Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 71
EF ÚNGIR MENN ... Ónýti Dana Viö byrjum árið 1841, áriö sem Ný félagsrit komu fyrst út. Þaö þykir annars ekki minnisstætt ár í sögu Islands. Börn eru ekki látin muna þaö (nóg er af árum samt); þaö er ómerkt af stórviðburðum í sögubók- um enda viðburðasnautt eins og flest önnur. En þaö markaði tölu- verö kaflaskil í lífi íslendings í Kaup- mannahöfn og vegna þess aö saga hans er svo samofin sögu íslands á 19. öldinni, markaöi 1841 einnig svolítil kaflaskil fyrir þjóö hans. Þetta var áriö sem Jón Sigurðs- son hóf fyrir alvöru afskipti sín af stjórnmálum. Hann stóð þá á þrí- tugu og haföi komið til Hafnar aö læra málfræði án þess þó aö festa hugann við þaö nám sérstaklega. Þess í staö kynnti hann sér sögu Islands og undirbjó sig þannig undir stjórnmálabaráttuna og þaö er óhætt aö segja að hin mikla kunn- átta, sem hann haföi á málefnum Islands hafi komiö berlega í Ijós í fyrstu ritgerð hans í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita, og alltaf síöan. í þessari ritgerö, sem ber heitiö .,Um alþíng á íslandi", skammar hann Dani ma. fyrir að hafa ekki getað varið ísland á ófriðartímum og svo sé enn um hans daga. Jón fjallar um það í löngu máli hversu nauðsynlegt honum þykir aö hafa innlent fulltrúaþing í landinu og telur átta röksemdir máli sínu til stuön- ings. Þaö er í hinni fimmtu sem hann kemur aö ónýti Dana í varnarmál- urn. Hann segir: Ef aö eitt land á aö vera ööru háö aö öllu leyti, þá á það að minnsta kosti skilið að því sé veitt sú vernd og forsvar á móti öðrum, sem hver þegn á aö stjórninni. Þegar stjórnin sér ekki fyrir vernd lífs og eigna og réttinda þegna sinna, þá er hún ónýt stjórn, því hún gjörir ekki þaö sem henni er ætlað.2 Nú er ekki hægt aö sjá af þessu að Jón hafi haft stórkostlegar ahyggjur af varnarleysi landsins í sjálfu sér. Ástæðan fyrir því aö hann nefnir það yfirleitt er sú aö það er eitt af vopnum hans í baráttunni fyrir pólitískri sjálfsstjórn. Þess vegna er ekki hægt aö taka fullt mark á þess- ari gagnrýni Jóns á Dani. Honum er aö sjálfsögðu meira í mun aö fá inn- lent þing en að hér fyllist allt af dönskum hermönnum, sem ein- ungis myndu herða tök konungs á íslandi. Hann treystir heldur ekki Dönum og segir aö valt sé fyrir ísland aö vænta hjálpar frá þeim ef ófriö ber aö höndum því að einn daginn gæti svo farið aö Danir ,,verði meö þeim sem íslandi geta oröið hættulegastir“.3 Landvarnir og vopnaburður Tveimur árum seinnaeða árið 1843 víkur Jón aftur aö vörnum íslands í málgagni sínu Nýjum félagsritum. Greinin ber að þessu sinni heitið ,,Um verzlun á íslandi" og er löng, 127 síður, en fimm af þeim helgar hann varnarmálum. Hann skamm- ast út í þá framkvæmd að gera þjóö- ina vopnlausa eftir siðaskiptin og kennir því um aö flest gengi öfugt í landinu síöan og þaö yröi visið og dáðlaust sem strá fyrir vindi.4 Hon- um þykir þaö enginn kostur á mann- kyninu aö hver þjóö skuli vera ,,við- búin til varnar móti annarri, einsog móti villudýrum"5 en þaö er á hon- um aö heyra aö þaö sé töluvert hnignunarmerki aö ekki skulu vera hér á landi vopnum búin hreysti- menni. Því er og varla trúanda, aö blóö enna fornu kappa sé orðið svo þunnt í æðum niöja þeirra, sem nú lifa, aö þeim hitni ekki þegar þeir hugsa til að land þaö, sem forfeöur vorir voru búnir til aö verja með oddi og egg, skuli nú vera ofurselt hverjum sem hafa vill, fyrir ræktarleysi, tvídrægni og ragmennsku margra ættliða, sem hverr hefir verið öörum ónýtari, að kalla má, þegar vernda skyldi gagn landsins og verja réttindi þess og frelsi.6 Hann segir síöan aö viöbúið sé aö nokkrir verði á móti vörnum og vilji heldur ,,láta einn strokumann með fáeinum þorpurum vaöa ígegnum heil héruö óhindraðan eins og dæmi hafa gefizt“7 en vonandi eru þeir þó færri, segir Jón, sem hugsa á hinn veginn. Þá ræöir hann um hentugt fyrir- komulag varna og því er hægt aö skipta í þrjá liði. í fyrsta lagi telur Jón aö ekki þurfi aö óttast aðsóknir af miklum her í einu, ef svo brynni viö að ráöist yrði á landið, og því þurfi aðeins fastar varnir á einstöku stöö- um, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komiö. í ööru lagi yröi aö vera hægt að draga saman flokk manna á skömmum tíma hvar sem líklegt væri aö lagt yröi aö landi, en ef óvinir kæmust á land yröi í þriöja lagi að vera hægt að reisa þeim far- artálma ,,og skjóta mætti á þá nær undan hverjum steini“8 Þetta er í eina skiptið, sem Jón talar á ein- hvern hátt um fyrirkomulag varna á íslandi. Skorturinn á vopnum og vopn- færum mönnum fer mjög fyrir brjóstiö á Jóni og aðdáun hans á því sem kalla mætti hermennsku í smá- um stíl til uþpbyggingar þjóðarstolti, leynir sér ekki. í þessari sömu rit- gerö hvetur hann unga menn til aö stofna skotvarnarlið. Ef úngir menn tæki sig saman um aö eignast góöar byssur meö góöum aðbúnaði öðrum, og hverr keþþtist viö annann aö læra sem bezt aö skjóta og fara meö byss- ur... þá virðist mér líkindi til aö skotvarnarlið mætti komast á fót svo hæglega, aö menn fyndi varla til kostnaðarins, og væri þá hægt að taka til slíkra manna hvenær sem viö lægi. Þaö er al- kunnugra enn frá þurfi að segja, hversu mjög þaö dirfir menn og hvetur, aö kunna aö fara meö voþn, og aö sama skapi mundi þaö lífga þjóöaranda og hug manna, að vita, að sá liðskostur SAGNIR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.