Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 60
ÁSTMÖGUR ÞJÓÐARINNAR?
Þjóðhátíö 1874. Kristján konungur IX. sótti þá íslendinga heim en Jón Sigurdsson sat eftir i Höfn.
son hafi ort til Jóns en hvernig það
kvæði var.“10
í vísum Finns er að finna þann tón
sem einkennandi er fyrir þessi tæki-
færiskvæði til Jóns. Til gamans skal
síðasta erindið birt hér:11
Alþíng, er endur rís,
Ágætan vinni prís
Um fagurt Frón!
Fulltrúa hlaut þaö hér
Hann oss nú kveöja ber:
Farsælan hvar sem fer,
Faömi hann JÓN!
Finnur Magnússon (1781-1847),
þrófessor og leyndarskjalavörður,
orti til Jóns Sigurðssonar við tvö eða
þrjú önnur áþekk tækifæri. Það eitt
sér að maður eins og Finnur skuli
setja saman vísur til heiðurs Jóni er
í frásögur færandi. Finnur var þá
hniginn á efri ár og sagður „virðing-
armestur allra íslendinga í Dan-
mörku“. Af þessu einu má sjá hví-
líkrar virðingar Jón hafði aflað sér
þegar á öndverðum ferli sínum sem
stjórnmálamaður.
Fyrirgreiðslupólitík
Ef meta á ástæður er lágu að baki
þess mikla álits sem Jón Sigurðs-
son naut meðal þjóðarinnar er ekki
hægt að ganga framhjá þeim snún-
ingum sem hann innti af hendi fyrir
ótal landa sína. Ekki er annað að sjá
en að þetta kvabb hafi byrjað nokk-
uð snemma á Hafnarárum Jóns.
Hann var beðinn að sinna líklegustu
og ólíklegustu fyrirgreiðslum. Allt frá
að kaupa hárskraut fyrir eiginkonu
upp í að koma sjúkum undir læknis-
hendur og jafnvel að leggja út fé
með. Þessu virðist hann hafa sinnt
af stakri kostgæfni og þolinmæði án
þess að nokkru sinni sé vitað að
hann þægi fé fyrir. Lúðvík Kristjáns-
son hefur rannsakað þennan þátt í
lífi Jóns hvað gerst og því er rétt að
gefa honum orðið.
Langsamlega fæstir leita á vit
Jóns til þess að ræða við hann
um stjórnmál, tjá honum hug sinn
í því efni, veita honum bendingar
um baráttuaðferðir... Þeir eru
mörgum sinnum fleiri, sem koma
til hans með kvabb í ýmiss konar
myndum.... stundum nauða
ómerkilegt og jafnvel brosvert, en
í annan tíma aðkallandi og mikil-
vægt.12
Hvort sem Jón rækti erindi landans
af einskærri Ijúfmennsku eða ekki
þá er víst að það var sniðug pólitík.
Má ætla að mörgum manninum hafi
þótt erfitt, þó ekki væri nema sam-
viskunnar vegna, að neita undir-
skrift sinni á bænarskrá sem vitað
var að Jón hefði velþóknun á. (En
að fylgja eftir kröfum á þingi með
58 SAGNIR