Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 38

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ OG NASISMINN Brúnstakkar. íslenskir þjódernissinnar fylkja liöi fyrirskrúðgönguna 1. mai 1935. gegn sjúkdómum, eins fer meö hvert þjóðfélag, sem á lífsþrótt og framtíðarelju. Kommúnisminn rússneski, stjetta haturspólitík sósíaldemókrata og svikaflækja Hriflunganna eru sjúkdómar, sem þjáð hafa þjóðina á undanförnum árum.5 Stjórnarliðið fékk oft óþvegn- ar kveðjur í Morgunblaöinu. ,,Rauðka“ var jafnmikið glapræði þótt kommúnistar stæðu utan hennar. Þegar upp var staðið ,,lykt- aði hún af vinstri villunni“. En nú var komin ný kjarkmikil hreyfing sem fleiri en Morgunblaöið áttu að hafa boðið velkomna. ,,Æska landsins og hin uppvaxandi kynslóð, hefir tekið hinni vaknandi þjóðernishreyf- ingu með mesta fögnuði."6 Þótt fyrirmynd hreyfingarinnar væri erlend kom það ekki að sök. Unga kynslóðin átti ekki að vera að glepjast á innfluttri stefnu. Þjóðern- iskenndin hefði alltaf búið í þjóðinni. Erfiðara reyndist að afsaka haka- krossinn. Samt var þáð reynt á barnslegan hátt: En hvernig svo sem starfsemi íslenskra þjóðernissinna verður háttað í framtíðinni, og hvort sem þeir bera það sem einskonar auglýsingu fyrir Eimskipafélag íslands eða til þess að benda á stjórnmálaskyldleika sinn við er- lendan flokk manna, þá er eitt víst, að Þjóðernishreyfing íslend- inga, sú hreyfing sem að því mið- ar, að verjast kommúnistískum sjúkdómum og erlendum niður- drepsáhrifum er sprottin úr al- íslenskum jarðvegi - af innlendri nauðsyn.7 Efnahagskreppan á fjórða ára- tugnum skerpti allsstaðar flokkalín- ur í stjórnmálum. Heima á Fróni kom þetta einnig vel í Ijós. Fylgi íslenskra kommúnista á þessum árum var allmikið, en þeir voru samt örverpið í íslenskum stjórnmálum uns Þjóðernishreyfingin var stofn- uð. Fylgi hennarvaralltaf óverulegt. En athyglisvert er að Morgunblað- ið skyldi leggja blessun sína yfir hana. Hafa ritstjórarnir tvímæla- laust séð í henni harðsnúið baráttu- tæki gegn kommúnistum. Hafi Sjálf- stæðisflokkurinn ígrundað að stofna einhverskonar baráttusveitir, þá var það ekki lengur nauðsynlegt. Ástæðan var fyrst og fremst sú að sjálfstæðisstefnan og þjóðernis- stefnan áttu sér sömu markmið, að koma kommúnistum á kné eða amk. að halda þeim í skefjum. Ári síðar var enn óbreytt viðhorf hjá Morgunblaðinu gagnvart þjóð- ernissinnum. Eftir frídag verkalýðs- ins, 1. maí 1934 var mjög lofsamleg frétt um fánalið þeirra: Fánalið Þjóðernissinna fórgöngu um bæinn í gær. Voru fjelagar í einkennisbúningum og um 120 talsins. Var þetta langglæsileg- asta fylkingin, - Gekk hún undir íslenskum fána og tveimur Þórs- hamarsfánum. Staðnæmdist fylkingin hjá barnaskóla Mið- bæjar og voru þar haldnar nokkr- ar ræður. Safnaðist þangað múg- ur og margmenni - langt um fleira heldur en að kommúnistum og jafnaðarmönnum.8 Þetta átti eftir að breytast. Hvenær það var er ekki hægt að greina nákvæmlega í blaðinu. Full vinslit blaðsins við þjóðernissinna voru amk. Ijós árið 1936. Þá voru skrif blaðsins orðin mjög andvíg flokki þjóðernissinna. í einni for- ystugreininni sem bar yfirskriftina „Nasablástur nazistanna“ var farið álíka fjandsamlegum orðum um hreyfinguna og notuð voru um kommúnista: Fult útlit er á, að flokkurinn, sem kennir sig við íslenskt þjóðerni, fari veg allrar veraldar hvað úr hverju. Má um það segja, að farið hafi fje betra. Þeir fáu vitibornu menn, sem upphaflega Ijetu glæpast á þessu flokksskrípi, eru flestir eða allir skildir við hann fyrir fult og alt. Eftir er fátt nema þess háttar fólk, sem enginn sæmileg- ur stjórnmálaflokkur vill vita af innan sinna vjebanda, samskon- ar dreggjar eins og þær sem ann- ars lenda í kommúnistahópnum.9 Fyrri samstaða gegn sameigin- legum andstæðingi var liðin. Þegar best lét höfðu þjóðernissinnar og sjálfstæðismenn boðið fram sam- eiginlegan lista í bæjarstjórnar- kosningunum 1934. Stefnubreyting gagnvart Þýskalandi var hins vegar engin. Morgunblaðið var aðeins að gera upp sakirnar við íslensku hreyfinguna. Þriggja ára reynsla af félagsskap þeirra sýndi að íslend- ingar voru ekki ginnkeyptir fyrir þessari stefnu. Hreyfingin var alltaf 36 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.