Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 88

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 88
MENNTUN - FORSENDA FRAMFARA OG FRELSIS væru hin miklu samskipti þeirra við embættismenn. Jón sagði að kjör og lífsmáti þessara tveggja hópa væri líkari á íslandi en víðast hvar annarsstaðar. Mikið vantaði þó á að þeir hefðu næga þekkingu á sínum eigin atvinnuvegi, og umbótaáhuga þeirra þyrfti að vekja. Vegna þessa væri mikilvægt að stofna bænda- skóla 23 Bændaskólar væru einnig nauðsynlegir til að veita bændum almenna menntun. Um miðja 19. öld hafði borgarastéttin víða náð völdum í nágrannalöndum íslend- inga. Þeim náði hún með verslun og iðnaði en undirstaðan var menntun hennar. Á íslandi voru borgarar mjög fáir og Jón var hlynntur fjölgun þeirra. En meðan borgarastéttina vantaði áttu bændur að koma í hennar stað. Til þess að þeir yrðu ekki eftirbátar annarra stétta á Alþingi þyrftu þeir almenna mennt- un. Bændaskóli, sem samsvaraði fullkomlega þörfum landsins, átti að mennta bændur á þann hátt ,,sem vér vildum kjósa bónda í landi voru“ sagði Jón. Ekki dygði að hann væri læs og skrifandi, heldur þyrfti hann einnig að vera vel máli farinn og geta komið hugsunum sínum á blað. Hann ætti ekki bara að kunna nokkuð úr sögu og landaskipan í veröldinni heldur einnig að þekkja eitthvað til reglna þeirra sem mann- legt samfélag byggir á, einkum laga eigin þjóðar.24 Jón var sannfærður um að fengju bændur aukna verklega menntun, mundi hagur þeirra og alls landsins blómgast. Jafnframt mundi aukin menntun, td. í íslenskum lögum, gera þá hæfari í það pólitíska hlut- verk sem Jón ætlaöi þeim. Bænd- urnir áttu að taka við stjórnartaum- unum úr dönskum höndum. í bréfi sem Jón skrifaði haustið 1852, sagði hann að menn ættu að ,,ólm- ast sem mest í búnaðarfélögum, bændaskólum og þessháttar“. Stjórnin tæki ekki hart á því, þótt „landið léki á þræði af ósköpum“. Með þessu fengist besti undirbún- ingurinn undiralmennt frelsi, „enda þótt maður hefði það pólitíska í hjá- verkum, eða léti svo.. ,“25 Forsendur fyrir auknu frelsi og framförum þjóðarinnar fólust í því að mennta íslenska bændastétt, að mati Jóns Sigurðssonar. Þeir áttu að vera sá landstólpi sem hægt var að byggja á. Það voru því bændur sem áttu að endurheimta sjálfstæði íslendinga, þeir áttu að bægja ,,fjandanum“ frá. Hin huldu öfl þjóð- arinnar voru bændum í blóð borin og þau vildi Jón Sigurðsson virkja. Þessi afstaða hans byggir á alda- gamalli sýn á íslenskt bændasam- félag. Þó að borgarmyndun væri að hefjast á íslandi, taldi Jón að bænd- ur mundu áfram gegna lykilhlutverki í þjóðfélaginu. Menntastefna Jóns Sigurðssonar Mikið vatn átti eftir að renna til sjáv- ar áður en skólahugmyndir Jóns Sigurðssonar urðu að veruleika og sumar náðu seint eða aldrei fram að ganga. Úr þeim má lesa tímana tvenna. Þar er að finna umbótatil- lögur sem vísa til nýrra þjóðfélags- hátta og afturhaldssamar skoðanir sem byggðar eru á ríkjandi þjóð- skipulagi. Um miðja öldina gerðu menn til- raunir til að setja á fót búnaðar- skóla, en þeir urðu allir skammlífir. Það var ekki fyrr en á níunda tug 19. aldar sem eiginlegir búnaðarskólar voru stofnaðir og þá var skipulag þeirra ólíkt því sem Jón hafði hugs- að sér. Um miðja öldina gerðu menn einnig tilraunir með sjó- mannaskóla. Ekki varð þó úr ráða- gerðum Jóns hvað varðar sjó- mannastéttina fyrr en með stofnun Stýrimannaskóla í Reykjavík árið 1891. Lagaskóli var ekki stofnaður fyrr en árið 1908, en Læknaskóli ár- ið 1876.26 Á seinni hluta 19. aldarog í upp- hafi þeirrar 20. varð menntun í þágu atvinnuveganna að raunveruleika. Stofnaðir voru íslenskir skólar fyrir bændur, sjómenn og embættis- menn. Jón Sigurðsson sá fram í tímann er hann setti fagmenntunina Fyrsla grein. Almcnnt. yfirlit. Augnamið skula. 1>ab eru einkum þvjú efni, sem oss Íslendíngum standa á mcstu ab útkijáö veröi bæöi íijútt og vcl: |>ab er al- ju'ngismáliö, skólamáliö og verzlunarmáliö. Undir J>ví Iivernig jiessi mál veröa kljáö, Irvcrnig jietta jiretint kemst á fdt, er aö niiklu leiti komin framför vor, og aö vísu þaö. livaö bráögjör lnin veröur. Alþíng á aö vekja og glæöa þjöölífiö og jijúöarandarin, skúlinn á aö tendra liiö andliga 1 jús , og liií andliga ad , og veifa alla ]iá jiekkíngu sem gjöra niá menn liæfiliga til fram- kvæmdar öllu gúöu, scm auöiö má vcröa, verzlunin á aö styrkja jijúöarafiiö líkamliga, færa velmegun í landiö, auka og bæta atvinnuvegi og bandiönir, og efia nieö Jn í aptur liiö andliga, svo jiaö vcröi á ný stofn annarra enn æöri og betri framfara og blúmgunar eptir j)ví sem tímar líöa fram. Um skóla á íslandi. Nafn á 100síöna grein eftirJón Sigurösson / Nýjum félagsrit- um 1842. Hérmá sjá upphaf greinarinnar. 86 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.