Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 80

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 80
FRELSI OG FRAMSÓKN þing undir handleiðslu konungs í þá daga, og nú tók skriffinnskubáknið málið til sín og þvældi því fram og aftur í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþingis 1847 og 1849. Þjóð- fundurinn var haldinn 1851 í stað reglulegs Alþingis, og þar lagði stjórnin fram frumvarp um verslun og siglingar. Heldur gekk frumvarp stjórnarinnar skemmra en óskir Al- þingis höfðu gert. Voru því gerðar á því verulegar breytingar í meðförum fundarins, og hafði Jón Sigurðsson forystu í því efni. Hann hélt fram ýtrustu kröfum um verslunarfrelsi, gegn öllum íhaldssömum úrtölu- röddum og efasemdum, sem helst komu frá hinum konungkjörnu þing- mönnum. Þjóðfundurinn samþykkti að jafn- rétti skyldi vera með öllum kaup- mönnum til verslunar á íslandi, hvort sem þeir væru þegnar Dana- konungs eður eigi, og að álögur á verslun skyldu vera sem minnstar. Raunar var skoðun Jóns sú að „engin óeðlileg álaga“ skyldi lögð á verslunina, en í nefnd fundarins um þetta mál sætti hann sig við lágt lestargjald á innflutning.12 Annað ágreiningsefni í verslunar- málinu var um verslunarstaðina, því leyfi þurfti til að versla á ákveðnum stöðum, og voru þingmenn sífellt að biðja um fjölgun þeirra. í þessu efni gekk Jón einnig inn á málamiðlun, þar sem nokkrum verslunarstöðum var gert hærra undir höfði en öðrum í tillögu þjóðfundar. Skoðun Jóns var hinsvegar sú, að í þessu efni ætti að ríkja algert frjálsræði, því eins og verzlunarstaðir leggjast sjálfkrafa í eyði, þegar þeir eru óþarfir og óhentugir, eins byggja þeir sig sjálfir upp, ef þeir eru á hentugum stöðum.13 Hið þriðja deilumál var sveita- verslunin. Alþingi fór fram á það 1845 að hverjum búandi manni væri heimilt að fá leyfi til að versla utan verslunarstaða. Mjög voru skiptar skoðanir um málið og var það fyrst og fremst framgöngu Jóns Sigurðs- sonar að þakka að þetta atriði marðist í gegn. Röksemd hans var sú, að allir hlytu að vera sammála um það, að verslunin væri handa landinu, en ekki einungis handa kaupstöðum eða kaupmönnum. En eigi nú verzlunin að verða landinu að fullum notum, þá verð- ur henni að vera svo fyrir komið, að hún verði alþýðu sem hag- kvæmust, og það getur hún ekki orðið til hlítar nema sveitaverzlun sé leyfð .. ,14 Samþykktin í þessu máli 1845 reyndist þó skammgóður vermir, því 1849 kolfelldi Alþingi óskir um verslun utan verslunarstaða. Þess má geta að Jón Sigurðsson komst ekki til þings í tæka tíð til að taka þátt í umræðu um málið, og ekki tókst honum að reisa það við á þjóðfund- inum 1851. Þótti honum það súrt í broti, og síðar ritaði hann Eiríki Magnússyni í Englandi svo um við- horf landasinna: þeir þurfa 20 ár til að snúa sér við í þess háttar efnum.... eru þeir líka hræddir við orðið „land- práng“, því að þeir hafa nú heyrt það um 600 ár, að það væri svo Ijótt.. ,15 Loks var eitt álitamál enn. Það hvort banna ætti erlendum kaup- mönnum fiskveiðar við landið, en rétt til þess höfðu aðeins íbúar Danaveldis. Afstaða Jóns í þessu var enn hin frjálslegasta. Hann taldi einkennilegt að banna þeim sem versluðu við landsmenn, að veiða fiskinn við landið, en gera ekkert í því að stugga við öðrum þjóðum sem engin viðskipti hefðu við lands- menn en lægju hundruðum saman á straumum íslands. Því væri það „ósamkvæmt og óviðfeldið, að nokkrir fari slíkra hlunninda á mis, einmitt af þvi að þeir hafa viðskipti við landsmenn."16 í þessu sambandi má benda á, að fyrir Alþingi 1857 kom beiðni frá Frökkum um að fá aðstöðu á land- inu til fiskverkunar. Voru margir al- farið á móti þessu og var beiðninni hafnað. En jafnframt samþykkti Al- þingi stefnu í þessu máli, sem gekk út á að slíkt mætti leyfa að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Þau helstu væru að þau ríki opnuðu markaði sína fyrir íslenskum varn- ingi, án álaga, og að þau versluðu jafnframt við landsmenn. Þessi stefnumótun var mjög í anda Jóns, og bera seinni skrif hans um málið vott um það.17 í öllum greinum verslunarmálsins var stefna Jóns hin frjálslegasta og undantekningalaust í anda hinnar klassísku frjálshyggju. Af verslunarmálinu var það að segja, að ekki fór það viðnámslaust í gegnum hendur stjórnvalda. Stjórnin útbjó nýtt frumvarp sem gekk nálægt því sem samþykkt var Eskifjörður kringum 1835. Dæmigerdur islenskur verslunarstadur. Verslunar- hús, kaupför á firöinum og danskur fáni aö húni. 78 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.