Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 7
Frægt verk Francisco de Goya: Svefn skynseminnar elur af sér ófreskjur. Upplýsingarmenn lögöu
ofuráherslu á aö skynsemin stýröi öllum mannanna gerðum. Ef hugarflugið léki lausum hala, væri hætta á
feröum.
segir að eitt framfaraeinkenni aldarinnar
sé hnignun hjátrúar:
Skynsemin tók ... ad reka hjátrú í
útlegd, en uppgntva náttúrlegar ors-
akir til margs, sem þessi ádur hafdi
svo lengi eignad yfirnáttúrlegum og
einmidt Djofulsins verkunum ... Þvi
er, og það er þér ecki litil Æruminn-
íng, um þína tíð ollum ofsóknum
fyrir kukl, ollum brennum og lifl-
átum saklausra fyrir svo nefndann
galdur oldúngis hætt ... Draugar dóu
svo út med þeim, ad þegar gjordist
hér á þeim ekla.11
Áhugaleysi um upplýst
viðhorf?
Hugmyndafræði og viðhorf einstakra
íslenskra upplýsingarmanna hafa verið
rannsökuð talsvert og ýmislegt rætt og
ritað um tilraunir þeirra til að breiða
boðskapinn út með fræðsluritum fyrir
almenning. Minna hefur verið fjallað um
áhrif stefnunnar meðal óbreyttra Islend-
inga, viðtökur einstakra hugmynda og
hversu lengi upplýst viðhorf voru að
festast í sessi.
Arangur af baráttunni gegn útbreiddri
vætta- og draugatrú virðist ekki hafa
orðið mikill fyrst I stað — a.m.k. ekki
jafn mikill og Magnús Stephensen lét í
Eftirmtelum átjándu aliar. Alþýðan var fast-
heldin á siði sína og sagnaskemmtun.12
Þess eru jafnvel dæmi frá fyrstu áratugum
19. aldar að prestar og fyrirmenn segi frá
eigin reynslu af draugum og þess er vart
að vænta að almenningur hafi verið
vantrúaðri á yfirnáttúrulegar verur en
höfðingjarnir. Lýsing Magnúsar á útrým-
ingu drauga og útlegð hjátrúar á 18. öld
stenst því ekki, enda deilir hann sjálfur
hart á útbreidda draugatrú í mörgum rit-
um sem komu út eftir 1800.13 í Utvöldum
smásögum sem út komu 1822 segir
Magnús um alþýðumenninguna:
... lestur til dægrastyttíngar i Islands
lánga vetrrar svartnætti eru helzt
fornar, magrar frekju timaníia Sogur,
af vígum, mordum, mordbrennum,
nídingsverkum og svikrádum, goldr-
um, hjátrú og draugum á vorri egin
fóstur jordu — því útlendar, alls
ómerkar og enn skadvænni Lyga-
sogur, nefni eg ecki ...I4
Vera kann að það hafi haft sitt að
segja að ólíkt forverum sínum virðist
Geir Vídalín, biskup yfir Islandi frá
1801, að öðru jöfnu hafa verið umb-
7 — Sagnir 1996
urðarlyndur og aðgerðalítill í að halda
boðskap upplýsingarinnar gegn þjóðtrú
að mönnum. Hann leyfir sér jafnvel að
vísa sjálfur að gamni sínu til vættatrú-
arinnar í bréfi til Islandsvinarins Georgs
Mackenzie, þar sem hann bendir honum
á heppilega fylgdarmenn: „... Guðmund-
ur Jónsson mun greiða yður aðgang að
hinum forna fjallbúa, Bárði Snæfellsás,
en án hans forsjár verður Snæfellsjökull
vart eða ekki sigraður."15