Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 72

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 72
Armann Guðmundsson Það er ljótt að Tónlistarlíf íslendinga í byrjun 19. aldar / 17. og 18. öld áttu sér stað gífurlegar framfarir í tónlistar- heimi Evrópu, bæði hvað varðaði tónsmíðar og flutning tónlistar. Hér á landi var hins vegar stöðug afturför i söng jafnt sem hljóðfæraleik en söng- menntir höfðu verið hér með miklum blóma fyrir siðbreytinguna, sérstaklega meðal kirkjunnar manna. Hnignunin kom meðal annars fram í því að kunnáttu í nótnalestri hrakaði stöðugt sem aftur leiddi til þess að menn fóru i síauknum mæli að læra lögin munnlega og var þá undir hælinn lagt hversu óbjagað lagið komst til næsta manns. Urðu mörg „þjóðlögin" vafalaust til við þessa varðveisluaðferð.1 Engum sögum fer af íslenskum tónskáldum fyrr en líða tekur á 19. öldina og eru islensk lög eldri en það svo gott sem öll talin þjóðlög. Hin erfiðu varðveisluskilyrði eiga stærsta þáttinn i þessu tónskáldaleysi en þeim sem hafa fengist við lagasmíðar virðist ekki hafa verið hampað af löndum sínum þó að þeir hljóti að hafa verið einhverjir því tæpast hafa öll íslensk þjóðlög orðið til við afbökun eldri laga! Þótt heimildaskortur sé tilfinnanlegur um tónlistariðkun Islendinga er hægt að fá grófa mynd með þvi að skoða þær litiu heimildir sem til eru en það eru aðallega frásagnir erlendra ferðamanna. Einnig ritaði Magnús Stephensen konferensráð dálitið um ástand þessara mála sem var ekki ýkja gott að hans mati. Þessar heimildir verður þó að nálgast með ákveðinni varúð þar sem erlendu ferðamennirnir voru miklu betra vanir og hlutu að bera það sem fyrir augu og eyru Á sama tíma og gífurlegar framfarir höfðu orðið í tónlistarlífi Evrópu á 17. og 18. öld hafði hljóðfæraleik og söng á íslandi farið aftur. Hér fjallar Ármann Guðmundsson um hvernig fyrir þessum málum var komið í byrjun 19. aldar. bar hér á landi saman við það sem þeir þekktu að heiman sem auðvitað var engan veginn sambærilegt. Um Magnús má það segja að lítillæti eða sjálfsgagnrýni einkenni ekki skrif hans og segja þau raunar miklu meira um hann sjálfan heldur en um tónlistarlíf landa hans. Þegar komið var undir Iok 18. aldar tók erlendra áhrifa að gæta í tónlistarlífi Islendinga í auknum mæli. Þau komu bæði með útlendingum sem settust hér að, aðallega dönskum kaupmönnum, og Islendingum sem fóru erlendis og fengu nasaþefinn af evrópskri hámenningu. Þar fór fremstur í flokki Magnús Stephensen og gekk hann að eigin sögn vasklega fram í að reyna að draga íslensku þjóð- ina upp á hærra menningarlegt stig þó ekki sæist hann alltaf fyrir í aðferðum sínum. Hann sá heldur aldrei árangur úrbótatilrauna sinna því verulegar fram- farir í tónlist urðu ekki hér á landi fyrr en líða tók á 19. öldina.2 Hljóðfæraeign íslendinga Islendingar höfðu aldrei verið miklir hljóðfæraleikarar og litið var hér lengi vel um önnur hljóðfæri en islenska fiðlu, einstaka langspil og flautugarm á stangli. I riti sínu Eptirmteli 18. aldar gerir Sagnir 1996 - 72 Magnús Stephensen lauslega úttekt á hljóðfæraeign Islendinga og ávarpar öld- ina fyrir munn Eykonunnar Islands: Þegar allar, jafnvel villi-þjódir, al- mennt brúka sem hljódfæri: Trumbur og Hljódpípur, margir Fíól, Hörpur og ótal fleiri, hefi eg lengst af varla vitað af odrum ad segja en þeim til sorgar-saungva hentugustu hljódfær- um Fidlu og Lángspili, og þó ekki nema á sárfáum stodum. Fáeinar Hljódpípur heyrdust einhvorntíma hjá mér, sín í hvorju horni mínu og á síðustu árum þínum vidlíka morg Clavier, en vid nockrar hafnir mínar og kaupstadi loks gódum mun fleiri Fíól, og vid þau vaknadi fólk mitt ad eins þar, til mannúdlegri gladværda nockrum sinnum, vída hálfsvæft undir vid rímna ófagurt ýlfur.3 Það er greinilegt að dönsku kaup- mennirnir fluttu með sér hljóðfæri sem hresstu aðeins upp á fátæklega hljóð- færaflóru landsins. Sjálfur var Magnús sennilega fjölhæfasti hljóðfæraleikari landsins, lék a.m.k. á langspil og flautu og átti eina orgelið sem til var á landinu en það var harmonium sem hann flutti með sér frá Danmörku árið 1800. Fyrst i stað var orgelið í Leirárkirkju en þegar Magnús flutti að Innrahólmi 1803 tók hann það með sér því enginn annar kunni að leika á það.4 Sama ár lagði Magnús þá tillögu fyrir kansellíið að orgel yrði fengið í Reykjavíkurdómkirkju og leitaði það eftir áliti stiptamtmanns og biskups en ekkert varð úr því5 og er líklegt að það hafi strandað á því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.