Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 86
MENNTUN - FORSENDA FRAMFARA OG FRELSIS
þeir stefna aö velferö landsins og
þjóöarinnar.9
íslenskur almúgi í huga Jóns Sig-
urðssonar voru bændur til sjávar og
sveita.10 í hans samtíð lifðu fáir ís-
lendingar eingöngu af sjónum,
flestir voru meö einhvern landbú-
skap. Jón var reyndar þeirrar skoö-
unar að landbúnaðurinn væri mikil-
vægari og stööugri atvinnugrein en
sjósóknin.11 Hann lagöi því áherslu
á aö stofnaðir yrðu sérstakir
bændaskólar fyrir þá sem vildu
yrkja jöröina.12
Lítiö var um kaupstaði og bæi á
íslandi um miöja síðustu öld. Borg-
arar voru fáir og því var erfitt að
stofna sérstaka skóla fyrir þá. Jón
Sigurðsson taldi mikilvægt að efla
borgarastéttina. Hann kom með til-
lögur um stofnun sjómannaskóla
handa stýrimönnum sem hann taldi
til borgara. Einnig lagði hann til að
kennsla í handiðnum, stýrimennsku
og kaupmennsku yrði í Lærða skól-
anum. Neðstu bekkir hans yrðu þá
handa þeim sem nema vildu borg-
araleg fræði auk þeirra er hygðust
taka stúdentspróf.13 Svipar þessari
hugmynd óneitanlega til fjölbrauta-
skóla nútímans.
Jón hafði ýmislegt til málanna að
leggja varðandi menntun embættis-
manna. Hann vildi að Lærði skólinn
héldi áfram að útskrifa stúdenta að
gömlum sið og hann var hlynntur
stofnun Prestaskólans. Jón lagði
ætíð áherslu á að fá innlenda
lækna- og lagaskóla.14 Hér var um
pólitískt mál að ræða. Jón taldi það
eina af frumforsendum fyrir endur-
heimt sjálfstæðis íslendinga að þeir
væru vel að sér í íslenskum lögum.
Til þess að fá íslenska lagamenntun
þyrfti innlenda kennslu.15 Óskir
Jóns um íslenska laga- og lækna-
skóla voru nátengdar gagnrýni
hans á nám íslendinga í Hafnar-
háskóla. Hann segir:
... Íslendíngar eru orðnir hændir
að þessari mjúku móður fremur
af atvikum tímanna og vegna
styrksins, heldur en af hinu, að
þeim sé skipað það eður lögboð-
ið... og þess var að vænta, að
hugarfar þeirra f íslendinga] og öll
ástundan mundi verða æskilega
dönskuleg; þetta hefir og fullkom-
lega rætzt.16
Á Alþingi árið 1845 gekkst Jón
fyrir bænarskrá um þjóðskóla
handa öllum íslensku atvinnustétt-
unum. Þessi bón var fyrst og fremst
um innlendan embættismanna-
skóla sem átti að útskrifa lækna,
lögfræðinga og presta. Almúginn
gat menntast í bændaskólum og
borgarar í Lærða skólanum. í þjóð-
skólahugmyndinni fólst því fyrst og
fremst beiðni um innlendan háskóla
fyrir verðandi embættismenn.17 Jón
neitaði því þó á Alþingi að hann væri
að biðja um háskóla inn í landið.
Hann sagði í þingræðu að
... einúngis | væri verið] að
benda á þá stefnu, sem þeirfsem
lögðu fram bænarskrána] hugs-
uðu beinasta, til þess að skólinn
gæti smámsaman komizt í það
horf, sem tími þessi og þarfir, og
efni og framför þjóðarinnar,
leyfðu og krefðu, svo að fullkom-
inn þjóðskóli gæti orðið settur á
stofn.18
Ósk Jóns um þjóðskóla var hálf-
dulbúin beiðni um háskóla. í henni
fólst þó einnig mótun menntastefnu;
krafa um að íslendingar fengju að
menntast á þjóðlegum grunni, eftir
þörfum hverrar stéttar.
Menntun án skólagöngu
Jón Sigurðsson var ákafur tals-
maður skólavæðingar á íslandi. Til-
84 SAGNIR