Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 52
JDAfiFJMUR.8.YMBJ.Ö.RN5.§.Q.N.
Eftir byltingarnar í París 1848 var skelfilegt um að litast í borginni. Þessar byltingar voru prófsteinn á
kenningar Karls Marx.
ingarinnar eru reyndar mikilvægar. Það
er einfeldni að ímynda sér að stétta-
skipting þjóðfélagsins færi einhlítar
skýringar á margbreytileika þess. Æski-
legt er að líta svo á að kenningin kveði á
um að framleiðsluhættir ákvarði í
megindráttum, stjórnmál, lög, siðferði,
trú, list, og heimspeki. En greina verður
á milli hugmynda. Stjórnmál og lög eiga
öðru fremur efnislega rót en hið sama
gildir ekki um trúarbrögð og heimspeki.
Auk þess er það mikilvægt skilyrði bylt-
inga að hugmyndir geta orkað á forsend-
urnar sem skilyrða þær. Brotalamir
Kommúnistaávarpsins felast þó fremur í því
að það byltingarlíkan
sem Marx hafði í huga
var franska byltingin
1789, klassísk borgar-
aleg bylting. Völd
borgarastéttarinnar
uxu fram innan sam-
félagsgerðar lénsskip-
ulagsins á þann hátt
að borgarastéttin náði
smám saman efnahags-
legum undirtökum. Augljóst er að bylt-
ing öreiganna fellur ekki að slíku
mynstri. Bylting verkalýðsins er mun
flóknari og torsóttari af þeirri ástæðu að
verkalýðsstéttin styðst ekki við efnah-
agsleg undirtök borgarastéttarinnar. Auk
þessa er bylting verkalýðsins mun
róttækari. Stafar það af því að skilin á
milli valdatækja verkalýðsins og
borgarastéttarinnar eru mun skarpari en
sá greinarmunur sem var á valdatækjum
borgarastéttarinnar og fyrri „arðráns-
stétta". Og þar sem byltingarnar 1848
voru öðru fremur misheppnuð tilraun til
þess að koma á lýðræði má fremur líta á
atburðina sem þátt í þeirri þróunarsögu
sem hófst með frönsku byltingunni og
Fukuyama kennir við „endalok sög-
unnar".
Hvernig gæti marxisminn, sem hvergi
hefur komist til framkvæmdar, verið
upphaf eða endir allra kenninga. Marx-
ismi má muna sinn fífil fegri í kennilegri
rökræðu, en engu að síður er um að
ræða athyglisverða þjóðfélagssýn lið-
innar aldar og forvitnilega tilraun til
lausnar þeim þverstæðum sem einkenndu
marxíska sýn á þjóðfélag 19. aldar. Það
telst ekki djörf yfirlýsing að sú tilraun sé
misheppnuð og ófullkomin. Það sem er
e.t.v. athyglisverðara er að sumar þeirra
þjóðfélagslegu þverstæðna sem Marx
glímdi við á sínum tíma eru enn við lýði.
Marxisminn hefur að auki sett ævarandi
mark á hverskyns þjóðfélagsumræðu,
hugtökin lifa og hafa, í mörgum til-
fellum, borið uppi rökræðu síðari tíma.
í því tilliti er mikilvægt að sjóndeild-
arhringur kenningarinnar er þrengri en
hann var upphaflega. Það er ekki litið til
kenningarinnar sem rétttrúnaðar her-
skárra lausna sem slær botn í rökræður,
heldur fremur sem uppsprettu spurninga
og skoðanaskipta. I ljósi þess er þeirri
skoðun varpað fram að sögunni muni
ekki ljúka með öreigabyltingu og draum-
kenndri þjóðfélagssýn. Sýn Steins Elliða
á litlu sameignarríkin verður ekki heim-
færð á samfélag breyskra manna. Helgast
það af því að þjóðfélagsveruleiki og eðli
mannsins munu aldrei taka þeirri bylt-
ingu að undir fegurð himins ríki sam-
félag heilagra.
Þar sem byltingarnar 1848 voru öðru
fremur misheppnuð tilraun til þess að
koma á lýðræði má fremur líta á atburðina
sem þátt í þeirri þróunarsögu sem hófst
með frönsku byltingunni og Fukuyama
kennir við „endalok sögunnar“.
Sagnir 1996 - 52