Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 43
Bylting braust út (París í febrúar 1848. Á því ári brutust út fleiri byltingar (Evrópu en nokkru sinni fyrr eöa síðar. Sviöiö spannaði Evrópu, frá Kaupmannahöfn til Palermo og frá París til Búdapest. Hvarvetna voru reist vígi. Barist var á götum, konungar flúðu lönd og ríkisstjórnir féllu. ritaðir fyrir byltingarrósturnar, Þýska bugmyndafrxðin og Kommúnistaávarpið eru kennilegir textar þar sem hið hreina form hugmyndanna er ráðandi. Síðari textarnir „Stéttabaráttan í Frakklandi" og „Atjándi Brumaire Lúðvíks Bon- aparte" eru sagnfræðilegir textar sem ritaðir eru eftir róstur áranna 1848- 1851. Hugsuðurinn greinir raunverulega atburði með það fyrir augum að renna stoðum undir kenn- inguna. Þróunarsagan er forvitnileg. Játar Marx falsspádóm Kommúnistaávarpsins eða reynir hann að fella að kenningunni misheppnaðar uppreisnir og þjóðfélags- þróun áranna 1848-1851? Marxismi Heimspeki Hegels sem fæst við mann- legan veruleika eins og hann birtist í þróun sögu, þjóðfélags og mannlegra samskipta liggur marxismanum til gr- undvallar. Marx var hins vegar róttækur og sneri snemma baki við þeim skilningi Hegels að hlutverk heimspekingsins væri einungis að skilja heiminn. Heimspekin skyldi, að hans sögn, breyta heiminum: „Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir, cr að breyta honum.“3 Má með sanni líta á þessi orð sem einkunnarorð marxískrar hugsunar enda taldi Marx framlag sitt til stjórnmálahugmynda þrí- þætt: i) sýna fram á að stéttir cru ekki varanleg einkenni þjóðfélaga heldur þátt- ur í sögulegri þróun framleiðsluhátta; ii) færa rök að því, að stéttabarátta leiði óhjákvæmilega til alræðis öreiganna þar sem Iög og reglur verkalýðsins taka við af stjórnmálakerfi eignastéttanna; og iii) gera mönnum Ijóst að alræði öreiganna er einungis millistig í þróun til komm- únísks þjóðfélags sem verði stéttlaus sk- ipan frjálsra einstaklinga.4 Þrátt fyrir að Marx hafi, með þessum hætti, snúið baki við Hegel á markhyggjan uppsprettu í hugmynd Hegels um sögulega löghyggju. Samkvæmt henni er litið á þróun sög- unnar sem röklegt ferli þar sem átök andstæðna knýja allt áfram og beina að ákveðnu marki.5 Halldór Laxness skír- skotar eflaust til hinnar hegelsku rótar þegar hann segir, full sperrtur, að erfitt sé „... að benda á kenníngu sem að uppruna hugsunarhætti lærdómi og stíl sé þýskari en marxistisk þjóðfélagsheim- speki."6 Tengsl marxismans við heimspeki Hegels eru lausari en margir telja. Þrátt fyrir að firringarhugtakið sé runnið undan rifjum Hegels þá leggur Marx áh- erslu á að hin þýska hughyggja sé til marks um firringu. I hughyggjunni er Iögmál hugsunarinnar gert að lögmáli allrar framvindu. Marx hnýtur um þetta og segir hughyggjuna skilja manninn frá raunveruleikanum þannig að hann standi utan við Iífið. Marx hafnar þeim sögu- skilningi að þróun sögunnar sé afhjúpun altæks anda, líkt og Hegel hélt fram. Hann vill beina sjónum frá „draugheimi „Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir, er að breyta honum. “ 43 — Sagnir 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.