Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 17
.BLÓRMQfi.Q.lMOfiOLN.BQMBQRN.
Á hermannaböllum var fjöldi karlmanna I engu samræmi viö fjölda kvenfólks. Ýmislegt var reynt til þess aö laða konurnar aö.
fram sú skoðun þeirra aS þetta sé ekki
þess vert. Þess verður líka víða vart að
þótt sama stúlkan hafi haft mök við
fleiri en einn hermann í einu, finnst
henni þá fyrst sóma sínum misboðið,
er henni er boðin borgun. I stuttu
máli: - Islenskum konum er hvergi
nærri ljós munurinn á vændiskonunni
og óspilltu konunni. Þær virðast líta
svo á að merkjalínan þar á milli sé
fjárhagslegs eðlis. Kona, sem hefur
mök við fimm hermenn í sama skál-
anum í sama skiptið, telur sig heið-
arlega konu, ef hún þiggur ekki fé að
launum, kona, sem sefur hjá liðsfor-
ingja í gistihúsi, er helsærð ef hann
vill greiða ómakið, kona, sem tekur
við aurum, er vændiskona. Munurinn
á siðlegri konu og vændiskonu er því
að dómi fjölmargra reykvískra kvenna,
ekki siðferðilegur heldur fjárhags- og
atvinnulegur.
„Astandsnefndin" lauk máli sínu
nieð herhvöt til bjargar framtíð þjóð-
arinnar. Hún taldi það mestu máli skipta
að hver einstaklingur gerði skyldu sína,
að innanlands skapaðist sterkt almenn-
ingsálit sem krefðist þess „að íslenskt
þjóðerni, íslensk menning og íslensk
tunga verði vernduð, að íslendingar
verði framvegis sjálfstæð menningarþjóð.
Framtíð íslensku þjóðarinnar er fólgin í
því einu, að æska landsins gleymi ekki
þegnlegri skyldu við blóð sitt og
móðurmold."25
Enda þótt „ástandsskýrslan" þætti
vandlega unnin og bréf landlæknis skýr
og skorinorð fór ekki hjá því að karla-
sjónarmið væru þar ríkjandi. Á styrj-
aldarárunum ofbauð mörgum körlum
samkeppnin um kvenfólkið og e.t.v. báru
heimildirnar þess nokkur merki, kannski
hafa þær magnað þann fjölda kvenna
sem taldar voru viðriðnar „ástandið" og
„afbrigðilega" hegðun þeirra. Þarna var
á ferðinni nefnd sem taldi sig þess um-
komna að segja að konur almennt hafi
haft rangar hugmyndir um það hvað það
væri að vera „vændiskona" og hvað það
væri að vera „óspillt kona". En spyrja
má hvort það hafi ekki verið fólk al-
mennt, samfélagið, sem setti sér siðaboð
°g gat þá þt'ggj3 manna nefnd
menntaðra karlmanna sagt að konur hafi
almennt haft rangar hugmyndir í þessum
efnum? Ekki er heldur fjarri lagi að
einhvers misskilnings hafi gætt á því
hvert viðhorf fólks til þessara mála var
yfirleitt og þá helst kvenfólksins. Og
e.t.v. gerðu menn sér ekki almennilega
grein fyrir því hvaða siðferðishugmyndir
fólk hafði almennt og hvaða hugmyndir
það hafði rétt á að hafa.26 Reyndar hafa
ýmsar kannanir sýnt að fólk er mun
lauslátara í kynferðisefnum en yfirleitt er
gert ráð fyrir.27 I raun þurfti ekki erlent
herlið til þess og kannski var áfengið,
sem hermennirnir virtust hafa haft svo
greiðan aðgang að, meira böl en bein-
línis lausungin í kynferðisefnum. Em-
bættisbréf landlæknis og skýrsla
nefndarinnar einkenndust að ýmsu leyti
„af grófum ummælum og harðorðum
dómum um konur," ritaði Kristinn
Kristjánsson bókmenntafræðingur árið
19 84.28 „Ástandsnefndin" 'hafði það
hlutverk að rannsaka „siðferðileg vanda-
mál" í tengslum við sambúð útlending-
anna og landsmanna og miðað við þær
forsendur sem hún gekk út frá kom í
17 - Sagnir 1996