Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 71
..SiMöimmi.iNG.?.. gegna í framfærslumálum fátæklinga. Þessir menn höfðu því mikið umleikis og vandséð, að iðjuleysi hafi bagað þá til muna. Því skýtur nokkuð skökku við, þegar komist er svo að orði í kirkjuordinanzíunni: ... biskuparner ... kallast nu ecki til nockurs jdiuleysis suo sem fordum daga plagadi ad wera helldur til stors erfidis ...I3 Samkvæmt greininni um starfslið og fjárhagsgrundvöll, sem talinn var hæfa siðbreyttum oddvita kirkjunnar, átti hinn lútherski súperintendent rétt á eftirfarandi starfsliði: 2 vinnukonum, I skrifara, I karlgildum manni til erind- reksturs, I ekli til að vakta 4 hesta og vikapilti, sem átti að fá kennslu í biskupsgarði. Einnig átti hann kröfu á tveimur lestum rúgmjöls, fjórum lestum malts, tveimur lestum af hafrakorni, 50 heyhlössum og 10 lestum af hálmi, 40 lömbum og 100 gyllinum í góðu gulli.14 Af þessum launakjörum og starfsliði er ljóst, að ekki var til þess ætlast að embætti súperintendentsins stæði undir miklu veldi. Dagar kirkjufurstans voru á enda. Ogmundur Pálsson Skálholtsbisk- up snerist til varnar þessum nýmælum og kallaði ordinanzíuna „stora uillu og uantru" með „afskapligum illuirkium" og bað menn að aðhyllast ekki villukenningu Lúthers ... þvi at hun hefur upphafit illt og efnislaust. middýkid matalaust og endann afskapligan.15 Starfssvið hins lútherska súper- intendents miðaðist við boðun fagn- aðarerindisins, eftirlit með embættis- rekstri og líferni klerka, barnaupp- fræðslu og skólahaldi og skyldum mála- flokkum. Jafnvel þótt jarðeignum biskupsstólanna hérlendis yrði ekki tvístrað og lúthersku súperintendent- arnir hefðu einhver efni til embættis- rekstursins, breytir það engu um þá staðreynd, að hinni geistlegu stétt var vísað á fremur lágt þrep í virðingarstiga danska ríkisvaldsins. Prestar og súperint- endentar urðu illa launaðir embættis- menn danska ríkisins!1 2 3 4 5 6 7 8 Versnandi veð- urfar (litla ísöldin) og óhagstæð verslunarkjör minnkuðu arðinn af jarð- eignum biskupsstólanna. Af biskups- embættinu stafaði engu að síður ljóma, enda var það um langan aldur æðsta embættið, sem íslenskum manni gat hlotnast. Sögulegt mikilvægi siðbreytingarinn- ar liggur ekki í endurnýjun á sviði menningar og trúar- bragða, heldur í endursköpun ríkis- valdsins, sem vék kirkjunni til hliðar sem pólitisku valda- kerfi, sem bar svipmót ríkisins. Eftir sið- breytingu tók allt skipulag samfélagsins mið af konungnum og stjórnsýslu hans. Hið danska ríkisvald var hins vegar ekki í stakk búið eða ekki þess fýsandi að taka við hlutverki mið- aldakirkjunnar í efnahags- og félags- málum. Ekki myndaðist heldur nein borgarastétt hér á landi, sem hefði getað valdið þessum verkefnum. Þessi pólítísku umskipti, sem hlotið hafa heitið siðbót, siðskipti eða siðbreyting, leiddu ásamt versnandi árferði og óhagstæðum versl- unarkjörum til langvarandi fátæktar hér- lendis. Sögulegt mikilvægi siðbreytingarinnar liggur ekki í endurnýjun á sviði menningar og trúarbragða, heldur í endursköpun ríkisvaldsins, sem vék kirkjunni til hliðar sem pólítísku valdakerfi, sem bar svipmót ríkisins. Eftir siðbreytingu tók allt skipu- lag samfélagsins mið af konungnum og stjórnsýslu hans. Tilvísanir 1 Aarup, Erik: Danrmrks historie. Anden bog. Stœnderne i herrevælde 1282-1624, A-B. Án útgáfustaðar 1932, endurútg. 1961, bls. 395-6. 2 Lausten, Marin Schwarz: Danmarks kirkehistorie. Kaupmannahöfn 1983, 104 o.áfr. 3 Cedergreen Bech, Svend: Reformation og rencessance 1533-1596. Danmarks historie VI. John Dansrup og Hal Koch ritstýrðu. Kaupmannahöfn 1963, bls. 120. 4 Nordke middelalder dokumenter i utvalg. Sverre Bagge og fleiri ritstýrðu. Berger, Oslo, Tromso 1973, nr. 145, bls. 512. 5 Kirkeordinansen 1531/39. Marin Schwarz Lausten ritstýrði. An útgáfustaðar 1989, bls. 22 o.áfr. 6 Diplomatarium Islandicum. íslenskt Fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Island eða islenzka menn, X. bindi. Reykjavík 1975- 1975, nr. 95, bls. 120. 7 Ibid, bls. II8. Sjá einnig Viðbæti, bls. 169. I síðustu setningunni sést móta fyrir verkahring velferðarríkis nútímans. 8 Ibid, bls. 121. Sjá einnig Viðbæti, bls. 172. 9 Kirkeordinansen 1537/39, bls. 36. 10 Jorgen Stenbæk: „Den danske kirkeordinans af 1537/39 - teologi og funktion". Reformationen i Norden. Kontinuitet och fornyelse. Carl-Gustaf Andrén ritstýrði. Lund 1973, bls. 130-155, 131. 11 Dipl. Isl. XI, nr. 688. Ólafur Ásgeirsson: „Kirkjueignir". Lúhter og íslenskt þjóðlíf. Gunnar Kristjánsson og fleiri ritstýrðu. Reykjavík 1989, bls. 193-216, 195 o.áfr. 12 Jón Egilsson: „Biskupa annálar". Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta I. Kaupmannahöfn 1856, bls. 29-117. 13 Dipl. Isl. X, nr. 95, bls. 230. 14 Ibid, 232 o.áfr. 15 Dipl. Isl X, nr. 167, bls. 414. 16 Jörgensen, Poul Johs.: Dansk retshistorie. Retskilder ogfofatningsrettens historie indtil sidste halvdel af det 17. aarhundrede. Kaupmannahöfn 1947, bls. 4II-I6, 530 o.áfr. 71 -Sagnir 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.