Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 20
heimilaður aðgangur að dansleikjum og samkomum amerískra hermanna sem haldnar eru í samkomustöðum ameríska Rauða krossins á Islandi. Barnaverndarnefnd er kunnugt um telpur sem hafa kynnst hermönnum á samkomum þessum og síðar hefur sú kynning orðið telpunum til mikils tjóns. Islenskir löggæslumenn hafa enga aðstöðu til að bægja telpum frá samkomustöðum þessum og herlög- reglumenn amerískir hafa ekki talið það í sínum verkahring en vísa til yfirmanna Rauða krossins til fyrir- greiðslu í málinu. Barnaverndarnefnd telur brýna nauðsyn bera til þess að telpum innan 16 ára aldurs verði skilyrðis- laust bannaður aðgangur að dans- leikjum, kvikmyndasýningum og öðr- um samkomum hinna erlendu setu- liða á Islandi. Með tilliti til framanritaðs leyfir barnaverndarnefndin sér að láta þá ósk í ljósi við hið háa dómsmála- ráðuneyti að það beini þeim tilmæl- um til stjórna setuliðanna að eftir- leiðis verði engum telpum innan 16 ára aldurs heimilaður aðgangur að nefndum samkomum og sé lögreglu- liði herjanna, i samráði við íslenska lögreglumenn, eftir því sem þurfa þykir, falið að gæta þessara fyrir- mæla.“ Eftir japl, jaml og fuður, bréfaskipti milli ráðuneyta og sendiráða, bandaríska Rauða krossins og barnaverndarnefndar, tókst að koma skikkan á málið. Barna- verndarnefnd þótti þetta nokkur árangur og í ársbyrjun 1945 taldi hún að ætla mætti að eftirlitið með samkomum setu- liðsins væri komið í viðunandi horf. Það ár kom nefndin nítján stúlkum fyrir á heimilum í Reykjavík eða sveit vegna „útivistar, lausungar og lauslætis" en alls hafði hún einhver afskipti af 45 stúlk- um, flestum á aldrinum 15 til 17 ára.45 Sú hlið „ástandsins“ sem var hvað alvarlegust nánast öll stríðsárin sneri að ólögráða stúlkubörnum, einkum á aldrinum 13-15 ára. Hún speglaði betur Breskir hermenn á Arnarhóli meö gasgrímur. en flest annað hversu erfið félagsleg vandamál gátu komið upp í fjölbýlinu og sýndi að ekki var síður á ferðinni annars konar vandi en margt fólk vildi vera láta. Framan af stríðsárunum virtist lítill greinarmunur gerður á unglingsstúlkum og fulltíða konum þegar rætt var um „ástandið". I „ástandsskýrslunni" var aldurshópum t.d. oftar en einu sinni blandað saman. „Með því að líkja full- orðnum konum við börn er óbeint verið að segja að enginn munur sé á þroska fullorðinna kvenna og barna, og með því að tala um börn sem fullorðnar konur varpa fullorðnir frá sér ábyrgð á börnunum," ritaði Kristinn Krist- jánsson árið I9 84.46 I skýrslunni voru m.a. tilfærð dæmi um furðulega lágt siðferðisstig unglingsstelpna, dæmi sem fengu fólk til að súpa hveljur, og þau voru síðan yfirfærð á mikinn fjölda kvenna. Eftir að ungmennaeftirlitið kom til sögu breyttist umræðan dálítið og reynt var að leita leiða til úrbóta, en samfélagið virtist fremur vanmáttugt í þeim efnum. I Iögregluskýrslum frá árunum 1942-43 er að finna nokkur dæmi um stúlkur sem komu við sögu ungmenna- eftirlitsins og í kast við lögin. Þau sýna að ýmsar stúlkurnar áttu um sárt að binda og bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður. Hópurinn sem lögregluskýrsl- ur greina frá og virtist tiltölulega fámennur, átti ýmislegt fleira sam- eiginlegt en að vera ólögráða. Ekki var óalgengt að stúlkurnar væru frá sundr- uðum heimilum, annað foreldrið væri annað hvort látið eða veikt og systkinunum hefði verið komið fyrir hjá vandalausum. Oregla á heimilum var einnig iðulega með í spilinu. Nokkrar stúlknanna voru nýfluttar t bæinn, voru þar í vist eða störfuðu á veitingastað og áttu fáa eða enga að, vantaði fótfestu og stundum húsaskjól. Þær virtust láta aðrar stúlkur, oft eldri, hafa áhrif á sig.47 Algengt var að stúlkurnar þekktust og héldu hópinn, færu um í flokkum og kynntust þannig hermönnum. Sömu stúlkunum brá aftur og aftur fyrir í lögregluskýrslunum og flestar voru yfir- heyrðar oftar en einu sinni. Sumar stúlkurnar virtust kunna afar lítið í ensku og áttu af þeim sökum erfitt með að tala við hermennina. „Ég kann að segja þessar setningar á ensku: How old are you? What is your name? I do not know. Yes. No. Eg skil svolítið meira sem þeir segja. Við notuðum orðabók til þess að tala saman sagði t.d. ein þeirra þegar hún var að því spurð hvernig hún hefði farið að því að tjá sig.48 Nokkrar kunnu vart eitt einasta orð í tungumálinu. Stúlkurnar sem greint var frá í lög- Síðla árs 1944 var því t.d. komið í kring að tilstuðlan barnaverndarnefndar að stúlkum innan 16 ára aldurs var bannaður aðgangur að skemmtistöðum setuliðsmanna. Sagnir 1996 - 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.