Sagnir - 01.06.2007, Side 10

Sagnir - 01.06.2007, Side 10
Reykjavík brennur Viðtal við Guðjón Friðriksson Aðfaranótt sunnudagsins 25. apríl 1915 varð einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkur. Þessa nótt brunnu alls tólf hús í miðbænum, þar af tíu til ösku. Tveir menn létust í brunanum. Þegar Reykjavík brann, nánar tiltekid þegar bruninn á horni Lœkjargötu ogAusturstrcetis varð i vor var ekk iár vegi að taka viðtal við einhvern sagnafróðann og úr varð valinu Guðjón Friðriksson. Rœtt var um húsin Austurstrœti 22 og Lækjargötu 4, sögulegt mikilvœgi þeirra fyrir Reykjavík. Einnig var ákveðið að spyrjast fyrir inn Reykjavikurbruna i gegnitin sögu bæjarins, áhrif þeirra á húsbyggingar og heildarmynd Reykjavíkur. Hvert er sögulegt gildi húsanna? Sögugildi húsa almennt má segja að sé tvenns konar. Það er annars vegar byggingarsögulegt gildi og hins vegar sögulegt gildi vegna mannlífs í húsunum eða þeirra atburða sem þar hafa átt sér stað. Eldra húsið, í Austurstræti 22, var nú eitt af fáum húsum sem er með upprunalegan danskan svip eins og einkenndi Reykjavík mjög mikið á 19. öld. Það er að segja einlyft hús með háu þaki. Þannig voru nær öll timburhús fyrst eftir að þéttbýli fór að myndast á íslandi. Það má eiginlega segja að svo fá hús eru orðin af þessu tagi að hvert þeirra hafi gildi út af fyrir sig, ég hugsa að það séu varla mikið fleiri en fimm svona hús eftir með þessu lagi í borgarmyndinni í Reykjavík í dag. Þessi hús höfðu líka tilhneigingu til að stækka í tímans rás, byggt var ofan á þau og við þau. Þannig var það með Lækjargötu 2, upprunalega var húsið einlyft með háu þaki, síðan var byggð hæð ofan á. Nú svo má náttúrulega segja, sérstaklega varðandi húsið í Austurstræti 22, að það eigi sér mjög merkilega sögu vegna þeirrar starfsemi sem fram hefur farið í því frá upphafi. Það var byggt af Isleifi Einarssyni sem var háyfirdómari í landsyfirrétti, líklega 1801 eða 1802, og hann seldi það siðan landsstjóminni. Árið 1805 var það gert að æðsta embættisbústað íslands, bústað yfir stiftamtmann á íslandi sem var umboðsmaður konungs hér á landi og æðsti embættismaðurinn. Þar bjuggu nokkrir stiftamtsmenn frá 1805 til 1819. Um 1819 var ákveðið að breyta gamla tukthúsinu, sem var reist á Amarhóli þar sem nú er stjómarráð Islands, í stiftamtmannshús og þá fluttu stiftamtmennimir þangað yfir og hefur það hús síðan verið bústaður stiftamtmanna, síðar landshöfðingja og eftir heimastjómina 1904 hefur það verið skrifstofa ráðherra Islands og allra forsætisráðherra. Þannig má segja að húsið Austurstræti 22 sé undanfari stjómarrráðshússins sem æðsti embættisbústaður Islands. Síðan er búið að marg tala um það út af þessum bmna að þama réðist Jörgen Jörgensen eða Jömndur hundadagakonungur inn með liði sínu og tók (Frederik Christopher) Trampe stiftamtmann höndum, fyrsta stiftamtmanninn sem bjó í húsinu, og fluttu hann út 1 skip. Síðan settist Jömndur sjálfur að í húsinu. Það var síðan stjómstöð hans meðan á byltingu hans stóð, sem er með ævintýralegri atburðum í Islandssögunni og ákveðinnn Ijómi leikur yfir. 6 - Sagnir

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.