Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 56
.Sisftú.N.Sjö.umftQö.Tm
á þessum árum og verður reynt að gera
þessu nokkur skil hér á eftir.
FYRRI HLUTI
ástkæra elskuríka móðir
Þegar Olafur Johnsen vaknaði um morg-
uninn var það hans fyrsta verk að fá sér
kaffisopa. Magnús Pjetursson herbergis-
félagi hans var sofandi svo að Ólafur
læddist inn í innra herbergið sem þeir
deildu með sér og settist þar við skrif-
borð. Gufuskipið hafði komið deginum
áður og á þessum fallega júlímorgni var
veislumatur á boðstólum í litla her-
berginu á Garði. Ólafur smurði þykku
lagi af íslenskum mysuosti á brauðið og
leit í Þjóðólf.*
ÞjóSólf sendi faðir hans honum
reglulega, allan þann tíma sem bréfin
vitna um, en Ólafi líkaði innihald blaðs-
ins oft á tíðum illa. Vorið 1873 skrifaði
hann: „Ljóta bladid er Þjódólfur, eins og
vant er, þvílíkur þvættingur og togasíni;
hann hefur skrítid gaman af allara handa
chronique scandalense!,,2 Kjaftablað
sagði Ólafur en sjálfur hafði hann nú
lúmskt gaman af kjaftasögum. Sumarið
1868 skrifaði hann föður sínum til að
mynda: „En hvad var Gudrún Hjaltalín
ad vilja heim núna? Hún er þó ekki
skilin vid manninn? Eiga þau í basli eda
er hann drykkfeldur?"3
Já, það voru ekki bara hinar marg-
rómuðu kjaftakerlingar sem stungu
saman nefjum. Karlmennirnir áttu það
einnig til að velta sér upp úr lífi náung-
ans og bréfin sem fóru á milli Reykja-
víkur og Hafnar innihéldu ófáar kjafta-
sögurnar. Sú var að minnsta kosti raunin
með bréfin sem Steingrimur, bróðir
Ólafs, skrifaði heim á námsárum sínum í
Höfn, 1866-1873. Steingrímur skrifaði
mikið um daglegt líf sitt og kunningja
sinna í Höfn en Ólafur lagði aftur á
móti meiri áherslu á tilfinningar sínar og
upplifanir og skrifaði jafnframt mikið
um þjóðfélagsmál.
Þær ólíku áherslur sem þeir bræður
lögðu á í bréfum sínum endurspegla per-
sónuleika þeirra upp að ákveðnu marki.
Steingrímur bægði til að mynda frá sér
óþægilegum umræðuefnum um stríð og
annað þvíumlikt rétt eins og hann
forðaðist að horfast í augu við eigin
mistök og raunveruleika. Steingrímur
vildi eiga áhyggjulaus æskuár í Höfn og
þar sem bæði peningaáhyggjur og ófriður
í landinu settu svartan blett á hans
draumaveröld bægði hann frá sér öllum
hugsunum þar að lútandi. Hann vildi
vera ungur og áhyggjulaus en um leið
sjálfstæður og frjáls. Það var dálítið
snúið að sameina þessa þætti og olli það
Steingrími þungum áhyggjum þegar fram
liðu stundir eins og síðar verður komið
að.
Ef við hverfum nú aftur til 4. júlí
1857 þar sem Ólafur sat við skrifborðið
sitt á Garði og las í ÞjóSólfi sjáum við að
hann hefur tekið fram hvitt bréfsefni.
Hann hefur ákveðið að bæta nokkrum
línum við bréfið sem hann hóf að skrifa
móður sinni í gær. Stundum skrifaði
hann mörg bréf á dag en það gátu einnig
liðið margar vikur á milli skrifanna.
Stundum skrifaði hann eitt langt bréf og
nokkur styttri, sendi þau svo af stað
hvert á eftir öðru með sitt hvoru skip-
inu, ef svo skyldi fara að eitt skipið
kæmi á undan öðru til Reykjavíkur.4
A þeim tímum sem Danir áttu i
blóðugum erjum við Prússa um yfirráð í
Slésvík fækkaði skipaferðum til muna,
einkum yfir veturinn og þótti mörgum
námsmanninum sambandsleysið erfitt.
