Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 52

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 52
JDAfiFJMUR.8.YMBJ.Ö.RN5.§.Q.N. Eftir byltingarnar í París 1848 var skelfilegt um að litast í borginni. Þessar byltingar voru prófsteinn á kenningar Karls Marx. ingarinnar eru reyndar mikilvægar. Það er einfeldni að ímynda sér að stétta- skipting þjóðfélagsins færi einhlítar skýringar á margbreytileika þess. Æski- legt er að líta svo á að kenningin kveði á um að framleiðsluhættir ákvarði í megindráttum, stjórnmál, lög, siðferði, trú, list, og heimspeki. En greina verður á milli hugmynda. Stjórnmál og lög eiga öðru fremur efnislega rót en hið sama gildir ekki um trúarbrögð og heimspeki. Auk þess er það mikilvægt skilyrði bylt- inga að hugmyndir geta orkað á forsend- urnar sem skilyrða þær. Brotalamir Kommúnistaávarpsins felast þó fremur í því að það byltingarlíkan sem Marx hafði í huga var franska byltingin 1789, klassísk borgar- aleg bylting. Völd borgarastéttarinnar uxu fram innan sam- félagsgerðar lénsskip- ulagsins á þann hátt að borgarastéttin náði smám saman efnahags- legum undirtökum. Augljóst er að bylt- ing öreiganna fellur ekki að slíku mynstri. Bylting verkalýðsins er mun flóknari og torsóttari af þeirri ástæðu að verkalýðsstéttin styðst ekki við efnah- agsleg undirtök borgarastéttarinnar. Auk þessa er bylting verkalýðsins mun róttækari. Stafar það af því að skilin á milli valdatækja verkalýðsins og borgarastéttarinnar eru mun skarpari en sá greinarmunur sem var á valdatækjum borgarastéttarinnar og fyrri „arðráns- stétta". Og þar sem byltingarnar 1848 voru öðru fremur misheppnuð tilraun til þess að koma á lýðræði má fremur líta á atburðina sem þátt í þeirri þróunarsögu sem hófst með frönsku byltingunni og Fukuyama kennir við „endalok sög- unnar". Hvernig gæti marxisminn, sem hvergi hefur komist til framkvæmdar, verið upphaf eða endir allra kenninga. Marx- ismi má muna sinn fífil fegri í kennilegri rökræðu, en engu að síður er um að ræða athyglisverða þjóðfélagssýn lið- innar aldar og forvitnilega tilraun til lausnar þeim þverstæðum sem einkenndu marxíska sýn á þjóðfélag 19. aldar. Það telst ekki djörf yfirlýsing að sú tilraun sé misheppnuð og ófullkomin. Það sem er e.t.v. athyglisverðara er að sumar þeirra þjóðfélagslegu þverstæðna sem Marx glímdi við á sínum tíma eru enn við lýði. Marxisminn hefur að auki sett ævarandi mark á hverskyns þjóðfélagsumræðu, hugtökin lifa og hafa, í mörgum til- fellum, borið uppi rökræðu síðari tíma. í því tilliti er mikilvægt að sjóndeild- arhringur kenningarinnar er þrengri en hann var upphaflega. Það er ekki litið til kenningarinnar sem rétttrúnaðar her- skárra lausna sem slær botn í rökræður, heldur fremur sem uppsprettu spurninga og skoðanaskipta. I ljósi þess er þeirri skoðun varpað fram að sögunni muni ekki ljúka með öreigabyltingu og draum- kenndri þjóðfélagssýn. Sýn Steins Elliða á litlu sameignarríkin verður ekki heim- færð á samfélag breyskra manna. Helgast það af því að þjóðfélagsveruleiki og eðli mannsins munu aldrei taka þeirri bylt- ingu að undir fegurð himins ríki sam- félag heilagra. Þar sem byltingarnar 1848 voru öðru fremur misheppnuð tilraun til þess að koma á lýðræði má fremur líta á atburðina sem þátt í þeirri þróunarsögu sem hófst með frönsku byltingunni og Fukuyama kennir við „endalok sögunnar“. Sagnir 1996 - 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.