Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 78

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 78
Gunnar Þór Bjarnason Sagnir, sagan og Umsögn um 15. og 16. árgang Sagna Frjósemi „Nú er það í heiminn borið og það er þitt lesandi góður og sögunema framtíðarinnar að kveða á um hvort það á skilið að eignast systkini eður ei.” Þessi orð er að finna í ritstjórnarpistli í fyrsta árgangi Sagna árið 1980. Síðan eru liðin 16 ár og ekki man ég hvort við sem komum blaðinu á fót hugsuðum svo langt fram í tímann. Tilvitnuð orð benda til þess að við höfum haft okkar efasemdir um að sögunemar gætu haldið úti ársriti. Þetta var heldur ekki fyrsta tilraunin í þá átt því nokkrum árum áður hafði komið út HasarblaSiS en þrátt fyrir æsilegt nafn eignaðist það engin systkini. En Sagna biðu önnur og merkilegri örlög. A hverju ári hefur bæst við systkinahópinn. Þau eru nú orðin 16 að tölu og frjósemin því orðin meiri heldur en hjá þeim Sigríði Auðunsdóttur og Ingveldi Jónsdóttur sem fyrir 150 árum eða svo stunduðu barneignir af kappi austur við Markarfljót og undir Mýrdalsjökli. Var þó frjósemi þeirra ærin eins og fólk getur lesið um í fróðlegri grein Ágústu Bárðardóttur í nýjasta árgangi Sagna. Foreldrarnir, ef við Eggert Þór Bernharðsson sem ritstýrðum fyrsta árganginum megum gerast svo djarfir að nefna okkur því nafni, ættu því að hafa ærna ástæðu til að vera stoltir. Ritið hefur dafnað vel og með árunum hefur umbrot og útlit ritsins orðið mun glæsilegra en það var í upphafi þannig að þegar maður ber saman fyrsta og 16. árganginn er vart hægt að verjast brosi. Þetta er eins og að bera saman Trabant og Mercedes Benz! Það hlýtur að teljast afrek hjá stúdentum í tiltölulega fámennri deild að halda úti svona vönduðu og myndarlegu ársriti og mér er til efs að nokkurt annað rit háskóla- stúdenta standist samanburð við Sagnir Á námsárum sínum komu Gunnar Þór Bjarnason og Eggert Þór Bernharðsson á fót tímariti sem hlaut nafnið Sagnir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og er því forvitnilegt að sjá hvernig tveir síðustu árgangar Sagna koma Gunnari fyrir sjónir. að þessu Ieyti. Upplagstölur eru með ólíkindum (samkvæmt upplýsingum á kápu er upplagið 1200 eintök) og ef aðstandendum ritsins tekst að selja yfir þúsund eintök er það ekki minna afrek en að koma ritinu út. Metnaðurinn sem liggur að baki Sögnum gæti þó reynst tvíeggjaður og hætt við því að sögunemar reisi sér hurðarás um öxl. Það hlýtur að vera ákveðin kvöð að koma ritinu út árlega. „Standardinn" er hár og ljóst að þeir sem taka að sér ritstjórn komast ekki upp með neitt fúsk. Mér hefur skilist að stundum hafi staðið á tæpasta vaði með útgáfu en alltaf hafa þó dugmiklir sögunemar staðist kröfurnar og álagið. Það ætti því að vera óhætt að slá því föstu að Sagnir hafi tryggt sig í sessi enda orðnar ómissandi í sagnfræðilegri um- ræðu og í bókaskápum sagnfræðinga og annarra fróðleiksfíkla. Þeir tveir árgangar sem hér verður fjallað um sóma sér vel í hinum stóra systkinahópi. Báðir eru þeir glæsilegir að ytra borði og í báðum má finna gagnmerkar og skemmtilegar greinar. Eg ætla fyrst að ræða um höfunda og efni, þá þema- umfjöllun í báðum árgöngunum og síðan aðrar greinar í hvorum árgangi fyrir sig. Ekki verður farið í saumana á hverri grein heldur stiklað á stóru og leitast við að draga fram aðalatriði. Sagnir 1996 - 78 Höfundar og efni Fjöldi ritgerða í árgöngunum tveimur er samtals 26, 12 í þeim fyrri og 14 í þeim síðari. Það er ekki ósvipaður fjöldi og oft hefur verið áður þótt stundum hafi greinarnar reyndar verið fleiri. Enginn höfundur á grein í báðum árgöngunum þannig að ekki virðist vera hörgull á fólki til að skrifa. Nokkrir þeirra hafa þó áður birt greinar í Sögnurn og eru þá ekki taldir með ellismellir eins og Hannes Hólmsteinn, Guðmundur Hálf- danarson og Eggert Þór. Þegar litið er á 16. árganginn sérstaklega vekur athygli að flestir sagnfræðinemanna sem þar eiga grein eru orðnir 25 ára eða eldri þannig að meðalaldur höfunda er nokkuð hár. Nú er þess auðvitað ekki að vænta að nýnemar ryðjist fram á rit- völlinn með látum en það ætti að vera óþarfi að bíða með það fram undir þrítugt. Mikill lærdómur og reynsla eru fólgin í því að birta eftir sig grein snemma og væri það ekki verðugt verk- efni fyrir ritstjóra að hvetja sögunema til að huga fyrr að birtingu greina í Sögnum? I báðum árgöngunum er efnisvalið nokkuð hefðbundið ef frá eru skildar sögulegar smásögur í 16. árganginum. 1994 eru flestar greinarnar frá seinni öldum eða 16., 17. og 19. öld auk þess sem þar eru nokkrar greinar í tilefni af lýðveldisafmælinu. 1995 eru miðaldir meira áberandi og þar eru líka tvær greinar um 20. aldar efni. Þemað í þeim árgangi er „skáldskapur og sagnfræði”. Fjallað verður sérstaklega um þemun hér á eftir. Fjölbreytt efnisval hefur oft verið aðalsmerki Sagna og svo er enn. Það hlýtur og að vera kappsmál útgefenda að höfða til sem flestra og skjóta þannig styrkari stoðum undir útgáfuna, með öðrum orðum að gera ritið vinsælla. Langflestar greinarnar byggja á frumrannsóknum. Ég held að í saman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.