Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 13
Bretar hernámu ísland 10. maí 1940. Strax á hernámsdaginn varfariö að ræöa um samneyti reykvískra kvenna og hermanna.
Ungar stúlkur og erlendir
„gestir“
A heimsstyrjaldarárunum var æska
Reykjavíkur oft harðlega gagnrýnd. Hún
þótti m.a. vera of ginnkeypt fyrir erlend-
um áhrifum og leggja litla rækt við upp-
runa sinn og menningu þjóðarinnar. Hitt
þótti þó sýnu alvarlegra, ef æskulýðurinn
hafði beint samband við útlendingana.
Einkum lágu blómarósir bæjarins undir
ámæli fyrir slíka hegðan. Hinir eldri
höfðu af henni verulegar áhyggjur. Engu
var líkara en dætur höfuðstaðarins væru
upp til hópa í „ástandinu" sem svo var
kallað, hefðu svo náin kynni af setu-
liðinu að til vandræða
horfði. Gæfi stúlka sig
á tal við hermann lá við
að hún væri nánast sam-
stundis stimpluð portkona.8
Strax á fyrsta degi her-
námsins höfðu menn á því orð
að sumar stúlkurnar í Reykjavik
kynnu vart fótum sínum forráð. Rit
að var:9 „Ekki hafði hið breska herlið
verið fyrsta daginn til kvölds hér í
bænum, án þess augljóst væri að risið
hefði vandamál, sem full vansæmd er að
fyrir Reykjavík. Og það er framferði
götudrósanna. Svo freklega sneru þær sér
að þessum aðkomumönnum að bæði
dátunum og bæjarbúum ofbauð." Aug-
Ijóst þótti að ekki yrði hjá því komist að
grípa til ráðstafana yrði dvöl hermann-
anna í bænum löng, ráðstafana sem væru
áður óþekktar á Islandi „til þess að
stemma stigu fyrir ósiðsömu háttalagi
þessa vesalings kvenfólks." Bent var á
aðgerðir til úrbóta: „Mönnum hefur
dottið í hug að koma því þannig fyrir að
stúlkur þessar ættu á hættu að verða svo
auðkenndar að þær af þeim ástæðum
bættu ráð sitt.“ Slík útilokun úr „siðuðu
mannfélagi" þótti hins vegar ekki sam-
ræmast „mannúðarkröfum nútímans.“
Annað kom til álita: „Best væru þessir
aumingjar komnir á afskekktan stað, þar
sem vinna og strangur agi kenndi þeim
sjálfsvirðing. Þetta ætti að vera fram-
kvæmanlegt, þar eð hér er um mjög fá-
mennan hóp kvenfólks að ræða, sem þó
nægir til að varpa skugga á ekki stærri
bæ en Reykjavík." Oánægja með fram-
ferði ungra stúlkna í höfuðstaðnum
magnaðist næstu mánuði og ár. Víða var
skeggrætt um samskipti þeirra og her-
mannanna, og mikið um þau ritað.
Pískrað var um stúlkurnar og þær jafnvel
stimplaðar lauslætisdrósir af minnsta til-
efni. Svo virtist sem fólki þætti sjálfsagt
að leggja allt út á versta veg og vel
kryddaðar slúðursögur um hvaða smæstu
atvik fóru með Ieifturhraða um bæinn.
Sumir smjöttuðu á þessum sögum en
öðrum þótti þær alvörumál og áhyggju-
efni, ýmist af siðferðilegri vandlætingu,
þjóðlegum metnaði eða persónulegum
áhyggjum um þá sem voru þeim kærir, og
raunar stundum allt þetta til samans.10
Sumum ofbauð umræðan um dætur
höfuðstaðarins. Ung Reykjavíkurstúlka
ruddist fram á ritvöllinn miðsumars 1940
til þess að reyna að rétta hlut kvenn-
anna. Víst þótti henni ansi margar stúlk-
ur fara „á veiðar" á kvöldin til að krækja
sér í stráka og ekki datt henni í hug að
verja málstað þeirra og gjörðir. Hitt
vildi hún hins vegar benda á að hægt
var að kynnast hermönnum af
hreinni tilviljun án þess að leggja
snörur og slíkur kunningsskapur
gæti verið hreinn og heiðvirð-
ur. Þessu virtust alltof
margir líta framhjá. Fólk
virtist eiga erfitt með að
geta litið á hermennina sem einstaklinga
og það athugaði ekki að í jafn fjölmenn-
um hópi hermanna og var i Reykjavík
hlytu að vera allar manntegundir, „bæði
siðaðir og ósiðaðir, góðir og vondir
menn - en af því að það heyrir Ijótar
13 — Sagnir 1996