Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 28
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST
■n
Sambandshúsiö við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Bygging hússins undir lok annars
áratugar þessarar aldar var Ijós vottur um sókn íslensku samvinnuhreyfingar-
innar um þaö leyti.
íslenzkra samvinnufélaga 3. hefti
1922. Var efni ritsins, eins og nafnið
gefurtil kynna, svarviðskrifum Páls
og Jónasar Þorbergssonar og vott-
orðunum þrem. Ekki voru allir á eitt
sáttir um ágæti nýja bæklingsins
frekar en Verzlunarólagsins. í /s-
lendingi var sagt svo frá honum:
Þessi nýi bæklingur B.Kr. [Björns
Kristjánssonar] er svo rökfastur
og gagnorður, að hann rífur ger-
samlega til grunna hrófatildur
það, sem Páll frá Einarsnesi slóg
upp úr veikum viðjum til varnar
Sambandinu, fyrir aðsúg þeim, er
að því beindist eftir útkomu fyrra
bæklings Björns, „Verzlunar-
ólagið“.28
Jónas Jónsson frá Hriflu sagði aftur
á móti um bæklinginn að hann væri
,,að mestu bragðdauf endurtekning
af hinum fyrri.“29
Þegar kom fram á árið 1923 töldu
samvinnumenn sig hafa vissu fyrir
því að bæklingar Björns hefðu verið
þýddir á ensku og dönsku, og til-
raunir gerðar til að koma þeim inn
hjá lánastofnunum í Englandi og á
Norðurlöndum, er Sambandið átti
skipti við.30 Ákvað því stjórn þess
að höfða mál fyrir meiðyrði og at-
vinnuróg um Sambandið. Þess var
krafist að mörg ummæli í bækling-
unum yrðu dæmd dauð og ómerk
og Björn dæmdur í þyngstu refs-
ingu, sem lög leyfðu, og til að greiða
Sambandinu hálfa miljón króna í
skaðabætur. Sumarið 1924 féll
dómur í undirrétti. Voru fáein atriði í
bæklingunum dæmd dauð og
ómerk, en að öðru leyti var Björn
sýknaður.
Hvorki Björn né forystumenn
Sambandsins vildu una þessum
málalokum; einkum voru sam-
vinnumenn óánægðir með niður-
stöðu dómsins. Áfrýjuðu því báðir
aðilar til hæstaréttar. Þar féll dómur
í málinu sumarið 1925 og var á
sömu lund og undirréttardómurinn,
nema hvað Björn var dæmdur í
hundrað króna sekt og til að greiða
Sambandinu tvö hundruð krónur í
málskostnað.31
Samvinnurekstur
eða frjálst framtak?
Deilurnar um samvinnuhreyfinguna
verður að skoða í Ijósi þeirra stjórn-
málaátaka er áttu sér stað á öðrum
og þriðja áratugnum. Hér var að
verki andstæðan milli sveitanna og
vaxandi þéttbýlis. Sjávarútvegur
var að vinna á, á kostnað landbún-
aðar sem höfuðatvinnugrein, og
sveitirnar voru að tapa forræði sínu
til bæjanna.
Aðdragandinn að deilunum var
sókn samvinnumanna á verslunar-
sviðinu á kostnað kaupmanna.
Kveikjan var hins vegar efnahags-
örðugleikarnir í byrjun þriðja áratug-
arins.
Deilan stóð fyrst og fremst um
hvort skyldi verða ofan á í verslun,
samvinnurekstur eða frjálst fram-
tak. Andstæðingar samvinnu-
manna töldu Sambandið höfuð-
óvininn, þe. heildsölu samvinnufé-
laga. Þeir töldu að því hefðu verið
veittar ívilnanir fram yfir aðra af
hálfu stjórnvalda og því ekki um
samkeppni á jafnréttisgrundvelli að
ræða. Stefnt væri að verslunarein-
okun samvinnufélaga.
Samvinnumenn töldu að kaup-
menn þyldu ekki samkeppnina við
samvinnufélögin og vildu því við-
halda eigin einokun á verslun
landsmanna. Þess vegna hefðu
þeir hafið árásir á samvinnuhreyf-
inguna.
Það kemur ekki á óvart að deil-
urnar skuli hefjast á Akureyri. Norð-
anlands stóð vagga samvinnu-
hreyfingarinnar og þar var hún
sterkust. Hins vegar vekur það
nokkra undrun hve samvinnulögin
runnu hljóðlaust gegnum þingið.
Það kann að stafa af því að þau voru
aðeins staðfesting á þeim reglum
sem samvinnuhreyfingin starfaði
eftir og lítið nýtt í þeim utan skatta-
ákvæðin. Með samvinnulögunum
tókst samvinnumönnum að sníða
hreyfingu sinni stakk eftir eigin höfði
og hafði það verulega þýðingu fyrir
samvinnufélögin, ekki síst skatta-
ákvæðin. Samvinnumenn stóðu því
með pálmann í höndunum, þrátt
fyrir aðför kaupmanna að hreyfingu
þeirra.
26 SAGNIR