Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 71

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 71
jaxlinn og hélt utan til höfuðborgar Danaveldis með stórbrotna drauma í farangrinum.1 Hafði engan dreymt slíkan draum fyrr hér uppi á eyjunni köldu? Nokkrir íslendingar máluðu á 19. öldinni og stunduðu iðju sína hér á landi. Sigurður Guðmundsson og Arngrímur Gíslason eru dæmi um það. En það var eins og samfélagið á 19. öld væri of máttvana til að halda uppi íslenskum listamönnum. Arn- grímur málari lifði ekki nema að tak- mörkuðu leyti af myndlistinni. Hann var sundkennari, bókbindari og smá- búskap stundaði hann síðustu ár ævi sinnar.2 Og sumir samtímamenn Sig- urðar málara létu í það skína eftir lát hans að þjóðin ætti vissa sök á því að hann veslaðist upp „ískaldur undir tuskum og aleinn. Hefur það lifað í minni þjóðarinnar sem dæmi um hvernig Islendingar tóku á móti hon- um og öðrum listamönnum á 19. öldinni. Á íslandi vantaði því greinilega alla myndlistarhefð þegar fyrstu mynd- listarmennirnir, sem voru það að aðalstarfi, fóru að feta sig áfram í list- sköpun sinni. Þessir frumkvöðlar, með Einar Jónsson í fararbroddi, gátu því hvorki stuðst við eða unnið gegn neinni innlendri hefð eða list- stílum eins og aðrir evrópskir lista- menn. Þeir höfðu engan jarðveg til að pæla í. Siglt í kjölfar stráksins frá Galtafelli Þórarinn B. Þorláksson sigldi fyrstur manna í kjölfar Einars Jónssonar. Hann hélt utan í myndlistarnám 1895, nær þrítugur að aldri og þá mikils metinn bókbindari. Ásgrímur Jónsson fór einnig til Hafnar árið 1897, til að nema málaralist.4 Árið 1900 hélt Þórarinn fyrstu myndlistar- sýningu sem haldin hefur verið hér á landi, í húsi því sem hét „Glasgow", nálægt þar sem Vesturgata 5 er nú. Hann var síðan alkominn heim árið 1904. Ásgrímur Jónsson hélt þrjár sýningar í Reykjavík árin 1903, 1905 og 1907, en kom svo heim úr ferð til Italíu 1909 og starfaði hér eftir það. Einar Jónsson var lengur utanlands, lærði, vann og ferðaðist um Evrópu áður en hann kom heim í byrjun fyrra stríðs.5 Eftir að þessir menn höfðu brotið ísinn, fóru æ fleiri fslendingar að hætta sér út í jafn óhagnýtt nám og listnám hefur verið og er enn. Jón Stefánsson byrjaði að læra teikningu 1903. Jóhannes Sveinsson Kjarval fór til Lundúna 1911 til að læra að mála, eftir að hafa verið nokkur ár sjómað- ur á skútum, en hélt svo til Hafnar. Guðmundur Thorsteinsson, öðru nafni Muggur, Júlíana Sveinsdóttir, Krístín Jónsdóttir og Ríkarður Jóns- son voru öll nokkurn veginn á sama tíma í akademíunni í Höfn.6 Ýmsir fleiri bættust síðan í þennan hóp listamanna. Flestir komu þeir heim til Islands að loknu námi og það hefur sjálfsagt örvað marga sem áhuga höfðu til að halda út í heiminn að nema fagrar listir. Ef einhvern langaði til að læra myndlist var það ekki talið jafn furðulegt og áður. í Reykjavík fór síðan hægt og rólega að myndast hópur listamanna sem hvöttu og studdu við bakið hver á öðrum. Hlúð að gyðjunni En hvernig er hægt að skýra þetta „flÓð“ myndlistarmanna í upphafi aldarinnar? Á ýmislegt mætti benda eins og fjörkippinn sem Reykjavík og aðrir þéttbýlisstaðir þar sem hámenn- ing gat þrifist tóku á þessum árum. Einnig má benda á viðgang borgara- stéttarinnar og þar með þeirra sem efni höfðu á að kaupa myndir til að skreyta stássstofurnar. Hér verður ekki litið á þessar skýringar heldur kannað hvernig íslensk þjóðernis- hyggja og ættjarðarást opnaði mönn- um leið til að mennta sig í myndlist og starfa við listsköpun hér á landi. Þjóðemishyggjan var við lok 19. aldar farin að brjóta sér nýjan farveg. Þeir sem studdu Valtýskuna svoköll- uðu lögðu til dæmis meiri áherslu á verklegar framfarir á íslandi en bar- áttuna fyrir sjálfstæði íslendinga með skírskotun í sögulegan rétt þjóðar- innar. Þetta var í anda þeirrar hagnýtu framfarastefnu sem var þá að ryðja sér til rúms.7 Hugmyndin var að íslendingar ættu að sýna sjálf- stæði sitt í verki. Þessi tegund þjóð- ernishyggju varð svo ríkjandi á fyrri hluta 20. aldar og kemur ágætlega fram í grein um skrautlist á íslandi eftir Kristján Albertsson. Þar talar hann um mikilvægi þess að listamenn séu gæddir ást til íslands. Hún „ein er nokkurs virði nú á dögum og ekki er fólgin í því að illyrðast við Dani, heldur í hinu að unna fremd og þró- un íslenskrar þjóðmenningar og vilja leggja henni lið sitt í verki.“8 Máttur og megin íslensku þjóðarinnar t steinsteypu yfir myndasmið og vcrk hans. Listasafn Einars Jónssonar nýbyggt og glœsilegt á Skólavörðuholtinu. SAGNIR 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.