Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 58

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 58
landi en nítjándualdarskáldverkin en ekki slitið ævintýrafjöðrina úr hatti þess. Eitt er víst að með mörgum les- enda Nonnabóka kviknaði þorsti til ís- landsfarar sem enn hefur ekki verið svalað til fulls. Flótti frá siðmenningunni Svo virðist sem söguheimurinn hafi átt mestan þátt í því að lokka Þjóð- verja til eyjarinnar norðlægu á þess- um árum. Svo var um skiptinemana og norrænufræðingana sem héldu uppi íslandsvinafélaginu „Vereinig- ung der Islandfreunde" og marga fleiri. Jafnvel þeir, sem enga menntun höfðu í norrænum fræðum en komu hingað til náttúruskoðunar, höfðu sögurnar með í farteski hugans. List- málarinn Theodor Wedepohl, sem hingað kom sumarið 1926 vopnaður penslum og striga, spurði sjálfan sig að því hvort það hafi verið „bernsku- ást sín á norrænum sagnaheimi" sem dró hann til íslands.6 Þegar fjall- göngumaðurinn Max Ebeling stóð á tindi Eyjafjallajökuls bjarta vornótt og virti fyrir sér fjallasýnina þótti honum sem „opnaðist í logum Val- höll, himnaskáli Óðins með sínum gullnu þökum.“7 Önnur ástæða þess að Þjóðverjar lögðu land undir fót og sóttu ísland heim á ekki síður við í dag en þá: flótti frá siðmenningunni.8 Þéttbýli hafði vaxið hraðar í Þýskalandi en annarsstaðar. Þrengsli stórborga, þaulræktað land og þéttsetnar sveitir voru farin að þrúga íbúana, þar sem „hver blettur [var] nýttur, hvert engi útmælt eftir kúnstarinnar reglum, skógurinn ræktaður, árbakkar jafnað- ir og fegurstu fjallshlíðar þaktar skrauthýsum og görðum."9 Þessi flótti átti sér líka rætur í and- rúmslofti eftirstríðsáranna. Eftir eyðileggingu stríðsins, þar sem nú- tímatæknin hafði verið nrisnotuð svo eftirminnilega, tók fjöldi fólks að missa trúna á framfarir og nútíma. Það sem einstaka rithöfundar höfðu bent á áður fékk nú hljómgrunn meðal fólksins undir nafninu „sið- menningarsvartsýni“, Kulturpessimis- ntus. Andúð á borgum og borgara- legum lifnaðarháttum óx ásamt dýrk- un á sveit og hreinni náttúru. Fólk þráði að ganga ótroðna stigu í ósnortinni náttúru, burtu frá skarkala siðmenningarinnar. Hvaða land var heppilegra til þess en ísland með sveitum sínum og öræfum? Hér hefur ferðamaðurinn nýtt land, hér finnur hann enga veit- ingastaði, enga skála, næstum ekk- Alexandcr Jóhannesson háskólarektor menntaðist í Þýskalandi í upphafi aldarinn- ar. Hann var traustasti Þýskalandsvinur millistríðsárana á íslandi, var nt.a. formað- ur Germaníu um skeið og átti þátt í að beina straumi íslenskra námsmanna frá Danmörku til Þýskalands. Þegar íslandsv- inafélagið þýska rambaði á barmi gjaldþrots í verðbólguöngþveitinu Í922-23 stóð hann fyrir söfnun til þvi til styrktar meðal ís- lenskra Þýskalandsvina. ert fólk og ótruflaður af bílflauti, bensínfnyk og útvarpssuði getur hann látið stórkostlega náttúru ís- lands gagntaka líkama og sál.10 Svo ritaði þýskur göngugarpur árið 1930. Anna von Eckhel lýsti útþránni á nokkuð upphafinn hátt en jafnframt átakanlegar en nokkur annar: Thule! Að anda að sér sjávarlofti - stormlofti -, lind upprunalegs lífs! Þetta langþreytta, ringlaða stór- borgarfólk með sitt útslitna sálar- tetur - hjá mörgum þeirra er þetta land ekkert annað en bókmennta- legt mósaíkmynstur! - Þetta fólk sem býr svo fjarri, svo fjarri þess- um uppsprettum heilinda og heilsu, eins og tugthúslimurinn ber fangamarkið ber það í ásjónu sinni þrána eftir því týnda æskulandi, því óspjallaða landi sálarinnar — Thule, land mitt, hvar ertu?11 Ein ástæða íslandsheimsókna var enn þýskari í eðli sínu: göngugleðin. Margir þeirra sem hingað komu voru vanir Alpagöngumenn og komu framar öðru til að kynnast annars konar náttúru á tveimur jafnfljótum. Þjóðverjar örkuðu hér um fjöll og firnindi, oft á tíðum leiðir sem ís- lendingum dytti ekki í hug að fara nema brýnt erindi bæri til og þá alls ekki nema ríðandi. Þýskir stúdentar, sem hér námu norræn fræði, lásu að- eins á veturna en gengu gjarnan um landið á sumrin. Meðal þeirra voru Reinhard Prinz, Walter Lorenz og Hans Kuhn sem gengu saman norður yfir Kjöl 1923, fyrsta surnar sitt á ís- landi.12 Sex árum síðar gekk sá síðast- nefndi einn síns liðs yfir Sprengisand og var sá fyrsti sem hafði það af hjálparlaust, svo vitað sé. Tveir fs- lendingar höfðu reynt það á undan honurn en báðum þurft að bjarga.13 Tína mætti til fjölmarga þýska göngugarpa sem komu hingað ýmist aðallega til að ganga eða höfðu rann- sóknir á náttúru og norrænum fræð- um að meginmarkmiði. íslendingar: Gestrisnir og gáfaðir en góðir með sig Þjóðverjar sem gáfu sér tíma til að kynnast íslendingum uppgötvuðu fljótt að þjóðirnar voru um margt ólíkar í hugsun og háttum. Sumir þeirra gerðu tilraun til að lýsa þjóðar- sálinni með öllum sínum sérkennum en fleiri létu sér nægja að skjóta at- hugasemdum inn í ferðasögur sínar. Hér hafði auðvitað hver sína skoðun en um margt voru gestirnir sammála. Svo var um hrifningu þeirra á menntun og menningarstigi almenn- ings. Þeim þóttu íslendingar víðlesn- ir og vel að sér í heimsmálunum og bókasöfn heimilanna vöktu mikla að- dáun.14 “Bókafjöldinn úti um allt vakti furðu mína og einu sinni hitti ég jafnvel bónda sem hafði kennt 56 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.