Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 6
Jón Jónsson Draugur í skjala Upplýsing og þjóðtrú í upphafi 19. aldar egar nítjánda öldin gekk í garð hafði hugmyndafræði upplýsingar- stefnunnar borist til Islands — að minnsta kosti til þeirra fáu mennta- manna sem voru ábyrgir fyrir nánast öllu útgefnu lesefni beggja vegna aldamót- anna 1800. Til þess tíma einkenndist alþýðumenning af rótgróinni sagna- skemmtun og lifandi þjóðtrú sem illa samrýmdust upplýstum viðhorfum. Upp- lýsingarfrömuðir réðust því með oddi og egg að heimsmynd almennings og leit- uðu logandi ljósi að jarðneskum skýring- um á fyrirbærum þjóðtrúarinnar.1 And- staðan gegn sagnaskemmtun og þjóðtrú var þó ekki ný af nálinni, því um- bæturnar sem boðberar upplýsingarinnar predikuðu á menningu almennings eru samhljóma hugmyndum píetismans.2 Atlaga að lygasögum alþýðunnar Siðbótaviðleitni upplýsingarmanna kem- ur skýrt fram í veraldlegum ritverkum þeirra, enda fóru þeir ekki í launkofa með ákafa löngun sína til að kenna sauð- svörtum almúganum betri siði. I ritunum kostuðu þeir kapps um að sýna sagnir og þjóðtrú í hlálegu ljósi, lesendum og áheyrendum til andlegrar upplýsingar.3 Er þessi gagnrýni á lífshætti og þanka- gang alþýðufólks notadrjúg við rann- sókn á trúarhugmyndum frá sama tíma, þó sannarlega geti verið varasamt að álykta um skoðanir almennings af heim- ildum sem hagsmunir og sjónarmið menntamanna mótuðu. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, gerði harða atlögu að sagnaskemmtun landa sinna í Kvöldvökunum, sem prentaðar voru laust fyrir aldamótin 1800 til að skemmta og fræða almenning. Biskupn- um var mikið niðri fyrir og segist oft Islenskum upplýsingarmönnum varsérlega uppsigað við þjóðtrúarhugmyndir alþýðu og reyndu með ýmsum ráðum að kveða þær í kútinn. Hér ræðir Jón Jónsson trú á vættir og vofur í upphafi 19. aldar og veltir fyrir sér hversu útbreidd sjónarmið upplýsingarinnar til þjóðtrúar voru. hafa „qvalist af ad vita, ad á morgum bæum eru lesnar Trollasogur og Æfín- týri full af ósidum og hiátrú ...“4 Einnig gagnrýndi hann draugatrúna harkalega og lagði sig fram um að sýna að allt ætti náttúrulegar orsakir.5 Eru sagðar margar dæmisögur af óþarfa draugahræðslu barna og almúga og segist Hannes sjálfur hafa „sied marga drauga og ófreskiur á æfi minni, en ætíd reynt, þegar eg hefi farid ad athuga þá, ad þeir hafa verid einasta mis-sýníngar ,..“6 Eins lagði söguritarinn Jón Espólín mikla áherslu á að skýra galdratrú og var Magnús Stephensen (1762-1833), fjölfræöingur og embættismaður. Sagnir 1996 -6 afar vantrúaður á sagnir af skrímslum, tröllum, draugum og álfum.7 Ekki vildi hann þó hafna því alfarið að stöku sinnum væri sitthvað til í draugasögnum. Þannig segir hann á einum stað í annál- um sínum að menn hafi orðið fyrir ásókn drauga og séð forynjur, auk þess sem hestar hafí verið drepnir og kvik- fénaður illa leikinn af yfirnáttúrulegum öflum. Telur Espólín þessa frásögn hafa „nockru meira fyri sér, enn adrar slíkar er þá áttu at ské ,..“8 Helsti boðberi upplýsingarinnar hér á landi, Magnús Stephensen, var einnig óþreytandi að benda á hve sagnaskemmt- unin væri háskaleg og að hún stuðlaði að viðhaldi hjátrúar og hindurvitna. í bók hans Hjálprœði í neyð hefur hrepp- stjórinn, ein sögupersónan, fögur orð um upplýst fræðsluefni og telur mikinn mun á því og að þylja fram heimskulegar lygasogur, um rísa, um troll, um álfa, um huldu- fólk, um dverga og kappa, sem aldrei vóru til, en hoggva þó í sogunum, 12, 20 og stundum 30 hofud af í hoggi, og þar vid lendir ætídi ellegar um upploginn reimleika, drauga, for- ynjur, apturgaungur og galdra-verk, sem lærdir menn, og eg heyri Prest- urinn minn, kalla heimskra agn, og heimskra fódur, stundum segir hann, heimskufóstur! ellegar þá ad heyra sífeldt ólundar rímnagólid úr honum Hallvardi, sem þid látið gánga á milli yckar til ad qveda helvítskt bullid og heimskuna, sem Presturinn segir það sé, og eg held hann segi satt.9 Svipuð afstaða til menningar alþýð- unnar kemur víða fram i skrifum Magn- úsar.10 Upplýsingin átti að hrekja hjátrú og heimsku á brott. í Eftirmœlum átjándu aldar lætur Magnús vel af árangrinum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.