn frekar ítrekað mikilvægi viðskiptanna: „Þegar þar við bætist að í Þýskalandi getum við notið mjög hagkvæmra kaupa á ýmsum nauðsynjavörum, er það sýnilegt hve mikið hagsmunamál það er okkur íslendingum að vel takist með viðskiptasamninga þessa.“22 í bókinni Ófriöur i aösigi segir Þór Whitehead sagnfræðingur að viðskiptasamningarnir við Hitlersstjórnina hafi verið óhag- stæðir íslendingum. Samt varðtals- verð aukning í viðskiptum landanna eftir valdatöku nasista.23 Vegna níðskrifa íslensku dag- blaðanna um Þýskaland, kemur þetta fram í bók Þórs: ,,Á árunum 1933-37 létu þýskir embættismenn oft brýrnar síga yfir framferði og skrifum íslendinga, þótt ekki reyndu þeir að nota viðskipti sín hér til að segja íslenskum stjórnvöldum fyrir verkum.“24 Það var ekki fyrr en I ársbyrjun 1938 sem Þjóðverjar breyttu um stefnu í þessum málum. Hér á landi varð Pjóöviljinn fyrstur til að egna Þjóðverja. Kom það í hlut Dr. Gúnters Timmermanns, ræðis- manns Þýskalands, að kvarta und- an níðskrifunum: Var Timmermann falið að til- kynna ríkisstjórn íslands, að það gæti „haft alvarlegustu afleiðing- ar í för með sér fyrir samskipti íslands og Þýskalands“, ef ekki yrði lát á slíkum hatursskrifum. Það leynir sér ekki hvað í hótun- um Þjóðverja fólst. Þeir vissu, hvernig þjarma mátti að íslend- ingum, svo að um munaði. Vöru- skiptin voru í höndum þeirra orðin að tæki til að hafa áhrif á íslend- inga.25 Hugboð Morgunblaösins reynd- ist þegar til kom ekki alveg út í hött. Morgunblaöinu reyndist þó auð- 40 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.