Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 12
Eqqert Þór Bernharösson Blórabö „Ástandskonur" og aðrar konur í Reykjavík í seinna stríði Tugþúsundir erlendra hermanna Rúmlega tvö þúsund menn úr land- gönguliði breska flotans hertóku Island vorið 1940. Þeir dvöldu skamma hríð, hersveitir landhersins tóku brátt við varð- stöðunni. Aður en júní var allur höfðu liðlega tuttugu þúsund hermenn komið til landsins á vegum Breta og þeim átti eftir að fjölga um fimm þúsund. Stærstur hluti liðsins var settur niður i Reykjavík og nágrenni.1 Hermönnum átti eftir að fjölga í Reykjavík þegar leið á styrjaldarárin og á köflum voru þeir mun fleiri en fyrr- greindar tölur herma. Snemmsumars 1941 gerðu Bretar samkomulag við Banda- ríkjamenn um að taka við hernaðarhlut- verki sínu á Islandi enda sögðust þeir þurfa á liði sínu að halda annars staðar.2 Islenska ríkisstjórnin fór að vilja stór- veldanna í málinu.3 Herverndarsamn- ingur Islendinga og Bandaríkjamanna var síðan staðfestur af Alþingi hinn 9. júlí 1941, tveimur dögum eftir að nálega fjögur þúsund þrautþjálfaðir atvinnuher- menn úr landgönguliði bandaríska flot- ans stigu á Iand í Reykjavik. Haustið 1941 höfðu Bandaríkjamenn flutt til landsins um tíu þúsund hermenn en Bret- ar sátu sem fastast. Skipulagður btott- flutningur þeirra frá landinu hófst ekki fyrr en á aðventunni það ár. Vorið eftir hafði Bandaríkjaher nærri þrjátíu þúsund menn á Islandi og enn voru um fimmtán þúsund breskir hermenn í landinu. Haustið 1942 voru bandarískir hermenn orðnir nærri fjörutíu þúsund en þá voru flestir Bretarnir farnir. Síðustu ár styrj- Á stríðsárunum voru konur í Reykjavík mjög á milli tannanna á fólki. Engu var líkara en þær væru flestar í „ástandinu“ sem svo var nefnt. í greininni ræðir Eggert Þór Bernharðsson samskipti kvennanna og hermannanna, gildi heimilda um tímabilið og beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda til að vernda ólögráða stúlkubörn. aldarinnar voru aðeins fáeinar sveitir úr flugher og flota hans hátignar Bretakon- ungs á íslandi. Frá og með árinu 1943 fækkaði verulega í herliði Bandaríkjanna. I ágúst það ár voru þeir um þrjátíu þús- und og í árslok rúmlega tíu þúsundum færri. Haustið 1944 voru þeir rétt innan við tíu þúsund og allt herlið sem hafði haft bækistöðvar sínar úti á landi hafði verið kallað til Suðvesturhornsins. Raun- ar hafði bróðurpartur bandaríska her- liðsins, eða um 80% þess, aðsetur sitt á því svæði á meðan það dvaldist á Is- landi.4 Sumarið 1942 munu nálægt 60 þúsund erlendir hermenn hafa dvalist á Islandi og mikill meirihluti þeirra var í höfuðstaðnum eða nágrenni hans.5 Miðað við ibúafjölda í Reykjavík á styrjaldarárunum má nærri geta að tug- þúsundir erlendra manna í bænum hafi sett svip sinn á hann og bæjarbrag allan. Við manntal 1940 voru íbúar Reykja- víkur liðlega 38 þúsund, þar af nærri átján þúsund karlar og rúmlega tuttugu þúsund konur. Liðlega fjórðungur þessa fólks var á barnsaldri og um tíundi hluti á milli tektar og tvítugs.6 Þegar stríðinu lauk hafði íbúum fjölgað nokkuð í Reykjavík. Árið 1945 voru þeir orðnir nærri 47 þúsund. Karlar voru um 22 þúsund en konur tæplega 25 þúsund. Börnum fór og fjölgandi sem hlutfall af íbúatölu.7 Herliðið var að langstærstum hluta skipað karlmönnum, mörgum ungum, en árið 1940 voru í Reykjavík aðeins um ellefu þúsund karlar tvítugir og eldri. Næstu ár fjölgaði þeim nokkuð en fram- an af stríðsárunum voru erlendir karl- menn mun fleiri í bænum en innlendir. Þannig breyttust öll fólksfjölda-, kynja- og aldurshlutföll i Reykjavík á skömm- um tíma með tilkomu hinna „útlendu gesta“. Það átti eftir að hafa margháttuð áhrif á lífið í bænum næstu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.