Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 32
Þröstur Sverrisson Uppgangur og fall heimavarnarliða á seinni hluta 19. aldar að hefur lengi verið talin ein af frumskyldum hvers ríkis að verja þegna sína fyrir utanaðkomandi árásum. Oldum saman bjuggu Islend- ingar við þá staðreynd að þessari skyldu var ekki sinnt. Aldrei kom þó til þess að herir annarra þjóða æddu yfir landið heldur voru það aðallega strandhögg rseningja og skærur við erlenda sjómenn og kaupmenn sem opinberuðu varnar- leysi landsmanna. En rétt er að hafa í huga að eftir litlu var að slægjast í strjálbýlu og fámennu landi, hér á hjara veraldar. Því hefur stundum verið fleygt að landvarnir Islendinga fyrr á öldum hafi verið að klæða konur í karlmannsföt og hlaupa til fjalla. Hér er þó ekki ætlunin að staðfesta eða hrekja þá fullyrðingu en tilvist hennar sýnir að landvarnir eru mál sem frekar hefur verið talað um í hálfkæringi heldur en að reynt hafi verið að skilgreina hvers vegna landið var varnarlaust um aldir. Upphaf þjóðfrelsisbaráttunnar mark- aði engar stökkbreytingar i landvarnar- málum en ný sjónarmið ásamt meiri umræðu um þessi mál urðu þó til að vekja menn til umhugsunar um land- Hugmyndir um stofnun hers á íslandi eru ekki nýjar afnálinni. Hér kannar Þröstur Sverrisson áhuga nokkurra aðila á að stofna heimavarnarlið á seinni hluta 19. aldar. varnir og varnarleysi landsins og um- ræðan var sett í samhengi við sjálf- stæðisbaráttuna. Hin nýju sjónarmið voru meðal annars hugmyndir Jóns Sig- urðssonar forseta um að íslendingar ættu sjálfir að mynda landvarnarlið. Hann var ekki fyrstur til að setja fram slíkar til- lögur en sjónarhorn hans og tilgangur var af öðrum toga en forvera hans.1 Það er útbreiddur miskilningur að Islendingar hafi aldrei viljað koma á fót íslenskum her vegna þess hve frið- elskandi þjóðin væri. Einmitt á seinni hluta síðustu aldar voru alvarlegustu tilraunirnar framkvæmdar í samræmi við þær hugmyndir sem Jón Sigurðsson hafði Iagt upp með í Nýjum jélagsritum. Ymsir voru einnig á þeirri skoðun að legðu Islendingar til menn í danska her- flotann væri stigið mikilvægt skref í bar- áttunni gegn ómennsku og agaleysi lands- manna.- Ekki hefur að neinu marki verið reynt að skoða herleysi landsins út frá innri þróun samfélagsins og hvernig eða hvaða áhrif herleysið hefur haft á þjóðina en það er merkilegt að málsvarar Sagnir 1996 - 32 herskyldu eða heimavarnarliðs notuðu og nota enn að vissu marki sömu rök: að aga þurfi þjóðina. Þetta hefur Björn Bjarnason menntamálaráðherra vakið upp umræður um í tengslum við hug- myndir sem hann setti fram á síðasta ári um að Islendingar þyrftu að huga að því að koma á fót íslensku varnarliði.3 Landvarnarlið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar verða líklega að teljast til þeirra staða á landinu sem lengstum hafa orðið hvað alvarlegast fyrir barðinu á erlendri ágengni. Allt fram yfir miðja nítjándu öld vottaði þar fyrir hræðslu við erlendar skipakomur sem rekja mátti aftur til Tyrkjaránsins rúmum 200 árum fyrr.4 Varnarlið hafði aldrei verið að staðaldri í Eyjum frekar en annars staðar á landinu en á því varð breyting þegar nýr sýslumaður tók þar við embætti 1853. Sá maður sem var ábyrgur fyrir því að koma upp einu hersveitinni sem Islendingar hafa eignast hét Andreas August von Kohl. Hann gekk ungur í lífvarðasveitir Danakonungs, útskrifaðist sem lögfræðingur 1839 og varð kapteinn í hernum I843.5 Sýslumaðurinn sem Eyjamenn fengu eftir miðja öldina var því enginn venjulegur embættismaður frá Kaupmannahöfn heldur þrautþjálfaður hermaður. Strax fyrstu árin eftir komu sína til Því hefur stundum verið fleygt að landvarnir íslendinga fyrr á öldum hafi verið að klæða konur í karlmannsföt og hlaupa til fjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.