Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 74
EF ÚNGIR MENN ...
Danskir sjóliðar um borð í varðskipinu Fyllu við íslandsstrend-
ur 1877. Tuttugu árum áöur en þessi mynd var tekin óskaöi
Danastjórn ettir íslendingum i flotann. Efþingiö 1857 heföi
samþykkt herboöiö má vera aö einhverjir íslendingar væru í
þessum hópi.
Fylla í Berufirði 1876eöa '77.
syni búfræðingi á Fitjum bréf, þar
sem hann benti á þá einu lausn,
sem hann sæi á vandanum.
Það stoðar ekki að hýla útur að
ekki séu verndaðar fiskiveiðarn-
ar, því það hvorki gera Danir né
geta fyr en í öðru lífi. Hér er eina
ráðið, meðan þetta líf stendur, að
fiska sjálfir með góðum skipum.
„Nóg er hafið að dífa í!“25
Staða íslands
í Norður-Atlantshafi
„ísland liggur vel fyrir Frakklandi ef
það skyldi vilja áflog við Engla með
Ameríku.“26 Þannig kemst áður-
nefndur Eiríkur Magnússon að orði í
bréfi til Jóns árið 1866. Staða ís-
lands í Evrópu hefur ekki síður haft
áhrif á valdajafnvægið í álfunni um
miðja 19. öldinaen húnersögðhafa
á valdajafnvægi stórveldanna í
Norður-Atlantshafi í dag.
Jón slær sjálfur á svipaða strengi
í bréfi til Eiríks fjórum árum seinna,
eða1870.
Allt af eru Danir að spekúlera upp
á að selja okkur Frökkum. Þeir
eru nú ekki kaupalegir sem
stendur, en hugsið þér til, ef svo
færi. Hvernig færum við þá að?
Haldið þér ekki, að Englendíngar
yrði að skrattanum, ef Frakkar
ætti að fá ísland? Það er víst, að
það gæti orðið þeim skæður bak-
stæðíngur. Það er nú reyndar
varla líklegt annað en að at-
kvæða yrði leitað, og atkvæði
fengi Frakkar sízt af öllum. En
ætli England vildi takast á
hendur ,,Forsvar“ okkar og
kröfur á hendur Dönum? Ef
þær væri drifnar vel upp, þá gæt-
um við staðið okkur vel við að
borga þeim gott „salarium“ 27
Það er ekki annað hægt að sjá en að
72 SAGNIR