Sagnir - 01.06.1992, Page 58

Sagnir - 01.06.1992, Page 58
landi en nítjándualdarskáldverkin en ekki slitið ævintýrafjöðrina úr hatti þess. Eitt er víst að með mörgum les- enda Nonnabóka kviknaði þorsti til ís- landsfarar sem enn hefur ekki verið svalað til fulls. Flótti frá siðmenningunni Svo virðist sem söguheimurinn hafi átt mestan þátt í því að lokka Þjóð- verja til eyjarinnar norðlægu á þess- um árum. Svo var um skiptinemana og norrænufræðingana sem héldu uppi íslandsvinafélaginu „Vereinig- ung der Islandfreunde" og marga fleiri. Jafnvel þeir, sem enga menntun höfðu í norrænum fræðum en komu hingað til náttúruskoðunar, höfðu sögurnar með í farteski hugans. List- málarinn Theodor Wedepohl, sem hingað kom sumarið 1926 vopnaður penslum og striga, spurði sjálfan sig að því hvort það hafi verið „bernsku- ást sín á norrænum sagnaheimi" sem dró hann til íslands.6 Þegar fjall- göngumaðurinn Max Ebeling stóð á tindi Eyjafjallajökuls bjarta vornótt og virti fyrir sér fjallasýnina þótti honum sem „opnaðist í logum Val- höll, himnaskáli Óðins með sínum gullnu þökum.“7 Önnur ástæða þess að Þjóðverjar lögðu land undir fót og sóttu ísland heim á ekki síður við í dag en þá: flótti frá siðmenningunni.8 Þéttbýli hafði vaxið hraðar í Þýskalandi en annarsstaðar. Þrengsli stórborga, þaulræktað land og þéttsetnar sveitir voru farin að þrúga íbúana, þar sem „hver blettur [var] nýttur, hvert engi útmælt eftir kúnstarinnar reglum, skógurinn ræktaður, árbakkar jafnað- ir og fegurstu fjallshlíðar þaktar skrauthýsum og görðum."9 Þessi flótti átti sér líka rætur í and- rúmslofti eftirstríðsáranna. Eftir eyðileggingu stríðsins, þar sem nú- tímatæknin hafði verið nrisnotuð svo eftirminnilega, tók fjöldi fólks að missa trúna á framfarir og nútíma. Það sem einstaka rithöfundar höfðu bent á áður fékk nú hljómgrunn meðal fólksins undir nafninu „sið- menningarsvartsýni“, Kulturpessimis- ntus. Andúð á borgum og borgara- legum lifnaðarháttum óx ásamt dýrk- un á sveit og hreinni náttúru. Fólk þráði að ganga ótroðna stigu í ósnortinni náttúru, burtu frá skarkala siðmenningarinnar. Hvaða land var heppilegra til þess en ísland með sveitum sínum og öræfum? Hér hefur ferðamaðurinn nýtt land, hér finnur hann enga veit- ingastaði, enga skála, næstum ekk- Alexandcr Jóhannesson háskólarektor menntaðist í Þýskalandi í upphafi aldarinn- ar. Hann var traustasti Þýskalandsvinur millistríðsárana á íslandi, var nt.a. formað- ur Germaníu um skeið og átti þátt í að beina straumi íslenskra námsmanna frá Danmörku til Þýskalands. Þegar íslandsv- inafélagið þýska rambaði á barmi gjaldþrots í verðbólguöngþveitinu Í922-23 stóð hann fyrir söfnun til þvi til styrktar meðal ís- lenskra Þýskalandsvina. ert fólk og ótruflaður af bílflauti, bensínfnyk og útvarpssuði getur hann látið stórkostlega náttúru ís- lands gagntaka líkama og sál.10 Svo ritaði þýskur göngugarpur árið 1930. Anna von Eckhel lýsti útþránni á nokkuð upphafinn hátt en jafnframt átakanlegar en nokkur annar: Thule! Að anda að sér sjávarlofti - stormlofti -, lind upprunalegs lífs! Þetta langþreytta, ringlaða stór- borgarfólk með sitt útslitna sálar- tetur - hjá mörgum þeirra er þetta land ekkert annað en bókmennta- legt mósaíkmynstur! - Þetta fólk sem býr svo fjarri, svo fjarri þess- um uppsprettum heilinda og heilsu, eins og tugthúslimurinn ber fangamarkið ber það í ásjónu sinni þrána eftir því týnda æskulandi, því óspjallaða landi sálarinnar — Thule, land mitt, hvar ertu?11 Ein ástæða íslandsheimsókna var enn þýskari í eðli sínu: göngugleðin. Margir þeirra sem hingað komu voru vanir Alpagöngumenn og komu framar öðru til að kynnast annars konar náttúru á tveimur jafnfljótum. Þjóðverjar örkuðu hér um fjöll og firnindi, oft á tíðum leiðir sem ís- lendingum dytti ekki í hug að fara nema brýnt erindi bæri til og þá alls ekki nema ríðandi. Þýskir stúdentar, sem hér námu norræn fræði, lásu að- eins á veturna en gengu gjarnan um landið á sumrin. Meðal þeirra voru Reinhard Prinz, Walter Lorenz og Hans Kuhn sem gengu saman norður yfir Kjöl 1923, fyrsta surnar sitt á ís- landi.12 Sex árum síðar gekk sá síðast- nefndi einn síns liðs yfir Sprengisand og var sá fyrsti sem hafði það af hjálparlaust, svo vitað sé. Tveir fs- lendingar höfðu reynt það á undan honurn en báðum þurft að bjarga.13 Tína mætti til fjölmarga þýska göngugarpa sem komu hingað ýmist aðallega til að ganga eða höfðu rann- sóknir á náttúru og norrænum fræð- um að meginmarkmiði. íslendingar: Gestrisnir og gáfaðir en góðir með sig Þjóðverjar sem gáfu sér tíma til að kynnast íslendingum uppgötvuðu fljótt að þjóðirnar voru um margt ólíkar í hugsun og háttum. Sumir þeirra gerðu tilraun til að lýsa þjóðar- sálinni með öllum sínum sérkennum en fleiri létu sér nægja að skjóta at- hugasemdum inn í ferðasögur sínar. Hér hafði auðvitað hver sína skoðun en um margt voru gestirnir sammála. Svo var um hrifningu þeirra á menntun og menningarstigi almenn- ings. Þeim þóttu íslendingar víðlesn- ir og vel að sér í heimsmálunum og bókasöfn heimilanna vöktu mikla að- dáun.14 “Bókafjöldinn úti um allt vakti furðu mína og einu sinni hitti ég jafnvel bónda sem hafði kennt 56 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.