Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 27
BrÉFSEFNIÐ.ER. AÐ.5.EC5JA FRÁ SJÁLFRI M.É.R
Sigríði og ekki fer á milli mála að hún
var vel greind. Hún fékk hvatningu frá
móður sinni sem hét hesti í verðlaun ef
henni tækist að ljúka barnalærdómnum
fyrir vinnumálin. „... ieg rembdist eins
og Riúpa vid staur og nádi hestinn”.30
Ung að aldri samdi hún eftirfarandi visu,
sem er hreint ekki svo slæm miðað við
aldur hennar, og sendi bróður sínum:31
Vil eg ekki ad verölld þad
viti og hermi sínum
Ad kunni eg ei ad klora blad
Kiærastanum minum
ounga skal því æfa hönd
og ekki tefra leingur
Listin er ei laung né vönd
Litid á hvörnig geingur
Það er athyglisvert að inntak kvæðisins
lýtur allt að skriftarkunnáttunni sjálfri
og má af því leiða mikilvægi hennar fyrir
Sigríði.
Eftir lát móðurinnar var það amman
sem sá um að kenna þeim systrum.
Sigriði fannst hún hins vegar ekki læra
nóg hjá henni enda gamla konan farin að
eldast og orðin nokkuð lasburða: „...
framfarirnar mínar eru so litlar því ecki
hefur Amma mín hentugleika til ad
kenna mér anad en ad tæta ullina”32
Ekki er hægt að kenna áhugaleysi um því
fram að því var amman mjög iðin við að
kenna henni og hvatti hana óspart áfram.
Hana langaði til að læra meira, líkt og
þegar hún skrifaði: „... eg vildi óska ad
þeir [eflaust fólkið á Kirkjubæ] giætu
ként mér ad lesa dönsku og skrifa vel því
til þeB er eg mikill klaufi”.33 Þrátt fyrir
mikinn námsáhuga er ekki hægt að
greina biturleika hjá henni út í
skólagöngu bræðranna. Áframhaldandi
menntun kvenna tiðkaðist ekki á þeim
árum og virtist Sigríður fyllilega gera sér
grein fyrir því.34
Uppistand í Laugarnesi
Árið 1829 flutti Sigríður suður og
gerðist þjónustustúlka hjá Steingrími
Jónssyni biskupi. Hún dvaldi þar aðeins
í tæplega tvö ár, eflaust mun skemur en
fyrirhugað hafði verið. Dvölin hafði
afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Þar
hitti hún fyrri maka sinn, Þorstein
Helgason, og má segja að samdráttur
þeirra tveggja hafi ekki gengið hávaða-
laust fyrir sig. Biskup rak þau skötuhjú
burt úr Laugarnesi og fékk fólk nóg til
að slúðra um. Bróðir hennar var sá eini
sem hún gat trúað fyrir vanda sínum en í
bréfunum gefur hún honum greinargóða
lýsingu á atburðarásinni.
Á biskupsheimilinu bjó
dóttir Valgerðar biskupsfrúr,
Sigríður, og var hún
heitbundin Þorsteini
Helgasyni. Að loknu námi í
Kaupmannahöfn kom
Þorsteinn til landsins og
áttu menn von á giftingu.
Bið varð hins vegar á því og
má finna skýringuna í bréfi
Sigríðar:
0L1 -f', J J v-r, / >, ,/ V
- tc/ aJ ■vcrdéíd J>œc)
ft/ijc og /li/rmi eJtnum
tÆd AÍnru ad ÁÍora
'tÍaJ
Uncja Jxai'jévt. a^a- 'fukJ
iq -iAM
tr
€Í Jeuincj
ní W&-
r<. J'tunr+L-i * v rtS*vi, / ')
/afo-ié/Covt /y /-yyr/
V*/i 'IÁ-W /iiijJ-t' -,yj
'SZLív,A^M^ ,,
ocp-y? aUf/eq qfa Sétr/cJ- si- J-* *'j/ji
1 rv 't
ry /r / /** / ti v/v t-rtn *<////*/'**
\rZd
icí ÆoJrfj fincjur.
eJcyndtLr
... ecki hiálpar annad en seigia hvuria
sögu eins og hun geingur og er þad
þá ad ecki fór sem skildi fyrir
Helgasen vin þínum því honum finst
sér ómögulegt ad eiga Fraukenina en
eg hef mergt ad honum væri vel vid
mig enn þar var eg í fyrstuni ecki
orsök til En nu get eg ecki ad því
giert, ad eg elska hann hiartanlega
enn þe6u leinum vid enn þá eins og
mans mordi.33
Hjá Sigríði kemur fram að Þorsteinn
reyndi að auðvelda fyrirhugað heitrof
með því að koma „... séraf ásettu rádi
ecki vel vid þaug”. Að því kom að
Þorsteinn sagði biskupsdóttur og for-
eldrum hennar „... meiningu sína” og
reiddust þau honum mjög, Hvað snerti
samband hennar og Þorsteins þá skrifaði
Sigríður bróður sínum að „... eckert
grunar þaug enn þá um ockur og má
hamingan ráda hvurnin þeim verdur vid
þad eg er ecki altid róleg ad hugsa fram
á þetta alt saman”.36
Af tilviljun komst Valgerður bisk-
upsfrú að sambandi skötuhjúanna. I
bréfi sem hún ritaði Hannesi syni sínum
til Kaupmannahafnar kemur fram hversu
niðurlægjandi það var fyrir konu í
hennar stöðu að láta þjónustustúlku
Til vinstri er sýnishorn af skrift Sigríðar sem
barns en að ofan sem fullorðinnar konu.
ræna mannsefni dótturinnar. I orðum
hennar afhjúpast stéttaskiptingin:
... þú ert þó víst búin ... ad heyra
ádur, svo sem fliótrædi Þ. HS ad
trúlofa sig Sigr: P.d: þad viBi eg fyrst
föstudags qvölldid fyrsta i sumri ...
og mátti þá seigia um mig ad sialdan
væri eymd eyn - því svo mótlætislegt
og vanvirdandi sem þad var ad hann
sagdi systur þinni upp án allra saka,
svo sýndist þetta ei bæta um ad taka
i sama vetfángi þiónustu stúlku rett
vid hlidina á ockur ... födur þinn liet
eg þetta vita dagin eftir, og hann
sagdi H. næsta sunudag ad hann og
hún skyldu fara hiedan, því fyrr því
helldur, þau fóru þá bædi dagin eftir,
hann ad Lambastöd: enn hún til
frændkonu sinnar Landfógeta
Eckiunar ... enn þótti þér ecki þetta
systir þin vifii eckert af
enn sama morgunin að
henni hvörnin
fara dullt -
þefiu fyrr
Sigr: fór, ad eg sagdi
komid væri.37
Sigríður Hannesdóttir var að vonum sár
og skrifaði bróður sínum að „Aðferð
þeirra og fljótræði á báðar síður held eg
flesta stanzi á. Eg ætti að vera fáorð um
það. Það er liðið.”38
Fiskisagan flaug og kom í ljós að
bæði Páll og Þórunn, yngri systir þeirra,
fengu að heyra hana, Páll búsettur á
Snæfellsnesi en Þórunn fyrir austan.
Þórunn skrifaði bróður sínum að henni
27-Sagnir 1996