Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 31
ALÞÝÐULEIÐTOGI OG AFTURHALD Það er ekki langt um liðið síðan Islendingar létu af fornum lífshátt- um sveitanna og settust að í bæj- um. Tæknivæðingin hefur verið ör og allur ytri aðbúnaður fólks hefur gerbreyst. En þótt landsmenn hafi verið fljótir að tileinka sér tækni vélaaldar, hafa þeir löngum átt erfitt með að sætta sig við eða skilja þá þróun sem hún óumflýjanlega hefur í för með sér. Hefur þetta misvægi hugmynda og veruleika verið áber- andi í stjórnmálalífi íslendinga, en sennilega hvað mest, árin milli stríða. í grófum dráttum mætti segja að þrjú meginöfl hafi tekist á í pólitíkinni á þessum tíma. Bændur, borgarar og launafólk. Framsóknarflokkurinn var svo til hreinn bændaflokkur lengst af, Alþýðuflokkurinn og kommúnistaflokkurinn (stofnaður 1930), voru launþegaflokkar, en Sjálfstæðisflokkurinn og forverar hans voru meginstoðir borgaranna. Þó var mikið um bændur og talsvert um verkamenn meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins.1 Það einkenndi stjórnmálalíf þessa tíma að enginn einn flokkur hafði nægan þingstyrk til að mynda starfhæfa stjórn á eigin spýtur2 Al- Þýðuflokkurinn var í oddaaðstöðu á þingi frá 1927-1938 og hafði um tvo nieginkosti að velja í því skyni að koma málum sínum fram. Annar þeirra var sá að styðja framsóknar- menn. Með þvf gat hann fengið nokkur stefnumála sinna gegnum þingið, en varð í staðinn að sam- Þykkja stefnu sem fólst í að fjölga bændum á kostnað verkafólks.3 ^inn möguléikinn var að styðja b°rgaraöflin til atvinnuuppbygging- ar í þéttbýlinu við strendur landsins. Sá hængur var á slíkri samvinnu að t’orgaraöflin stóðu andspænis verkafólki í kjarabaráttunni. Samt sem áður var ekkert því til fyrirstöðu að starfa með þeim að tilteknum verkefnum (Sogsvirkjun var dæmi um slíkt). Fyrri kosturinn fól í sér von um skárri lífskjör verkafólks í stöðnuðu samfélagi með bændur sem helstu valdastétt. Síðari kosturinn hlaut að leiða af sér fjölgun verkafólks, en jafnframt sterkari atvinnurekenda- stétt. En slík þróun hefði fært þungamiðju stjórnmálanna til sjáv- arsíðunnar og gefið verkafólki ein- hverja von um lausn frá fátæktinni í framtíðinni.4 Hvers vegna samstarf með framsóknarmönnum? Svo sem kunnugt er kaus Alþýðu- flokkurinn að halla sér að Fram- sóknarflokknum um margra ára skeið. Flokkarnir höfðu óbeina samvinnu framan af þriðja áratugn- um. Alþýðuflokkurinn veitti stjórn framsóknarmanna vinsamlegt hlut- leysi 1927-1930 og þessir aðilar mynduðu samsteypustjórn 1934.5 Eina meginástæðuna fyrir þessu má telja að þjóðlegir umbótamenn höfðu mikil áhrif í Alþýðuflokknum á þessum tíma og þeir voru því fylgj- andi að vinna með bændum. Jón Baldvinsson var helsti talsmaður þessara afla. Hann var bóndasonur frá ísafjarðardjúpi og ólst upp við sjósókn og landbúnaðarstörf, en fór í prentnám til Skúla Thoroddsens 15 ára gamall og dvaldi á heimili hans fram yfir tvítugt. Virðist sem sú mótun er hann varð fyrir í æsku hafi orðið svo djúptæk að hún hafi mark- að viðhorf hans til þjóðmála alla ævina. Þetta á ekki síst við um þau áhrif sem Jón varð fyrir af Skúla. Framan af árum var Jón eldheitur sjálfstæðismaður og væntanlega umbótasinnaður á sama grundvelli og Skúli. En jafnaðarmaður (sósíal- demókrat) var hann ekki.6 Nú bar það við á árunum 1915- 1916 að Jónas Jónsson frá Hriflu tók að hræra í verkalýðsmálum og hvatti ma. Ólaf Friðriksson til að hefja verkalýðsbaráttu í Reykjavík.7 Virðist mega draga þá ályktun af skrifum Jónasar í Rétti 1918, að stofnun verkalýðsflokks hafi aðeins verið liður í þeim áformum hans að stuðla að myndun þriggja flokka kerfis í landinu. Bendir hann á að hægrimenn og verkalýðssinnar muni ætíð takast á í bæjunum, og að flokkur bænda (miðflokkur) gæti notfært sér þessa sundrungu.8 Það má marka áhrif Jónasar af því að fyrsta stefnuskrá Alþýðuflokksins er merkilega lík fyrstu stefnuskrá Tím- ans sem Jónas samdi. Til að mynda segir í áðurnefndu baráttuplaggi verkalýðsins að vænlegasta meðal- ið gegn atvinnuleysi í bæjunum sé að efla búnaðarfræðslu.og búnað- artilraunir í sveitunum, en ekki er minnst á auknar framkvæmdir í bæjunum.9 Síðustu beinu afskipti Jónasar af málefnum Alþýðuflokks- ins voru svo þau að styðja óreynd- an, hófsaman prentara til forseta- embættis, Jón Baldvinsson.10 Enda fóru skoðanir þeirra að mörgu leyti saman. Forseti Alþýðuflokksins hafði lítið við það að athuga þótt landbúnað- urinn efldist á kostnað annarra at- vinnugreina, öðru nær. Hann studdi uppbyggingu landbúnaðar af heil- um hug og vonaði að hann grisjaði fjölda verkamanna sem mest til að draga úr atvinnuleysinu. Má finna fjölmörg dæmi um þetta viðhorf Jóns Baldvinssonar í Alþingistíð- indum frá þriðja áratugnum, og alþýðuleiðtoginn kórónaði þessa stefnu með flutningi frumvarps á þingi 1927 um nýbýli í sveitum. Þar væri lausnin fengin á atvinnuvanda verkamanna.11 Af þessu má ráða að Jón hafi verið gersneyddur því sem nefnt hefur verið stéttarvitund. Hann virtist ekki íhuga þann mögu- leika að fjölmennari bændastétt kynni að þrengja að hagsmunum verkafólks. Þó hefði Jóni átt að vera SAGNIR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.