Sagnir - 01.04.1985, Side 80
FRELSI OG FRAMSÓKN
þing undir handleiðslu konungs í þá
daga, og nú tók skriffinnskubáknið
málið til sín og þvældi því fram og
aftur í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar
óskir Alþingis 1847 og 1849. Þjóð-
fundurinn var haldinn 1851 í stað
reglulegs Alþingis, og þar lagði
stjórnin fram frumvarp um verslun
og siglingar. Heldur gekk frumvarp
stjórnarinnar skemmra en óskir Al-
þingis höfðu gert. Voru því gerðar á
því verulegar breytingar í meðförum
fundarins, og hafði Jón Sigurðsson
forystu í því efni. Hann hélt fram
ýtrustu kröfum um verslunarfrelsi,
gegn öllum íhaldssömum úrtölu-
röddum og efasemdum, sem helst
komu frá hinum konungkjörnu þing-
mönnum.
Þjóðfundurinn samþykkti að jafn-
rétti skyldi vera með öllum kaup-
mönnum til verslunar á íslandi,
hvort sem þeir væru þegnar Dana-
konungs eður eigi, og að álögur á
verslun skyldu vera sem minnstar.
Raunar var skoðun Jóns sú að
„engin óeðlileg álaga“ skyldi lögð á
verslunina, en í nefnd fundarins um
þetta mál sætti hann sig við lágt
lestargjald á innflutning.12
Annað ágreiningsefni í verslunar-
málinu var um verslunarstaðina, því
leyfi þurfti til að versla á ákveðnum
stöðum, og voru þingmenn sífellt að
biðja um fjölgun þeirra. í þessu efni
gekk Jón einnig inn á málamiðlun,
þar sem nokkrum verslunarstöðum
var gert hærra undir höfði en öðrum
í tillögu þjóðfundar. Skoðun Jóns
var hinsvegar sú, að í þessu efni
ætti að ríkja algert frjálsræði, því
eins og verzlunarstaðir leggjast
sjálfkrafa í eyði, þegar þeir eru
óþarfir og óhentugir, eins byggja
þeir sig sjálfir upp, ef þeir eru á
hentugum stöðum.13
Hið þriðja deilumál var sveita-
verslunin. Alþingi fór fram á það
1845 að hverjum búandi manni væri
heimilt að fá leyfi til að versla utan
verslunarstaða. Mjög voru skiptar
skoðanir um málið og var það fyrst
og fremst framgöngu Jóns Sigurðs-
sonar að þakka að þetta atriði
marðist í gegn. Röksemd hans var
sú, að allir hlytu að vera sammála
um það, að verslunin væri handa
landinu, en ekki einungis handa
kaupstöðum eða kaupmönnum.
En eigi nú verzlunin að verða
landinu að fullum notum, þá verð-
ur henni að vera svo fyrir komið,
að hún verði alþýðu sem hag-
kvæmust, og það getur hún ekki
orðið til hlítar nema sveitaverzlun
sé leyfð .. ,14
Samþykktin í þessu máli 1845
reyndist þó skammgóður vermir,
því 1849 kolfelldi Alþingi óskir um
verslun utan verslunarstaða. Þess
má geta að Jón Sigurðsson komst
ekki til þings í tæka tíð til að taka þátt
í umræðu um málið, og ekki tókst
honum að reisa það við á þjóðfund-
inum 1851. Þótti honum það súrt í
broti, og síðar ritaði hann Eiríki
Magnússyni í Englandi svo um við-
horf landasinna:
þeir þurfa 20 ár til að snúa sér við í
þess háttar efnum.... eru þeir
líka hræddir við orðið „land-
práng“, því að þeir hafa nú heyrt
það um 600 ár, að það væri svo
Ijótt.. ,15
Loks var eitt álitamál enn. Það
hvort banna ætti erlendum kaup-
mönnum fiskveiðar við landið, en
rétt til þess höfðu aðeins íbúar
Danaveldis. Afstaða Jóns í þessu
var enn hin frjálslegasta. Hann taldi
einkennilegt að banna þeim sem
versluðu við landsmenn, að veiða
fiskinn við landið, en gera ekkert í
því að stugga við öðrum þjóðum
sem engin viðskipti hefðu við lands-
menn en lægju hundruðum saman
á straumum íslands. Því væri það
„ósamkvæmt og óviðfeldið, að
nokkrir fari slíkra hlunninda á mis,
einmitt af þvi að þeir hafa viðskipti
við landsmenn."16
í þessu sambandi má benda á, að
fyrir Alþingi 1857 kom beiðni frá
Frökkum um að fá aðstöðu á land-
inu til fiskverkunar. Voru margir al-
farið á móti þessu og var beiðninni
hafnað. En jafnframt samþykkti Al-
þingi stefnu í þessu máli, sem gekk
út á að slíkt mætti leyfa að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum. Þau
helstu væru að þau ríki opnuðu
markaði sína fyrir íslenskum varn-
ingi, án álaga, og að þau versluðu
jafnframt við landsmenn. Þessi
stefnumótun var mjög í anda Jóns,
og bera seinni skrif hans um málið
vott um það.17
í öllum greinum verslunarmálsins
var stefna Jóns hin frjálslegasta og
undantekningalaust í anda hinnar
klassísku frjálshyggju.
Af verslunarmálinu var það að
segja, að ekki fór það viðnámslaust
í gegnum hendur stjórnvalda.
Stjórnin útbjó nýtt frumvarp sem
gekk nálægt því sem samþykkt var
Eskifjörður kringum 1835. Dæmigerdur islenskur verslunarstadur. Verslunar-
hús, kaupför á firöinum og danskur fáni aö húni.
78 SAGNIR