Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 66

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 66
Vilborg Auöur ísleifsdóttir Nokkur orö um siðbreytinguna og kirkjuordinanzíuna frá 1537 Sextánda öldin er eitt mesta um- brotaskeið í sögu Evrópu. Sam- félagsbreytingar og tækniframfarir ollu því að hin „unversala“ kaþólska kirkja missti tökin á sinni evrópsku hjörð. Ný hagkerfi komu til sögunnar og þjóðkirkjur mynduðust, kirkjur, sem voru laustengdari við hinn heilaga stól í Róm en áður hafði tiðkast. Gömul pólitísk kerfi eins og t.d. Kalmarsam- bandið liðuðust í sundur. Borgir uxu og borgarastéttin, sem ekki var hluti af lénskerfi miðalda, krafðist pólitiskrar þátttöku og þarfnaðist eigin hugmynda- fræði til þess að ljá kröfum sínum aukinn þunga. I Lýbiku og Hamborg og í ýmsum borgarsamfélögum í Norður- Þýskalandi kusu borgarar bæjarráðsmenn og þreifuðu sig áfram með stjórnarform, sem var allt annarrar gerðar en það lénsskipulag, sem tíðkaðist í hertoga- og greifadæmum i nágrenninu. Lífið var í óða önn að prjóna sér nýjan ham. Valdahræringar í Danmörku I Danmörku höfðu átt sér stað tölu- verðar hræringar í valdatíð Kristjáns II. (1481 -1559, stjórnarár I5I3-I523). Upphaf valdatíma hans lofaði góðu. Hvað stjórnarhætti varðaði leit hann mjög til Hollands um fyrirmyndir. Hann gekk að eiga Elísabetu Habsborgara- prinsessu, systur Karls V., sem var bæði konungur Spánar og keisari Þýskalands. Var haft að orðtæki, að í ríki hans hnigi sólin aldrei til viðar. Þessar mægðir hafa væntanlega aukið á metnað mágs hans, því Kristján II. lagði út í kostnaðarsama herleiðangra á árunum I5I8-I520 til Siðbreytingin hefur verið sagnfræðingum drjúgt rannsóknarefni. í þessari grein hugar Vilborg Auður ísleifsdóttir að því hvort sögulegt mikilvægi hennar liggi í endurnýjun á sviði menningar og trúarbragða eða í endursköpun ríkis- valdsins. í því Ijósi skoðar hún áhrif kirkjuordinanzí- unnar frá 1537 á kirkjuskip- an á íslandi. þess að tryggja konungdóm sinn í Svíþjóð, en Svíar gerðu sig líklega til að ganga úr Kalmarsambandinu. Það kom Marteinn Lúther varði skoðanir sínar á aflátssölu páfadóms og annarri spillingu í Worms 1521. Sagnir 1996 - 66 til blóðbaðsins mikla í Stokkhólmi 1520. Snerist svo kápulaf lukkunnar, að Kristján II. hrökklaðist í útlegð til Hollands og brenndu andstæðingar hans lögbók hans á báli.1 Föðurbróðir hans Friðrik hertogi af Slésvík-Holtsetalandi, sem búsettur var í Gottorp, var kjörinn til konungs í Danmörku. Danmörk var kjörkonungdæmi og aðalsmenn í ríkis- deginum danska kusu konung. Kjörsam- þykkt takmarkaði völd hans. Við lát Friðriks I. árið 1533 létu danskir aðalsmenn og kirkjuhöfðingjar undir höfuð leggjast að kjósa nýjan kon- ung. Stjórnskipunarlega séð varð Dan- mörk við það aðalsveldi í stað kon- ungsveldis og það miðstjórnarvald, sem konungdæmið hafði að einhverju leyti „representerað" eða gert að veruleika, leystist upp. Pólítískt kerfi Danaveldis skiptist upp í fjölda smávelda aðals- manna og kirkjufursta. Þetta leiddi til valdatæmis og bauð hættunni heim. Við siðbreytingu átti kirkjan þriðjung allra jarðeigna í Danmörku,2 og nýtti aðallinn sér embættiskerfi kirkjunnar til fram- færslu aðalsmanna, sem ekki voru bornir til arfs. Þessar eignir voru vel til þess fallnar að fjármagna skipulagsbreytingu á pólítísku kerfi Danmerkur. A árunum 1534-1536 geisaði blóðug innanlands- styrjöld í Danmörku, Greifastríðið svo- nefnda. Helstu keppinautar um völdin voru þeir frændur, Kristján hertogi af Slésvík-Holtsetalandi (1503-1559, stjórn- arár 1534-1559) elsti sonur Friðriks I. og Kristófer greifi af Oldenburg (1504- 1566), sem var málaliðaforingi að at- vinnu. Fleiri konungsefni fiskuðu þarna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.