Sagnir - 01.06.2007, Qupperneq 14
Viðtal við Kristjönu Kristinsdóttur sviðstjóra
skjalavörslusviðs í Þjóðskjalasafni
íslands vegna nýútkominnar bókar um
frumheimildir
Kristjana Kristinsdóttir
Hvert er tilefni þessarar bókar?
Bókin Bókin, Nordatlanten og Topeme. Forvaltningshistoriske kilder
fra Færoerne, Cironland, Island og Tropekolonieme, er fimmta bindi í
danskri ritröð um skjöl sem orðið hafa til í danskri stjómsýslu í öllum
hlutum Danaveldis.
Önnur bindi þessarar ritraðar em: I. Vor gunst til fom.
Forvaltningshistoriske kilder indtil 1750. II. Pá embeds vegne.
Forvaltningshistoriske kilder 1750-1920. III. Efter bemyndigelse.
Forvaltningshistoriske kilder 1920-1970. IV. Slesvig, Preusen,
Danmark. Kilder til sonderjysk forvalmingshistorie.
Þeir sem fjalla um íslensku heimildimar em auk mín Pétur G.
Kristjánsson, Ragnheiður Mósesdóttir, Hrafn Sveinbjamarson og
Eiríkur G. Guðmundsson. Svo fjallar Erik Nörr um eina heimild en
hann er ritstjóri ásamt Jesper Thomassen.
Þetta bindi nær yfir stjómsýsluheimildir frá öllum nýlendum Dana ef
svo má segja, þ.e. Islandi, Færeyjum, Grænlandi og hitabeltisnýlendunum
sem vom í Asíu, Afríku og Ameríku.
Hvernig eru heimildirnar birtar?
I íslenska hlutanum er lögð áhersla á að lýsa heimildum sem aðeins hafa
orðið til á íslandi eins og Manntalinu 1703, sóknannannatali, kjörbók
vegna kosninga í heyrandi hljóði og síðan em einnig heimildir sem
varpa ljósi á íslenska stjómsýslu. Þar er ég einkum að tala um skjöl frá
hreppstjómm auk skjala vegna sérstakra samskipta við Dani.
Um hverja heimild er stuttur sögulegur inngangur, síðan er
heimildin birt auk danskrar þýðingar. Fjallað er sérstaklega um
lagagmndvöll hennar, þ.e. hvenær byrjað var að færa viðkomandi
embættisverk til bókar, og hvenær hugsanlega því var hætt. Fjallað er
um notkunarmöguleika heimildarinnar og í hvaða skjalasöfhum hana
er að finna. Aftast í bókinni er síðan einnig, lfá hverri þjóð þ.e. íslandi,
Grænlandi, Færeyjum og hitabeltisnýlendunum, skýring á máli og vog
og listi yfir útgefin rit sem tengjast efriinu og heimildunum.
io - Sagnir