Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 61

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 61
í5.LENDINg.UR 1NN .SEM ALRBEJ.YARfi. Da.Nl. Lestrarsalurinn á Gamla garði eins og hann lítur út í dag. Virðist hann lítið hafa breystfrá þeim tíma er Ólafur sat þar og gluggaði í baekur. Flestar bækurnar í hillunum eru eldri en 100 ára gamlar og er þvl ekki ólíklegt að hann hafi handleikið þær. komin heim til afa síns og ömmu.“60 Hannes er sonur þeirra Olafs og Önnu, fæddur 21. október 1867. Ekki vildi Ólafur þó meina að Brandts hjónin hafi verið honum sem eigin foreldrar því í bréfi til föður síns ári síðar skrifaði hann: „... þó er þad aldrei sama sem ad koma til nánustu ættingjanna; vid söknum þess opt, en á hinn bóginn erum vid þá mikid glöd og þakklát fyrir, hve margt gott fólk við höfum hitt hjer fyrir."61 Brandts hjónin buðu eins og áður sagði til mikillar veislu í tilefni af brúð- kaupi Önnu og Ólafs og var tuttugu og fimm manns boðið til kvöldverðar á heimili þeirra: Við endann á salnum stóðu dyrnar opnar inn í nokkuð stórt herbergi. Þar fyrr innan var eins og heill skógur af pottaplöntum sem frú Brandt hafði leigt af garðyrkjumanni. I miðjum skóginum trónaði líkan af Reykjavík umlukið stórum og litlum dönskum fánum. Allt var vel upplýst og tók sig mjög vel út. Við sátum við enda borðsins og vorum heiðruð sem æðstu gestir dagsins.62 Eftir að borðhaldinu lauk klukkan sjö um kvöldið var dansað langt fram eftir við lifandi tónlist og virðist Ölafur hafa verið mjög hrifinn. Stuttu eftir klukkan tíu þegar gestirnir höfðu þegið te og kökur létu brúðhjónin sig hverfa „eins og hefðin segir til um hér, án þess að kveðja enn einasta mann í samkvæminu ... hefð sem ég get ekki annað en hlegið að; þetta þætti nú lika ansi undarlegt heima á Islandi."62 Arekstrar eins og þessi milli ríkjandi siða í Danmörku og þeirra sem Olafur ólst upp við á íslandi voru tíðir og komu enn betur í ljós eftir að hann var kominn á fullorðinsár og farinn að taka þátt í þjóðlífinu sem fjölskyldumaður. Ekki get ég séð að þessir árekstrar hafi valdið Ólafi þungum áhyggjum en þeir ollu honum þó svo miklu hugarangri að honum fannst ástæða til að segja fjölskyldunni frá þessum dönsku siðum sem honum þóttu nærri undantekninga- laust annað hvort hlægilegir eða nei- kvæðir á einhvern hátt. Þannig er ljóst að þrátt fyrir áratuga langa búsetu í Danmörku samlagaðist Ólafur aldrei þjóðfélaginu almennilega og var langt því frá farinn að lita á sjálfan sig sem Dana. Eftir bréfum Ólafs að dæma er sem hann hafi aldrei fundið sig almennilega í félagsskap Dana og árið 1870 hafði hann þetta um þá að segja: ... jeg felli mig betur vid lund landa minna en Dana. ... jeg hef aldrei kunnad vid þad hjá þeim, að þeir ætla eins og hreint ad gleypa mann og gera út af med vinahótum í fyrst- unni, en eptir nokkrun tíma kæra þeir sig svo ekki um mann lengur 64 Reyndar skrifaði Ólafur lítið um danska vini sína í bréfunum og sagði hann ástæðuna vera þá að hann hafi ekki getað ímyndað sér að þau heima hefðu nokkuð gaman af að heyra sögur af fólki sem þau þekktu ekki.66 jeg held að það sé enginn hetjuandi í kallinum Ólafur skrifaði mikið um börnin sín í bréfunum til fjölskyldunnar á Islandi og síst minna eftir að móðir hans lést árið 1869. Olafur lýsti börninum sínum i bréfunum og sagði frá framförum þeirra og nýjustu afrekum. Inn á milli þessara frásagna má sjá setningar sem bera þess vitni að Ólafur tók virkan þátt í umönnun barna sinna. Til að mynda skrifaði hann í mars árið 1868 þegar Hannes litli var aðeins tæplega fimm mánaða gamall: „... jeg ætla því ad setjast nidur og reyna stundarkorn ad byrja á brjefi heim, ef jeg fæ frí til þess fyrir litla Hannesi sem jeg verd ad hafa dálítid gætur á á meðan mamma hans er frammi í kokkenhúsi ... ."66 og tveimur mánuðum síðar bætti hann við: „... og jafnvel þegar hann vaknar á nóttunni eru glettur i honum ... .“62 Greinilegt er því að Ölafur leit öðru hverju til með Hannesi og vaknaði einnig til hans á nóttunni. Það kom mér mjög á óvart að sjá hversu miklum áhuga Ölafur sýndi hinum óliku hliðum uppeldisins. Hlut- verkaskipting foreldranna var greinilega ekki skýrt afmörkuð með þeim hætti að hlutverk föðursins hafi eingöngu verið að hlúa að vitsmunalegum þroska barns- ins, kenna því muninn á réttu og röngu og undirbúa það undir að vera gildur þjóðfélagsþegn á meðan líkamlegur og tilfinningalegur þroski hafi verið í höndum móðurinnar eins og margir sagnfræðingar hafa haldið fram.68 Ólaf- ur sýndi sannarlega öllum framförum og uppátækjum barnanna mikinn áhuga þó vissulega hafi Anna haft mun meira að gera með daglega umönnun þeirra. Stephen M. Frank heldur því fram að þrátt fyrir að feður hafi einkum tekið virkan þátt í uppeldi barna sinna eftir að þau komust á skólaaldur þá hafi þeir verið tilfinningatengdir börnum sínum allt frá frumbernsku þeirra.69 Frank bendir á að mörgum karlmönnum hafi þótt nauðsynlegt að vera börnum sínum góð föðurímynd og taka þátt í umönnun þeirra allt frá upphafi. Sumum þeirra þótti eiginkonunum ekki treystandi til að sjá um uppeldi barnanna einsamlar og töldu að föðurlegt aðhald væri jafn mikilvægt í uppeldinu og móðurleg umhyggja.70 Aðrir feður virðast hafa 61 -Sagnir 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.