Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 69
SjBB.OimmiiNG.?.
hann mun hafa lagt fyrir klerka á alþingi
1541 og síðar fyrir prestastefnuna i
Miðdal í júnílok 1542. Hún er allmikið
skert. Þá er fullkomin þýðing, sem nefnd
hefur verið Viðbætir, og er hún frá
síðari hluta 16. aldar. Síðan rekur
latneski texti ordinanzíunnar lestina.
Fyrir framan þýðingu Gizurar er
forspjallsbréf konungs prentað, sem
sjálfsagt hefur fylgt ordinanzíunni til
landsins sumarið 1538. Bréf þetta, sem
er nokkuð hvassyrt, er afar fróðleg
heimild um ástæður þær, sem Kristján
III. taldi knýja sig til þess að koma nýrri
skipan á málefni kirkjunnar. Hann tekur
skýrt fram, að hann sé ekki einn í
ráðum, heldur hafi hann haft marga
meðhjálpara og kanslarinn og ríkisráðið
hafi lagt blessun sína yfir hina nýju
kirkjuskipan. I forspjallsbréfinu ræðst
konungur með allmikilli heift á fjöl-
marga ósiði og röng tilbeiðsluform
hinnar kaþólsku kirkju. Er hér á einum
stað samsafnað öllu því í fari kaþólsku
miðaldakirkjunnar, sem fór fyrir brjóstið
á siðbreytingarmönnum. Þar segir, að í
þeim „antikrists selskap" sé prédikað, að
eftirfarandi lygar leiði til sáluhjálpar:
fullnadargiorder. statutur.
klaustrareglur. vardueitijngar. aflat.
pilagijmzreisur. brædraskap. vppþe-
incktar fornfærijngar. messulegar
suijuirdijngar. hreinsunarelld. vijgt
vatn. faustlogmal. mauglan tijdalest-
urz. salutijder. helga stadi. klukna-
skijrn. smurnijngar. krunur. vijgd
klædi. þeirra ohreinlegasta hreinlijfi.
hionabandsinz afneitan sem þo er af
gudi skapad og sett. forbod
fædslunnar. forbod christi bloodz.
akallan heilagra og vmbreytni allra
verka og andlegra embætta. med
huorium þeir kiendu osz uid gud ad
forljkast. fullnadargiord fyrer synd-
ernar og j suo mata vtvega synda
fyrergiefnijng. þeir jatudu (sem
paulus seiger) sig gud þeckia. enn
med slijkum lærdomi og giordum
neita þeir sonnu gudspjalli. blodi
Jesu christi og myskunsemi gudz
fodurz er þeir lata ecki syndanna
fyrergiefnijng blijfa ouerdskulldada
alleina fyrir kristum. þessar anta-
kristi lygar sendum uier nu heim
aptur til diofulsins. þadan þær ero
komnar.6
Þarna er ýmsum grundvallarþáttum
kaþólskrar trúarhefðar hafnað, sem
snertu efahagslegan grundvöll kirkjunn-
ar, svo sem klausturreglum, bræðralagi,
skírlífisheiti, sálumessum og pílagríms-
ferðum. Með því
hafna sakramenti
prestvígslunnar var
vegið að því félags-
og efnahagskerfi,
sem gerði ráð fyrir
klaustrum sem burð-
arásum samfélagsins.
I kirkjuordinanzí-
unni er á nokkrum
stöðum rætt um
stöðu klausturfólks
og framfærslu þess.
Bendir það til þess,
að höfundar hafi
ekki gert sér grein
fyrir því að fullu, að
dagar klaustranna
voru taldir. Með því
að gengisfella prest-
vígslusakramentið
°g leggja megin-
áherslu á skírnar-
sakramentið og hinn
almenna prestdóm,
var enginn ávinning-
ur að því annars
heims að leggja á sig
heit skírlífis, f-
átæktar og hlýðni.
Þar fyrir utan
fluttust klaustur-
eignir í eigu kon-
ungs og nýttust hinu
nýja ríkisvaldi til
þess að launa dygg-
um fylgismönnum.
Þeir áttu hins vegar
að forsorga klaustur-
fólkið eins og hverja
aðra ómaga.
I síðustu málsgrein tilvitnunarinnar
er vísað til þeirra kenningar Lúthers, að
sáluhjálpin fáist eingöngu fyrir trúna á
Jesú Krist og fórnardauða hans fyrir
synduga menn.
Kirkjuordinanzían er í eðli sínu
tvöföld; annarsvegar er hún ordinanzía
guðs, þ.e.a.s. útfærsla á lögmáli guðs, en
hins vegar löggjöf konungs, sem miðar
að því að hið guðlega skipulag nái fram
að ganga. Efni hennar birtist í hnot-
skurn í eftirfarandi málsgrein for-
spjallsbréfsins:
þui leggium uier þetta vort domz
atkuædi aá þessa ordu. ad hun skipt-
ist j tuo parta. annann er heyrer
alleina gudi til sem er þad (huad vier
og uilium) ad gudz ord sem er
logmalid og gudspiall. verdi klarliga
predikad og ad helgannar seo
Réttlaetisgyöjan Justitia vegur og metur rétt andlegs og veraldlegs valds, til
þess að fara með yfirráð yfir bóndanum sem stendur neðst á teikningunni.
Þessi öfl eru hér holdgerð í riddara, annars vegar, og biskupi, hins vegar.
riettilega veittar og baurninn lærd so
þaug blijfe j christo. sem christo hafa
jklædst j skijrninne og ad kyrkiunnar
þienorum. skolum og fatækum se
forhuxat sitt fædi.7
því óum-
„af nokkrum
Fyrsti hluti hennar ei
breytanlegur, og má ekki
manni kreinckt eða yfirtroðið vera".
Annar hluti hennar, þ.e.a.s. sá hluti, sem
fjallar um
... huat uier hofum skickat um
personr. tima. stadi. taulu. mata.
tidalestur. uisiteran. um hæuerska
samkundu. saung og andligt embætti
...8
er hinn veraldlegi hluti hennar, sem má
breyta án þess að reiði guðs vofi yfir.
Með þessum fyrirvara gat konungur sett
lög um málefni kirkjunnar eftir því sem
þurfa þótti. Birtust þau oftast í formi
69 - Sagnir 1996