Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 66
Vilborg Auöur ísleifsdóttir
Nokkur orö um siðbreytinguna og
kirkjuordinanzíuna frá 1537
Sextánda öldin er eitt mesta um-
brotaskeið í sögu Evrópu. Sam-
félagsbreytingar og tækniframfarir
ollu því að hin „unversala“ kaþólska
kirkja missti tökin á sinni evrópsku
hjörð. Ný hagkerfi komu til sögunnar og
þjóðkirkjur mynduðust, kirkjur, sem
voru laustengdari við hinn heilaga stól í
Róm en áður hafði tiðkast. Gömul
pólitísk kerfi eins og t.d. Kalmarsam-
bandið liðuðust í sundur. Borgir uxu og
borgarastéttin, sem ekki var hluti af
lénskerfi miðalda, krafðist pólitiskrar
þátttöku og þarfnaðist eigin hugmynda-
fræði til þess að ljá kröfum sínum
aukinn þunga. I Lýbiku og Hamborg og
í ýmsum borgarsamfélögum í Norður-
Þýskalandi kusu borgarar bæjarráðsmenn
og þreifuðu sig áfram með stjórnarform,
sem var allt annarrar gerðar en það
lénsskipulag, sem tíðkaðist í hertoga- og
greifadæmum i nágrenninu. Lífið var í
óða önn að prjóna sér nýjan ham.
Valdahræringar í Danmörku
I Danmörku höfðu átt sér stað tölu-
verðar hræringar í valdatíð Kristjáns II.
(1481 -1559, stjórnarár I5I3-I523).
Upphaf valdatíma hans lofaði góðu.
Hvað stjórnarhætti varðaði leit hann
mjög til Hollands um fyrirmyndir. Hann
gekk að eiga Elísabetu Habsborgara-
prinsessu, systur Karls V., sem var bæði
konungur Spánar og keisari Þýskalands.
Var haft að orðtæki, að í ríki hans hnigi
sólin aldrei til viðar. Þessar mægðir hafa
væntanlega aukið á metnað mágs hans,
því Kristján II. lagði út í kostnaðarsama
herleiðangra á árunum I5I8-I520 til
Siðbreytingin hefur verið
sagnfræðingum drjúgt
rannsóknarefni. í þessari
grein hugar Vilborg Auður
ísleifsdóttir að því hvort
sögulegt mikilvægi hennar
liggi í endurnýjun á sviði
menningar og trúarbragða
eða í endursköpun ríkis-
valdsins. í því Ijósi skoðar
hún áhrif kirkjuordinanzí-
unnar frá 1537 á kirkjuskip-
an á íslandi.
þess að tryggja konungdóm sinn í
Svíþjóð, en Svíar gerðu sig líklega til að
ganga úr Kalmarsambandinu. Það kom
Marteinn Lúther varði skoðanir sínar á aflátssölu
páfadóms og annarri spillingu í Worms 1521.
Sagnir 1996 - 66
til blóðbaðsins mikla í Stokkhólmi
1520. Snerist svo kápulaf lukkunnar, að
Kristján II. hrökklaðist í útlegð til
Hollands og brenndu andstæðingar hans
lögbók hans á báli.1 Föðurbróðir hans
Friðrik hertogi af Slésvík-Holtsetalandi,
sem búsettur var í Gottorp, var kjörinn
til konungs í Danmörku. Danmörk var
kjörkonungdæmi og aðalsmenn í ríkis-
deginum danska kusu konung. Kjörsam-
þykkt takmarkaði völd hans.
Við lát Friðriks I. árið 1533 létu
danskir aðalsmenn og kirkjuhöfðingjar
undir höfuð leggjast að kjósa nýjan kon-
ung. Stjórnskipunarlega séð varð Dan-
mörk við það aðalsveldi í stað kon-
ungsveldis og það miðstjórnarvald, sem
konungdæmið hafði að einhverju leyti
„representerað" eða gert að veruleika,
leystist upp. Pólítískt kerfi Danaveldis
skiptist upp í fjölda smávelda aðals-
manna og kirkjufursta. Þetta leiddi til
valdatæmis og bauð hættunni heim. Við
siðbreytingu átti kirkjan þriðjung allra
jarðeigna í Danmörku,2 og nýtti aðallinn
sér embættiskerfi kirkjunnar til fram-
færslu aðalsmanna, sem ekki voru bornir
til arfs. Þessar eignir voru vel til þess
fallnar að fjármagna skipulagsbreytingu
á pólítísku kerfi Danmerkur. A árunum
1534-1536 geisaði blóðug innanlands-
styrjöld í Danmörku, Greifastríðið svo-
nefnda. Helstu keppinautar um völdin
voru þeir frændur, Kristján hertogi af
Slésvík-Holtsetalandi (1503-1559, stjórn-
arár 1534-1559) elsti sonur Friðriks I.
og Kristófer greifi af Oldenburg (1504-
1566), sem var málaliðaforingi að at-
vinnu. Fleiri konungsefni fiskuðu þarna