Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 109
SÖGUFÉLAG
1902
SÖGUFÉLAG
1902
JARÐABÓK
ÁRNA MAGNÚSSONAR OG PÁLS VÍDALÍNS
I NÝRRI ÚTGÁFU
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá byrjun 18. aldar, sem gefin var
út af Hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn í 11 bindum á árunum 1913 —
1943, hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Fræðafélagið ákvað því að hefja
Ijósprentun þessa merka verks og eru fyrstu 7 bindin komin út og fleiri eru
væntanleg á næstunni. í tólfta bindi verður ma. atriðisorðaskrá við öll bindin.
Þegar Hið íslenska fræðafélag var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1912, var
strax ákveðið að gefa skyldi út Jarðabókina. Útgefandi fyrstu bindanna (1. —4. og
8. bindis) var Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur, og komu þau út á árunum
1913—1927. Eftir dauða hans tók Björn K. Þórólfsson, síðar skjalavörður, við
útgáfunni og gaf hann út 5., 6., og 9. bindi á árunum 1930—1938. Eftir það gaf
Jakob Benediktsson, síðar orðabókarritstjóri, út 7., 10. og 11. bindi á árunum
1940 og 1943 og lauk þar með útgáfunni. Af þessari útgáfu hefur 10. bindi verið
ljósprentað áður (1945).
I formála að 1. bindi, sem Bogi Th. Melsteð og Finnur próf. Jónsson skrifuðu,
segir ma. þetta um Jarðabókina, og eru þau orð í fullu gildi enn í dag:
,,Hún er hið langmerkasta heimildarrit, sem íslendingar eiga um landbúnað
sinn og efnahag. Hún er einstakt verk í sinni röð, rétt eins og Landnámabók á
meðal sögurita. Hún er hið fyrsta rit, sem hefur að geyma svo nákvæmar upplýs-
ingar um kvikfénað bænda, jarðir og býli á Islandi, að fá má af henni glögga
vitneskju um efnahag Iandsmanna og hvernig hver jörð var í byrjun 18. aldar.“
Söluumboð:
Sögufélag
Garðastræti 13 B
101 Reykjavík-Sími 14620
Pósthólf 1078 R 121