Þann 30. september 1864 skrifaði
Ólafur móður sinni:
Ólafur var ekki feiminn við að hleypa
foreldrum sínum inn í hugarheim sinn og
láta í Ijós tilfinningar sínar.
Eg verð svo dapur við tilhugsinina
um að þetta sé í síðasta sinn á þessu
ári sem ég get látið heyra fra mér, ...
bara að það væri búið að koma á
ritsímasambandi á milli Danmerkur
og Islands, þá þyrfti maður ekki að
lifa í óvissunni um hvort allir væru á
lífi heima. Svo gott er það vist ekki,
svo að maður verður bara að lifa í
voninni um það besta.5
I rauninni skiptir það okkur litlu
máli að Ólafur hafði heimþrá. Heimþrá
er ekkert annað en mannleg tilfinning,
sem sýnir sig við ákveðnar aðstæður
óháð stað og tíma, og hefur því ein og
sér lítið sögulegt gildi. Hinsvegar má
telja þá staðreynd að Ólafur tjáði sig um
heimþrána og opinberaði tilfinningar
sínar frásagnarverða. Ólafur var ekki
feiminn við að hleypa foreldrum sínum
inn í hugarheim sinn og láta í Ijós til-
finningar sínar. Þann 9. október 1860,
stuttu eftir að Ólafur fluttist út af
Gamla Garði, lýsti hann tilfinningum
sínum og einverunni til að mynda á
eftirfarandi hátt:
Á kvöldin er hér alveg jafn kyrrlátt
og heima í Reykjavík, og ég er þess
vegna ekki í vafa um að á komandi
vetrarkvöldum eigi jeg eftir að
ímynda mér að ég sé snúinn til baka
til þess tima er ég sat heima og las
undir skólann. Þá sat eg oft einn í
herberginu mínu þar til kom að
kvöldverðartima og hlakkaði til
þeirrar stundar... hér, þar sem ég sit í
kyrrðinni, það heyrist ekki svo mikið
sem eitt múkk, og sjaldan sést til
mannaferða ... verður mér oft hugsað
til míns notarlega heimilis þar sem
ætíð er góðan félagsskap að fá.6
Þessi orð Ólafs eru í mínum huga tíma-
laus eins og er svo oft er um orð sem
lýsa mannlegum tilfinningum og hafa ber
í huga að þrátt fyrir að tilfinningin sem
slík breytist ekki þá breytist umgjörð
hennar og tjáning oft í samræmi við
umhverfið. Það eru ekki tilfinningarnar
sjálfar, heldur ytri umgjörð og tjáning
þeirra sem gefur þeim sagnfræðilegt
gildi. Því þykir mér ekki nauðsynlegt að
færa sönnur á eða leggja sérstaka áherslu
á að foreldrar Ólafs elskuðu hann og
— — ■ — sýndu honum ást í
bréfum sínum og að
Ólafur elskaði að
sama skapi börnin sín
heitt.7 Hinsvegar ætla
------ ég að gera nokkra
grein fyrir þvi hvernig
þessi ást birtist og hvernig hægt er að
draga ályktun um stöðu Ölafs sem
karlmanns í fjölskyldunni út frá því.
Áhugavert er að vita hvernig sam-
bandi Ólafs við foreldra sína var háttað
eftir að hann fluttist af landi brott. Voru
þau enn nálæg í lífi hans og uppeldi eða
þroskaðist hann og varð að manni upp á
eigin spýtur á götum Kaupmannahafnar?
Til þess að komast að þessu er nauð-
synlegt að skoða umgjörð tilfinninganna
og tjáningu þeirra eins og hún birtist í
bréfaskriftum Ólafs við fjölskyldu sína.
Bandaríski sagnfræðingurinn Stephen
M. Frank fjallaði um kynskipt upp-
eldishlutverk foreldra í grein sinni
„Rendering aid and comfort: images of
fatherhood in the letters of civil war
soldiers from Massachusetts and
Michigan" sem birtist í ]ournal of Social
History, haustið 1992. Frank fullyrti út
frá þeim 1300 sendibréfum, sem hann
rannsakaði, að hlutverk föðurins í fjöl-
skyldunni hafi einkum verið að undirbúa
börnin undir framtíðarhlutverk sitt í
þjóðfélaginu með því að þroska þau
vitsmunalega en hlutverk móðurinnar að
hlúa að tilfinningaþroska þeirra og gera
Sagnir 1996 - 56