Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 49
M A R X ÍS K. TÁ L§.Ý N
Af ótta viö ólguna í Frakklandi létu belgísk stjórnvöld handtaka Karl Marx og vísa honum úr landi þann 24.
febrúar 1848.
ávarpsins við árið 1848 eða ræðir þar
um öreigabyltingu fjarlægrar framtíðar?
Þessi spurning tilheyrir í reynd mikil-
vægari spurningu sem lýtur að því hvort
eldskírn þessara ára orsaki hugmynda-
fræðilega endurskoðun Þýsku hugmynda-
jrœiinnar og Kommúnistaávarpsins. Niður-
staðan er skýr og sláandi.
Marx heldur fast við kenninguna
þegar hann ritar „Stéttabaráttuna í
Frakklandi 1848-1850." Þar leggur
hann áherslu á mikilvægi þess að
öreigum safnist lið úr öðrum stéttum
þjóðfélagsins. Hann færir þá skringilegu
skýringu að þann sigur hafi verka-
mennirnir aðeins getað „... keypt við
verði hins mikla ósigurs í júni.“44 Marx
spáir ennfremur fyrir um þróunina.
Hann telur að þegar öreigastéttinni hafi
verið rýmt af sviðinu, alræði borgara-
stéttarinnar hlotið almenna viður-
kenningu hljóti „... millistéttir hins
borgaralega þjóðfélags, eftir því sem kjör
þeirra urðu æ meir óþolandi og andstaða
þeirra við borgarastéttina skarpari, að
fylkja sér meir og meir um öreigana."45
Marx hvikar ekki frá kenningu Kommún-
istaávarpsins. Hins vegar virðist hann gera
sér fyllilega grein fyrir því að spádómur
ávarpsins var ótímabær. Hann spyr:
„Hvers vegna reis ekki öreigastétt Parísar
upp eftir 2. desember (1851). ... Ef
öreigarnir hefðu risið upp í alvöru hefði
borgarastéttin óðara lifnað við aftur,
sætzt við herinn og útvegað verka-
mönnunum nýjan júníósigur."46 Eða eins
og Marx segir í „Stéttabaráttunni": „Við
skilyrði þessarar almennu velmegunar, er
framleiðsluöfl hins borgaralega þjóð-
félags þróast svo ört sem framast er
mögulegt innan borgaralegs ramma,
kemur engin bylting til mála.“47
Fleira kemur til. Stéttakenning Marx
er meingölluð. Hún er gróf einföldun
félagslegs veruleika. Benda má á að hún
tekur ekki til hagsmunaárekstra innan
stétta sem, í mörgum tilfellum, geta haft
mikla stjórnmálalega og sögulega þýð-
ingu. Hætt er við að litið verði á ákv-
eðna þjóðfélagshópa sem sjálfstætt afl
og hagsmunir þeirra felldir að hagsmun-
um meginstéttanna. Aukinheldur er
ástæða til að óttast að ekki verði tekið
tillit til þeirra þjóðfélagshópa sem lenda
á milli hinna hefðbundnu stétta. Enn-
fremur er hætt við að greining sem
miðast eingöngu við hagfræðilegar for-
sendur hneigist til þess að fella hvers-
konar hagsmuni inn í það mót sem
meginstéttirnar mynda. Slík aðferða-
fræði uppfyllir ekki þær kröfur sem gera
verður til sagnfræði- eða stjórnmála-
fræðirannsókna. Eðlilegra og frjálslegra
er að ræða um þjóðfélagshópa. I ljósi
þessa kemur ekki á óvart að kenningin
hafi átt takmarkaða stoð í veruleikanum.
Sú óhjákvæmilega þróun sem stétta-
kenning Marx lýsir varð ekki að veru-
leika. I „Átjánda Brumaire Lúðvíks
Bónaparte" lýsir Marx því hvernig Lúð-
vík Bonaparte fleytir kerlingar á stétta-
andstæðum þjóðfélagsins.
Frakkland virðist hafa komist hjá
drottnun stéttar einungis til þess að
falla undir harðstjórn einstaklings,
að það sem meira er, undir drottnun
einstaklings án drottnunarvalds. Bar-
áttan virðist ráðast á þann veg að
allar stéttir, jafn getulausar og þögl-
ar, falla á kné frammi fyrir byssu-
skeftinu.48
Marx snýr ekki baki við kenning-
unni. Hann skýrir forsetakosningu Lúðv-
íks Napóeons Bonaparte á þann hátt að
hann hafi verið „... fulltrúi einnar stétt-
ar, raunar fjölmennustu stéttar franska
þjóðfélagsins, smábændanna."49 Ef hug-
að er að greiningu Marx á stétt smá-
bænda þá er ljóst að hann er samkvæmur
kenningunni. Marx leggur áherslu á að
þeir eru ekki tengdir hver öðrum með
margvislegum böndum. Framleiðslu-
aðferðir þeirra einangra þá og einangr-
unin eykst vegna hinna slæmu samgangna
í Frakklandi og fátæktar bændanna.
„Framleiðslusvið þeirra, smábýlið, leyfir
þeim enga verkaskiptingu, enga nytjun
vísinda, þar af leiðandi enga fjölbreytni í
þróun, enga tilbreytni hæfileikanna, enga
auðlegð félagslegra afstæðna."50 Texta-
brotið má túlka sem skýringu á því hvers
vegna smábændurnir fylkja ekki liði um
öreiganna. Vegna þess að samtök hinna
ýmsu landshluta tengdust ekki auðv-
eldlega eins og spáð var í Kommúnista-
ávarpinu og að hinar mörgu launadeilur
tengdust ekki og urðu að stéttabaráttu.
Marx er samkvæmur kenningunni í hinni
sagnfræðilegu greiningu.
Hið mikilvæga er að Marx lætur
hvergi deigan síga. Andstætt því sem
mætti ætla leggur hann áherslu á að
hinar efnislegu framfarir kapitalismans
séu framfaraskref sem muni á endanum
grafa undan arðráni og leiða til rétt-
látara þjóðfélags.51 Ljóst er að hann
heldur fast við þær kenningar sem hann
setur fram í Þýsku hugmyndafrœðinni og
49 - Sagnir 1996