Sagnir - 01.04.1985, Side 28

Sagnir - 01.04.1985, Side 28
FÉLAGSHYGGJA OG FRELSISÁST ■n Sambandshúsiö við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Bygging hússins undir lok annars áratugar þessarar aldar var Ijós vottur um sókn íslensku samvinnuhreyfingar- innar um þaö leyti. íslenzkra samvinnufélaga 3. hefti 1922. Var efni ritsins, eins og nafnið gefurtil kynna, svarviðskrifum Páls og Jónasar Þorbergssonar og vott- orðunum þrem. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti nýja bæklingsins frekar en Verzlunarólagsins. í /s- lendingi var sagt svo frá honum: Þessi nýi bæklingur B.Kr. [Björns Kristjánssonar] er svo rökfastur og gagnorður, að hann rífur ger- samlega til grunna hrófatildur það, sem Páll frá Einarsnesi slóg upp úr veikum viðjum til varnar Sambandinu, fyrir aðsúg þeim, er að því beindist eftir útkomu fyrra bæklings Björns, „Verzlunar- ólagið“.28 Jónas Jónsson frá Hriflu sagði aftur á móti um bæklinginn að hann væri ,,að mestu bragðdauf endurtekning af hinum fyrri.“29 Þegar kom fram á árið 1923 töldu samvinnumenn sig hafa vissu fyrir því að bæklingar Björns hefðu verið þýddir á ensku og dönsku, og til- raunir gerðar til að koma þeim inn hjá lánastofnunum í Englandi og á Norðurlöndum, er Sambandið átti skipti við.30 Ákvað því stjórn þess að höfða mál fyrir meiðyrði og at- vinnuróg um Sambandið. Þess var krafist að mörg ummæli í bækling- unum yrðu dæmd dauð og ómerk og Björn dæmdur í þyngstu refs- ingu, sem lög leyfðu, og til að greiða Sambandinu hálfa miljón króna í skaðabætur. Sumarið 1924 féll dómur í undirrétti. Voru fáein atriði í bæklingunum dæmd dauð og ómerk, en að öðru leyti var Björn sýknaður. Hvorki Björn né forystumenn Sambandsins vildu una þessum málalokum; einkum voru sam- vinnumenn óánægðir með niður- stöðu dómsins. Áfrýjuðu því báðir aðilar til hæstaréttar. Þar féll dómur í málinu sumarið 1925 og var á sömu lund og undirréttardómurinn, nema hvað Björn var dæmdur í hundrað króna sekt og til að greiða Sambandinu tvö hundruð krónur í málskostnað.31 Samvinnurekstur eða frjálst framtak? Deilurnar um samvinnuhreyfinguna verður að skoða í Ijósi þeirra stjórn- málaátaka er áttu sér stað á öðrum og þriðja áratugnum. Hér var að verki andstæðan milli sveitanna og vaxandi þéttbýlis. Sjávarútvegur var að vinna á, á kostnað landbún- aðar sem höfuðatvinnugrein, og sveitirnar voru að tapa forræði sínu til bæjanna. Aðdragandinn að deilunum var sókn samvinnumanna á verslunar- sviðinu á kostnað kaupmanna. Kveikjan var hins vegar efnahags- örðugleikarnir í byrjun þriðja áratug- arins. Deilan stóð fyrst og fremst um hvort skyldi verða ofan á í verslun, samvinnurekstur eða frjálst fram- tak. Andstæðingar samvinnu- manna töldu Sambandið höfuð- óvininn, þe. heildsölu samvinnufé- laga. Þeir töldu að því hefðu verið veittar ívilnanir fram yfir aðra af hálfu stjórnvalda og því ekki um samkeppni á jafnréttisgrundvelli að ræða. Stefnt væri að verslunarein- okun samvinnufélaga. Samvinnumenn töldu að kaup- menn þyldu ekki samkeppnina við samvinnufélögin og vildu því við- halda eigin einokun á verslun landsmanna. Þess vegna hefðu þeir hafið árásir á samvinnuhreyf- inguna. Það kemur ekki á óvart að deil- urnar skuli hefjast á Akureyri. Norð- anlands stóð vagga samvinnu- hreyfingarinnar og þar var hún sterkust. Hins vegar vekur það nokkra undrun hve samvinnulögin runnu hljóðlaust gegnum þingið. Það kann að stafa af því að þau voru aðeins staðfesting á þeim reglum sem samvinnuhreyfingin starfaði eftir og lítið nýtt í þeim utan skatta- ákvæðin. Með samvinnulögunum tókst samvinnumönnum að sníða hreyfingu sinni stakk eftir eigin höfði og hafði það verulega þýðingu fyrir samvinnufélögin, ekki síst skatta- ákvæðin. Samvinnumenn stóðu því með pálmann í höndunum, þrátt fyrir aðför kaupmanna að hreyfingu þeirra. 26 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.