Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 74
own country, where musical profíciency is too often only a display of feats of art, which have no reference whatever to the emotions which natural melody, is calculated to excite.8 Það skorti sem sagt eitthvað upp á hina fínni túlkun að mati bresku aðalsmannanna og átti það reyndar einnig við um orgelleik Magnúsar. Þrátt fyrir það var þetta ferðalöngunum kær- komin tilbreyting því hvergi annars- staðar heyrðu þeir leikið á hljóðfæri ef frá var talið „fiðlugarg" á böllum í Reykjavík. Mackenzie heldur því líka fram að Stephensenfjölskyldan sé sú eina á landinu sem iðki tónlistarflutning að nokkru marki og hefur hann það vafa- laust eftir Magnúsi. I það minnsta hafði landi hans, grasafræðingurinn Hooker, sem kom að Innrahólmi sumarið áður, eftir Magnúsi að nær enginn geti leikið af neinni leikni á langspil nema hann sjálfur og fjölskylda hans og dregur Hooker þá ályktun af þvi að langspils- leikur sé að leggjast af i landinu.9 Þótt varast beri að gleypa allt sem haft er eftir Magnúsi Stephensen um eigið ágæti hrátt, er líklegt að tónlistariðkunin að Innrahólmi hafi stuðlað að öflugra tón- listarlífi í landinu, i það minnsta á meðal heldri stéttarinnar. Sveinbjörn Egilsson var t.d. til heimilis hjá Magnúsi frá 10 ára aldri uns hann fór utan til náms 1814 og hefur hann örugglega notið tónlistarlegrar uppfræðslu fóstra síns. I það minnsta hóf hann þverflautunám þegar til Kaupmannahafnar kom og stunduðu hann og herbergisfélagi hans Lárus Thorarensen (sonur Stefáns amt- manns og síðar sýslumaður í Skaga- fjarðarsýslu) flautuleikinn svo grimmt að þeir voru kærðir til garðsprófasts fyrir ónæði.10 Eiginkona Sveinbjarnar, Helga Benediktsdóttir, lék einnig dável á langspil og lærði hún það af Stephen- senfólkinu.11 Sú staðreynd að Stephen- senættin tengdist mörgum af helstu embættismönnum landsins á einhvern hátt gegnum mægðir gæti hafa stuðlað að auknum áhuga á hljóðfæraleik og eflaust hefur innflutningur kaupmanna á pianóum og fiðlum gert það að verkum að það þótti fínt að leika á hljóðfæri. Dæmi um það er að þegar Þorgrímur Tómasson gullsmiður og síðar ráðsmað- ur á Bessastöðum bað Ingibjargar Jóns- dóttur bar hún bónorðið undir Grím bróður sinn og taldi Þorgrími til hugsanlegra tekna að „hann dansar gott og spilar á fíól."12 Fiðlan og langspilið Islensku hljóðfærin tvö, langspil og fiðla, eru bæði ákaflega frumstæð strengjahljóðfæri. Fiðlan er eldri og er langspilið endurbætt útgáfa af henni. „Þad er Ijótt bædi ad heyra og sjá, þegar saungvarar kúga upp skræki á stangli med uppblásnum ædum á hofdi og ollu andliti af ofraun... en svo sem þetta er opt um of, svo erþað allt eins um van, þegar saungurinn verdur ad ólundar rauli í lægstu nótum. Annars vegar líktust þau fiðlunni talsvert að útliti nema hvað þau voru lengri og mjórri, hins vegar voru þau með útskoti eða litlum belg, svokallaðri „bumbu", á þeirri hlið sem snéri frá hljóðfæraleikaranum og var sú gerð mun algengari þegar kom fram á 19. öldina. Þá var langspilið að mestu búið að leysa fiðluna af hólmi og lagðist fiðluleikur af nema á einstaka svæðum, svo sem Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu.13 Um aldamótin 1800 var langspilsleikur enn að mestu bundinn við yfirstéttina. Hann þótti t.d. það fínn að Stephensenfjölskyldan stundaði hann af miklu kappi og Holland segir frá því að börn Magnúsar, Olafur og Þórunn, hafi leikið fyrir þá félaga á Iangspil og það alls ekki illa. Þeir höfðu reyndar aldrei séð neitt hljóðfæri í líkingu við langspilið en Holland segir að Bæði voru þau Iátin liggja á borði fyrir framan tónlistarmanninn sem lék á þau með boga með annarri hendi en hina hendina hreyfði hann eftir þeim streng er laglinan var leikin á. Á langspilum var gripbretti undir þcim streng sem hægt var að þrýsta strengnum niður á líkt og á gíturum og var þá tónninn skýrt afmarkaður en á hina strengina, sem venjulega voru tveir en gátu verið einn eða þrír, var leikið á án þess þeir væru snertir með vinstri hendi og þeir notaðir sem einskonar bassa- strengir. A fiðlunni var hins vega ekkert slíkt bretti og þurfti þvi að treysta á tón- eyrað ef leika átti á hana. Öfugt við langspilið var fingr- unum þrýst upp undir strengina og handarbakið á vinstri hönd látið hvíla á brún fiðl- unnar. Fiðlur höfðu 2-4 strengi og voru talsvert mismunandi að gerðum en flest- ar voru þær þó eins- konar aflangur kassi sem mjókkaði í annan endann. Á þeim endanum voru lyklar til að stilla hljóðfærið en á breiðari endanum voru strengirnir fest- ir með látúnsnögl- um. Enginn hljóm- botn var á fiðlunni og því hafði hún ekki rnikinn hljóm. Langspilin voru hins vegar aðeins af Fiðlur höföu 2-4 strengi og voru talsvert mismunandi að gerðum en flestar tveimur gerðum. voru þær þó einskonar aflangur kassi sem mjókkaði í annan endann. Sagnir 1996 - 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.